Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 38
Þrír íslenskir hönnuðir gera það gott með hús-
gagnahönnun.
Hönnuðirnir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Sigríð-
ur Sigurjónsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir höfðu
notið farsældar í starfi og þekkst í nokkurn
tíma þegar þær ákváðu að hefja sam-
starf. Útkoman er samvinnuverk-
efnið Tuesday Project, húsgagna-
lína sem samanstendur af kollum
úr íslensku birki.
„Hugmyndin að kollunum er
sprottin upp úr þriðjudagsfundun-
um okkar, við fórum að hittast öll
þriðjudagskvöld eftir að samstarfs-
verkefnið bar fyrst á góma,“ útskýr-
ir Guðrún og bætir við að þaðan sé
heitið Tuesday Project komið. „Við
vorum sammála um strax frá byrj-
un að búa til kollalínu, eingöngu
gerða úr íslensku hráefni og svo fór
að birki varð fyrir valinu. Hver koll-
ur er alveg einstakur og nánast
gerður úr sama trénu.“
Að sögn Guðrúnar hafa kollarnir vakið töluverða
athygli frá því að þeir litu dagsins ljós fyrir ári. „Við-
tökurnar hafa verið góðar og þeir vöktu töluverða
eftirtekt á sýningu á Mílanó á síðasta ári.“ Velgengn-
ina má vafalaust að einhverju leyti rekja til
góðs samstarfs á milli hönnuðanna
þriggja, en Guðrún segir
aldrei hafa kastast í kekki
á milli þeirra frá því að
hugmyndin kom fyrst upp
á borð. Enda sé þetta fyrst
og fremst gæluverkefni til
að hafa gaman af.
Þótt hönnuðirnir séu
önnum kafnir hver í sínu
lagi hittast þeir enn öll
þriðjudagskvöld út af verk-
efninu og eru núna að hanna
nýja kolla. „Þessir verða
öðruvísi skreyttir en síð-
ast þótt þeir séu hannaðir út
frá sömu hugmynd,“ segir
Guðrún. „Hingað til höfum
við notað gull, silfur og
kopar til skrauts, en ætlum
að breyta aðeins til, þótt ís-
lenskur efniviður verði alfar-
ið notaður eftir sem áður.“
Meira vill Guðrún ekki gefa upp
um nýju línuna að sinni, annað en að
hún verði höfð til sýnis á samsýningu
sjötíu íslenskra hönnuða á Kjarvalsstöðum 19. maí
og í New York í lok sama mánaðar. Það er því ekki um
annað að velja en að mæta á staðinn vilji maður svala
forvitninni. Nánari upplýsingar um hönnuðina og Tu-
esday Project er að finna á www.tuesdayproject.com.
Ný kollalína sýnd í New York
Magnaða moppuskaftið
Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir
Skúringarfatan úr sögunni
Alltaf tilbúið til notkunnar
Gólfin þorna á augabragði
Fljótlegt og þægilegt
Sölustaðir:
Húsasmiðjan – Byko
Pottar og prik Akureyri
Áfangar Keflavík – Brimnes Vestmannaeyjum
Fjarðarkaup – Litabúðin Ólafsvík – Parket og gólf – Rými
SR byggingavörur Siglufirði – Rafsjá Sauðárkróki – Skipavík
Stykkishólmi – Nesbakki Neskaupstað. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.