Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 74

Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 74
Á vegum ríkisskattstjóra eru haldin námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir einstaklinga sem eru að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Á námskeiðunum er farið yfir hagnýt atriði sem varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur, svo sem skráningarskyldu, launagreiðanda í staðgreiðslu, reiknað endurgjald, rekstrarkostnað, skattframtalið, reglur um tekjuskráningu og reikningaútgáfu. Einnig er fjallað um virðisaukaskatt, útskatt og innskatt, skattskyldu, undanþágur, skattverð o.þ.h. Næsta námskeið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, þann 24. mars nk. og stendur yfir frá kl. 12:45 til kl. 17:30. Skráning og nánari upplýsingar á www.rsk.is Ertu að hefja atvinnurekstur? - námskeiðin byrja aftur í mars Enska úrvalsdeildin DHL-deild karla DHL-deild kvenna Lengjubikarinn í fótbolta Úrslitaleikur ensku deildabikarkeppninnar fer fram í dag en þá eigast við Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Þrátt fyrir að hafa teflt fram kornungu liði í keppninni hefur Arsenal komist alla leið í úrslit og stjóri liðsins, Arsene Wenger, segir að hann muni áfram tefla fram ungu liði. „Þetta hefur verið þeirra keppni og hjálpað þeim mikið að verða betri. Þeir hafa sannað sig gegn sterkum liðum og þeir eiga svo sannarlega skilið að spila þennan úrslitaleik,“ sagði Martin Keown, fyrrum leikmaður Ars- enal, í viðtali í gær en þessi unga sveit leikmanna hefur lagt Evert- on, Liverpool og Tottenham að velli á leið sinni. „Ég ætla að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim sem eru reynslumeiri. Ég ætla að verð- launa þá leikmenn sem hafa komið okkur í þennan úrslitaleik. Aldrei áður hef ég haft svona góðan hóp af ungum leikmönn- um,“ sagði Wenger. Skot hafa gengið á milli stjór- anna í fjölmiðlum fyrir leikinn og mun það ýta enn undir spennuna sem verður í þessum leik í dag. Varnarmaðurinn William Gall- as sem yfirgaf Chelsea síðasta sumar og fór til Arsenal er ákaf- ur í að fá að byrja leikinn. „Ekki af því að við erum að fara að mæta Chelsea heldur vegna þess að ég hef verið meiddur og lang- ar mikið að fara að spila á ný,“ sagði Gallas. Eiga skilið að spila þennan leik Bjarni Þór Viðarsson skoraði í gær sitt fyrsta mark í ensku deildakeppninni. Hann skoraði annað mark Bournemouth sem vann óvæntan 2-1 sigur á Oldham í 2. deildinni. Bjarni er átján ára og var lánaður frá úrvalsdeildarliðinu Everton til Bournemouth en lánssamningur hans við félagið rennur út eftir viku. Þetta var aðeins annar útisigur Bournemouth á leiktíð- inni en liðið er í fjórða neðsta sætinu. Mark Bjarna kom á 31. mínútu eftir sendingu frá David McGoldrick og kom Bourne- mouth í 2-0 en Oldham minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Bjarni skoraði Íslandsmeistarar ÍBV í kvennahandbolta fengu stóran skell gegn Stjörnunni í Garðabæ í gær. Stjarnan vann leikinn með 21 marks mun, 40-19, og er því áfram með tveggja stiga forskot á toppi DHL-deildar kvenna. Litlu munaði að ÍBV hætti keppni í vikunni en þær eru áfram með þótt frammistaðan í gær hafi ekki verið glæsileg en staðan var 23-7 í hálfleik. Annars voru engin óvænt úrslit í umferðinni, toppliðin unnu öll öruggan sigur og HK vann síðan 30-26 sigur á Fram í baráttunni um miðja deild. Stór skellur ÍBV West Ham fór illa út úr Lundúna-fallslagnum gegn Charl- ton og fall í 1. deild virðist vera óumflýjanlegt fyrir Eggert Magn- ússon og hans menn. Það er ekki nóg með að liðið tapaði sínum fjórða leik í röð og hafi ekki skor- að í 283 mínútur heldur töpuðu Hamrarnir 0-4 í leik upp á líf og dauða í fallbaráttunni og það gegn lærisveinum Alan Pardews sem Eggert rak fyrr í vetur. Stuðningsmenn West Ham sungu líka „Það er aðeins einn Alan Pardew“ á pöllunum. „Þetta er búið að vera erfiður dagur og erfið vika á undan honum. Ég elska West Ham og þeirra frá- bæru stuðningsmenn. Ég finn til með liðinu en mitt starf snýst nú um að halda Charlton í úrvals- deildinni. Charlton er aðalatriðið, ekki ég eða Alan Curbishley,“ sagði Pardew eftir leik. Curbishley var niðurbrotinn. „Það gengur ekkert upp. West Ham var að tapa leikjum áður en ég kom en mér hefur ekki tekist að breyta gengi liðsins. Það eru tíu leikir eftir og við verðum að fara að ná í stig,“ sagði Curbishley eftir leik. Með sigrinum komst Charl- ton upp fyrir West Ham. Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United níu stiga for- skot á Chelsea á toppi deildarinn- ar þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Fulham. Mark Ron- aldo var af betri gerðinni, ein- staklingsframtak og einleikur frá miðju og hann hefur nú skorað 16 mörk í deildinni í vetur. Manchest- er United getur náð 12 stiga for- skoti um næstu helgi því liðið spil- ar aftur áður en Chelsea á leik. „Þetta var erfiðasti leikurinn okkar á tímabilinu og mjög mikil- vægur sigur. Við redduðum okkur með tveimur frábærum mörkum og þremur góðum vörslum frá Edwin van der Sar. Ronaldo hélt áfram allan tímann og var besti maður vallarins,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og bætti við: „Við erum í góðri stöðu en fram undan eru erfiðir útileikir þar á meðal á móti Liverpool í næstu viku.“ Chris Coleman, stjóri Fulham, vildi fá víti í lokin þegar hann vildi meina að brotið hafi verið á Heið- ari Helgusyni. „Dómarinn hefur engar afsakanir því hann var í frá- bærri aðstöðu og fór því líklega bara á taugum,“ sagði Coleman eftir leik. Liverpool kórónaði frábæra viku með 4-0 sigri á Sheffield United þar sem Robbie Fowler skoraði tvö fyrstu mörkin úr vítum. Þetta var níundi heimaleik- urinn í röð sem Liverpool heldur hreinu í deildinni. West Ham steinlá í Lundúna-botnslagnum gegn Charlton, Liverpool endaði frá- bæra viku á stórsigri og Manchester náði 9 stiga forskoti í toppnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.