Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 60
Vorblær yfir efnisskránni
Kl. 12.00
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
standa yfir tvær sýningar í tilefni
af frönsku menningarkynningunni
Pourquoi pas? Ljósmyndararn-
ir Jo Duchene og Damien Peyr-
et sýna og standa sýningarnar til
26. maí.
Áfram halda veisluhöld
vegna franska vorsins: nú
eru menn minntir á fram-
lag Frakka til bókmennta
og fræðiritaútgáfu. Það er
gert með sýningu í Þjóðar-
bókhlöðunni við Suðurgötu
sem opnuð verður í dag. Af
því tilefni kemur út bók-
listaverk svokallað með
ljóðum á báðum tungunum,
íslensku og frönsku, eftir
Sigurð Pálsson, myndlýst af
Bernard Alligand.
Það er hinn trausti samverkamað-
ur Íslendinga í París, Regis Boyer,
sem þýðir ljóð Sigurðar. Verkið
kallast Garðurinn – Jardin – og er
bókin gefin út í sjötíu eintökum
sem öll eru árituð af listamönn-
unum.
Bóklistaverk af þessu tagi eru
ekki þekkt hér á landi þótt þau
þekkist en þá einkum úr hönd-
um myndlistarmanna. Í Evrópu,
Bandaríkjunum og Asíu eru þau
vel þekkt og nánast litið á þau sem
sérstakt listform. Er sérvalinn til
þeirra pappír, brot oft sérstakt,
prentsverta sérvalin, flest eru
þrykkt með gömlu blýsetningunni
eða þrykkt með aðferðum grafík-
ur og þá með sérhönnuðum letur-
gerðum.
Sigurður Pálsson sagði í við-
tali við Fréttablaðið að vandamál
hefðu komið upp í vinnslu verks-
ins sem bentu til að við værum að
glata gömlum verðmætum í prent-
listinni. Þegar til kom að velja
letur í Garðinn, sem prentaður er
í frægri prentsmiðju í París sem
sérhæfir sig í bókagerð sem þess-
ari, var valin leturtegundin róm-
verskur Bodoni. Frakkana vant-
aði þá bæði þ og ð í letrið sitt og
var leitað logandi ljósi að blýstöf-
um af þessari gerð. Þá kom í ljós
að hin forna fimm hundruð ára
prentaðferð sem Gutenberg fann
upp er horfin á Íslandi og tækja-
búnaður henni tengdur að mestu
farinn forgörðum. Fyrir milli-
göngu Björns Sigurjónssonar hjá
Prenttæknistofnun fundust þ og ð
í Bretlandi. Raunar munu prent-
pressur ekki fleiri eftir í landinu
en sem telja má á fingrum annarr-
ar handar og væri vont ef svo færi
að þær hyrfu alveg.
Sigurður segir ljóðin í bóklista-
verkið vera úr Garðasyrpu sem
hann sagði úr bók sinni Ljóð námu
menn. Bókverk af þessu tagi hafi
menn lengi stundað hjá Matar-
asso-fjölskyldunni sem gefur
verkið út. Hinn aldni útgefandi,
Jacques Matarasso, er hér á landi
ásamt konu sinni vegna þessa til-
efnis, en hann kom að útgáfu súr-
realistanna sem ungur maður í
bókaverslun föður síns á St.Ger-
main de Pres í París miðri og á
langan feril sem útgefandi slíkra
verka suður á strönd í Nice. Engin
tvö eintök eru eins af bókum sem
þessum og þær fara einkum til
safnara.
Samfara sýningunni á bók Sig-
urðar verður fjöldi merkilegra
franskra fræðirita í kössunum í
Þjóðarbókhlöðunni. Þeirra á meðal
Alfræðiorðabók sú sem Dider-
ot ritstýrði á sínum tíma fyrir Le-
breton, prentara Lúðvíks XVI, sem
gefið var út í Lousanne og Bern
1778-1781 og er frægur prentgrip-
ur og einstakur. Þá bók stóð til að
Gallimard herforingi sem hing-
að kom með fríðu föruneyti á nítj-
ándu öld færði íslensku þjóðinni
að gjöf, segir Benedikt Gröndal,
en varð ekki úr. Menn í embættis-
mannastétt á Íslandi höfðu þá ekki
áhuga á svona bókaflokki um allt
milli himins og jarðar. Nú má sjá
hana undir gleri í Þjóðarbókhlöð-
unni.
