Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 56
heimaerbest
Á Íslandi höfum við greiðan
aðgang í matvöruverslunum að
grunnhráefni til að elda ýmiss
konar asískan mat. Eftir að hafa
búið á Ítalíu í nokkra mánuði, lét
ég loksins verða af því að fara í
sérverslun með asíska matvöru og
kaupa inn þann grunn af sósum
sem ég var vön að hafa „heima”
til að elda slíkan mat. Hér fæst
nefnilega fátt annað en sojasósa í
matvöruverslunum og sérverslan-
ir sem þessar ekki á hverju strái.
Annað hráefni, eins og kjöt og fisk,
hvað þá ferskasta grænmetið er
hins vegar auðvelt að nálgast til að
elda mat með asískt ættuðu yfir-
bragði... eins og gera má ráð fyrir
um Ítalíu þar sem það ferskasta er
á boðstólnum.
Súrsætur kjúklingur
4 kjúklingabringur, skornar
í smáa bita
Marinering:
3 hvítlauksrif, söxuð
1 cm fínt rifin engiferrót
½-1 tsk chilli-flögur
2-3 msk. púðursykur
1 msk. sesamolía
1 msk. ostrusósa
1 msk. fiskisósa
1 dl sojasósa
1 lime, safi og fínt rifinn börkur
1 dl maísolía eða önnur
létt matarolía
3 msk. maísolía til að steikja
upp úr
Hrærið saman allt hráefnið í
marineringuna og setjið kjúkl-
ingabitana saman við. Látið mar-
inerast í a.m.k. klukkustund.
Hitið maísolíu á teflonpönnu,
helst wok-pönnu. Steikið kjúkl-
inginn þar til eldaður í gegn.
Berið fram með hrísgrjónum og
því sem á eftir fer.
Steikt grænmeti
Brokkolí, skorið smátt í hnoðra,
magn eftir smekk
Salat, sbr. kínakál eða
rauðkál, magn eftir smekk
Gulrætur, fínt skornar,
magn eftir smekk
1 dós ananas í bitum
3 msk. sesamfræ
2 msk. sæt chilli-sósa
3 msk. maísolía eða önnur
létt olía
Hitið olíuna á teflonpönnu en helst
wok-pönnu. Steikið fyrst brokkolí
og gulrætur í smá stund. Þá setja
salatið og ananasinn saman við.
Loks sesamfræin og sósan. Hrærið
vel í á meðan steikt er og allt hrá-
efnið nær að blandast vel saman.
Berið fram með kjúklingnum og
hrísgrjónum.
Baunir í kókossósu
Strengjabaunir eða snjóbaunir,
magn eftir smekk og þörf, hér
um tvær þéttar lúkur
1 cm fínt rifið engifer
2 dl kókosmjólk
2 msk. maísolía
eða önnur létt olía
Hitið olíu í potti og steikið baun-
irnar á vægum hita í nokkrar mín-
útur. Rífið engiferið yfir og hellið
kókosmjólkinni saman við. Látið
malla þar til baunirnar eru mjúk-
ar en þó örlítið stökkar undir
tönn.
Jarðarber í sýrópi úr grænu
tei, límónu og stjörnuanís
1 lítil askja jarðarber,
Asískt yfirbragð
í heimahúsi
Súrsætur kjúklingur.
S pænski listamaðurinn og hönnuðurinn Jaime Hayon er
fæddur í Madríd árið 1974. Hann
er lærður iðnhönnuður frá Madríd
og París.
Frá 1997 starfaði hann hjá
Benetton og stjórnaði hönn-
unardeild fyrir útlit búða,
sýninga og veitingastaða.
Árið 2004 hóf hann
að starfa sjálfstætt.
Mörg verkefni hafa
komið inn á hans borð
en hann hefur hannað
allt frá leikföngum til
húsgagna og fengist við
innanhússhönnun og
listrænar uppsetningar.
Fróðleikur um
Hayon og hönnun
hans er á www.
hayonstudio.com.
Sveppurinn
og Jósefína
Hugmyndin að lampanum Funghi er
fengin að láni úr skógarlífinu og einu
sérstæðasta forminu þar, sveppinum.
Funghi-línan er í jarðarlitum og búin
til úr keramik.
Josephine-
lampinn er
seiðandi en
fágaður. Hann
er búinn til úr
postulíni með
fallegum
glans.
Josephine-loftljós í
djúpfjólubláum lit.
3. MARS 2007 LAUGARDAGUR12