Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 16
” … hreint út sagt frábær.“ TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is TM Ánægja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu af viðskiptavinum tryggingafélaga. Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja mest um þjónustu tryggingafélaga. ” Ég þurfti að leita til TM vegna tjóns sem varð á búslóð minni í flutningi (örbylgjuofn eyðilagðist í flutningnum) og ég verð að segja eins og er að þjónustan sem ég fékk hjá TM var hreint út sagt frábær.“ Með bestu kveðju, Erla Dóris Halldórsdóttir Ánægjuvog tryggingafélaga 2006 ÍS L E N S K A S IA .I S / T M I 36 70 4 03 /0 7 2006200520042003 TM Sjóvá VÍS Lögreglan leitar manns sem réðst á finnska konu og reyndi að nauðga henni í húsasundi á Vesturgötu aðfaranótt föstudagsins 9. febrúar. Íbúi í nágrenni við vettvang árásarinnar kom konunni til bjargar og var lögregla þegar kölluð til. Konan var með greinilega áverka eftir árásina, var marin, blóðug og skelfd. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur kynferðisbrotadeild lögreglu höfuðborgar- svæðisins rannsakað málið frá því það kom inn á hennar borð. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum hafa verið skoðaðar en hafa ekki borið árangur. Konan, sem er nemandi í Háskóla Íslands, var á leið heim af stúdentafagnaði í miðbænum þegar ráð- ist var á hana. Konan þekkti ekki til mannsins og var árásin fyrirvara- og tilefnislaus með öllu en maður- inn veitti konunni eftirför þegar hún var á leið heim. Þegar íbúi í nágrenninu varð var við árásina stóð árásarmaðurinn yfir konunni, hélt henni kverka- taki og barði hana. Íbúinn kallaði á árásarmanninn af svölum íbúðar sinnar og hljóp síðan út til að koma konunni til bjargar. Egyptar sam- þykktu umdeildar stjórnarskrár- breytingar í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrradag með miklum meirihluta að sögn stjórnvalda, þó að kjörsókn hafi aðeins verið 27 prósent. 36 milljón manns voru á kjörskrá. Tæp 76 prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgj- andi breytingunum. Stjórnskipuð mannréttinda- nefnd sakar stjórnvöld um kosn- ingasvindl. Segir nefndin að eftir- litsmönnum hafi víða verið mein- að að fylgjast með og að átt hafi verið við kjörgögn. Einnig að opin- berir starfsmenn hafi verið þving- aðir til að kjósa. Stjórnarandstöðu- flokkar höfðu hvatt fólk til að snið- ganga kosningarnar. Mjög margir tortryggja opin- berar tölur yfir kjörsókn. Í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 2005 sögðu stjórnvöld kjörsókn hafa verið 54 prósent en í skýrslu dómara lands- ins kom fram að kjörsókn hefði líklega ekki verið meiri en þrjú prósent. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, fagnaði niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar og sagði hana sigur fyrir fólkið. Breytingarnar sem kosið var um snúa að starfsemi stjórnmálaflokka, framkvæmd kosninga og auknum heimildum lögregluyfirvalda við rannsókn- ir á hryðjuverkum. Meðal annars verður stjórnmálaflokkum sem byggja á trúarbrögðum bannað að bjóða fram. Meirihluti studdi breytingar Árásarmaðurinn gengur enn laus Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitar enn að karlmanni sem réðst á finnska konu og reyndi að nauðga henni í húsasundi á Vesturgötu. Líklegt er að talið að maðurinn sé milli þrítugs og fertugs. Lögreglan leitar frekari vísbendinga. Landeigendur Óttarsstaða, skammt vestan Straumsvíkur, hafa höfðað mál gegn Alcan, Hafnarfjarðarbæ og íslenska ríkinu. Landeigendur hugðust skipuleggja íbúabyggð á jörð sinni en landið er innan mengunarsvæðis álversins og því ónothæft til búsetu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Ragnar Aðalsteinsson, lögmað- ur landeigenda, segir að gerð hafi verið mistök á sínum tíma þegar álverið var reist. „Ríkið semur við ÍSAL um að það megi menga annarra manna lönd án þess í raun að fá leyfi landeig- enda eða taka jarðirnar eign- arnámi,“ segir Ragnar. Land- ið sem um ræðir gæfi rúm fyrir um 16.000 manna byggð. Á bil- inu 400 til 500 hektarar eru innan svokallaðs svæðis takmarkaðrar ábyrgðar og þar má ekki byggja. Landeigendur krefjast þess að dómurinn viðurkenni að stefndu sé skylt að borga skaðabætur eða kaupa landið á markaðsverði eins og um íbúasvæði væri að ræða. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, býst við því að Hafnarfjarðarbær fari fram á frávísun í málinu. „Við teljum að bærinn eigi ekki aðlild að þessu máli. Hafnarfjarðarbær var ekki aðili að þessum samningi um svæði takmarkaðrar ábyrgðar á sínum tíma,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er það vilji Hafnar- fjarðarbæjar að svæði takmark- aðrar ábyrgðar verði minnkað til muna. Þar með myndi stór hluti af landi Óttarsstaða vera utan mengunarsvæðis. Geta ekki nýtt landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.