Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 38
Þrír íslenskir hönnuðir gera það gott með hús- gagnahönnun. Hönnuðirnir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Sigríð- ur Sigurjónsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir höfðu notið farsældar í starfi og þekkst í nokkurn tíma þegar þær ákváðu að hefja sam- starf. Útkoman er samvinnuverk- efnið Tuesday Project, húsgagna- lína sem samanstendur af kollum úr íslensku birki. „Hugmyndin að kollunum er sprottin upp úr þriðjudagsfundun- um okkar, við fórum að hittast öll þriðjudagskvöld eftir að samstarfs- verkefnið bar fyrst á góma,“ útskýr- ir Guðrún og bætir við að þaðan sé heitið Tuesday Project komið. „Við vorum sammála um strax frá byrj- un að búa til kollalínu, eingöngu gerða úr íslensku hráefni og svo fór að birki varð fyrir valinu. Hver koll- ur er alveg einstakur og nánast gerður úr sama trénu.“ Að sögn Guðrúnar hafa kollarnir vakið töluverða athygli frá því að þeir litu dagsins ljós fyrir ári. „Við- tökurnar hafa verið góðar og þeir vöktu töluverða eftirtekt á sýningu á Mílanó á síðasta ári.“ Velgengn- ina má vafalaust að einhverju leyti rekja til góðs samstarfs á milli hönnuðanna þriggja, en Guðrún segir aldrei hafa kastast í kekki á milli þeirra frá því að hugmyndin kom fyrst upp á borð. Enda sé þetta fyrst og fremst gæluverkefni til að hafa gaman af. Þótt hönnuðirnir séu önnum kafnir hver í sínu lagi hittast þeir enn öll þriðjudagskvöld út af verk- efninu og eru núna að hanna nýja kolla. „Þessir verða öðruvísi skreyttir en síð- ast þótt þeir séu hannaðir út frá sömu hugmynd,“ segir Guðrún. „Hingað til höfum við notað gull, silfur og kopar til skrauts, en ætlum að breyta aðeins til, þótt ís- lenskur efniviður verði alfar- ið notaður eftir sem áður.“ Meira vill Guðrún ekki gefa upp um nýju línuna að sinni, annað en að hún verði höfð til sýnis á samsýningu sjötíu íslenskra hönnuða á Kjarvalsstöðum 19. maí og í New York í lok sama mánaðar. Það er því ekki um annað að velja en að mæta á staðinn vilji maður svala forvitninni. Nánari upplýsingar um hönnuðina og Tu- esday Project er að finna á www.tuesdayproject.com. Ný kollalína sýnd í New York Magnaða moppuskaftið Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir Skúringarfatan úr sögunni Alltaf tilbúið til notkunnar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan – Byko Pottar og prik Akureyri Áfangar Keflavík – Brimnes Vestmannaeyjum Fjarðarkaup – Litabúðin Ólafsvík – Parket og gólf – Rými SR byggingavörur Siglufirði – Rafsjá Sauðárkróki – Skipavík Stykkishólmi – Nesbakki Neskaupstað. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.