Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 68
Ég er nokkuð sátt við að vera Íslendingur en stund- um kemur þó fyrir að ég skammast mín fyrir þjóð- erni mitt eins og mamma sem skammast sín fyrir æst og nammisjúkt barn í Hagkaup- um. Þetta byrjaði eftir að ég flutti til Íslands aftur eftir að hafa búið í nokk- ur ár erlendis. Glöggt er gests augað og enn gleggra er auga heimamanns sem snýr aftur eftir langa fjarveru. Ég fór að taka eftir því að mannasiðir okkar voru oft af skornum skammti. Það var óspart gripið fram í, talað með fullan munn og ruðst fram fyrir í röðum. Eitthvað sem hefði aldrei gerst í landinu þar sem ég bjó … ekki meðal þeirra upplýstu. Svo fór ég í leikhúsið og sá uppfærslu á Sjálfstæðu fólki. Mig langaði til að loka mig inni í viku eftir það því mér fannst allt í einu svo hörmulegt að vera komin af svona miklum vesal- ingum. Núna er ég búin að jafna mig ágætlega á þessu, enda tíu ár frá því ég varð snúbúi (Íslendingur sem snýr til baka). Ég er ágætlega sátt við að vera af risastórum ættbálki sem býr á eyju í norðurhafi á milli Grænlands og Færeyja. Ættbálki þar sem ættir eru raktar, útlendingar teljast enn svolítið ógnandi og þorpsandi ríkir þegar frægur, erlendur leikari gerir sér dælt við heimamey. Mér finnst hálf krúttlegt að við höfum ekki borðað annað en súra punga og sviðin kindahöfuð í fleiri, fleiri hundruð ár, misst tennurnar um tvítugt, gengið í roðskóm og með skotthúfur, getið lausaleiksbörn og stigið hliðar saman hliðar, svo lengi sem það var ekki bannað. Mér finnst líka pínu krúttlegt að við höfum ekki þekkt fyrirbæri á borð við tísku, arki- tektúr, myndlist, matargerð eða klassíska tónlist á meðan þessi fyrir- bæri voru að þróast, vaxa og dafna í nágrannalöndunum yfir aldirnar. Að fyrstu blökkumennirnir hafi sest hér að um 1985, að áfengi og útvarp séu eignir ríkisins og að hedónískum dónum sé úthýst af eyjunni þegar svo ber undir. Satt best að segja er þetta alveg spes. Svo spes að ég get ekki annað en verið ánægð með að hafa fæðst hér – því hver vill ekki vera spes? „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Þið verðið að passa að láta ekki vera svona stutt á milli ykkar, muna 1001- regluna. Já það er rétt, aldrei meira en 1001 kíló, man það! Og þú líka Jói! Ekki gleyma „Hugsa áður en þú talar reglunni“ Góðan dag Páll! Gaman að sjá þig vakandi svo snemma á sunnudegi sonur sæll. Eins og þú veist þá eru helgarnar okkar eina tækifæri til að eyða góðum tíma saman. Brosa! Jæja ég er farin í sauma- klúbbinn Stattu þig kappi! 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.