Næstu þrjú kvöld verður á þriðju
hæð Borgarleikhússins flutt verk-
ið Krónikur dags og nætur eftir
Xavier Durringer í þýðingu Ástu
Ingibjartsdóttur og Margrétar
Óskarsdóttur og hefst sýningin kl.
20. Sýningin er samstarfsverkefni
menningarhátíðarinnar Franskt
vor á Íslandi „Pourquoi pas?“ og
Háskóla Íslands.
Xavier Durringer er fæddur
1963 í París. Árið 1989 stofnaði
hann leikflokkinn „La Lésarde“
og hefur starfað með honum bæði
sem höfundur og leikstjóri. Durr-
inger hefur einnig leikstýrt kvik-
myndum og tónlistarmyndböndum
og mörg verka Durringer eru upp-
færð á ári hverju og ekki aðeins í
Frakklandi heldur einnig í mörg-
um löndum þar sem verk hans
hafa verið þýdd. Sýningin Krónik-
ur dags og nætur er byggð á bók
Durringer „Les chroniques des
jours entiers et des nuits entières“
sem inniheldur fjölmarga stutta
prósatexta og samtöl. Verkefni
leikstjóra og þýðenda var að finna
26 texta héðan og þaðan úr bókinni
og mynda þannig eina heild sem
sýnir glöggt viðfangsefni höfund-
ar; firringu, ofbeldi og tilgang eða
tilgangsleysi í mannlegum sam-
skiptum sem og um lífið, ástina
sem við dreymum um, og dauðann
að lokum. Tilgangur verksins er
um leið að fá fólk til að spyrja sig
spurninga, réttu spurninganna en
ekki endilega svara þeim. Flytj-
endur eru þau Ásta Ingibjartsdótt-
ir, Gunnar Gunnsteinsson, Jóhann
Meunier og Margrét Óskarsdóttir.
Búningar og leikmynd gerir Þór-
unn María Jónsdóttir en ljós ann-
ast Sólveig Eggertsdóttir. Leik-
stjóri er Ingibjörg Þórisdóttir.
Dagar og nætur
Í kvöld er rannsóknarkvöld á
vegum Félags íslenskra fræða og
hefst kl. 20 í húsi Sögu-
félagsins, Fischersundi
3, samkvæmt venju. Þá
flytur Marteinn H. Sig-
urðsson erindi sem hann
nefnir: Einhendr áss:
Um goðið Tý og sam-
nefnda rún. Þar mun
Marteinn fjalla um ásinn
Tý og helstu heimildir
um hann, Snorra-Eddu
og Lokasennu.
Hugmyndin um hinn
einhenda ás er almennt álitin æva-
forn og hið sama á við um nafn Týs.
Efasemdir um heiðinn uppruna
Týs vakna þó þegar hugað er að
samnafninu týr (ft. tívar) í merk-
ingunni goð, áss. Í erindinu verð-
ur reynt að varpa ljósi á
söguna um handarmissi
Týs í tengslum við sam-
nefnda rún.
Marteinn H. Sigurðs-
son er M.Phil. í miðalda-
sögu frá háskólanum í
St. Andrews í Skotlandi
og doktor í norrænum
fræðum frá háskólanum
í Cambridge á Englandi.
Þeir sem eru félagar
í Félagi íslenskra fræða
geta mætt snemma en á undan er-
indi Marteins verður haldinn aðal-
fundur Félags íslenskra fræða, og
hefst hann kl. 19.
Hönd goðsins Týs
Fermingargjafir
Bókafélagið Ugla
Gott veganesti út í lífið
„Ég fagna útkomu Biblíunnar á 100 mínútum. [Hún] er skemmti-
legt og handhægt yfirlit . . . [og] gefur glögga innsýn í meginstef
Biblíunnar og handægan leiðarþráð til að rata gegnum hana.“
Úr formála biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar.
Hinar sígildu Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar
með myndskreytingum Önnu Þóru Árnadóttur.
Nú einnig
á hljóðbók.