Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Eins gott Gullgæs á silfurfati Undirbýr hörkukeppni Þeir sem standa ráðþrota frammi fyrir tæknivand- ræðum um óttubil þurfa ekki lengur að örvænta. Tölvunördar BT standa nú vaktina nótt sem nýtan dag og reyna að ráða úr hvers manns tæknilegu örðugleikum á öllum tímum sólarhringsins, alla daga vikunnar. „Við ákváðum að bjóða upp á þessa þjónustu þegar Playstat- ion 3 kom á markað og ætlum að prófa þetta aðeins áfram og jafn- vel stíga skrefinu lengra ef vel gengur,“ segir Gunnar Ingvars- son, innkaupastjóri afþreyinga hjá tölvuverslunum BT og einn þriggja „BT-nörda“ sem eru á vakt allan sólarhringinn og greiða úr vandamálum tölvunotenda, hvort sem um er að ræða týndar snúrur eða hvernig á að komast í gegnum erfið borð í tölvuleikjum. „Það kemur þó fyrir að við getum ekki svarað, til dæmis ef maður þarf að bregða sér í sturtu,“ segir hann og hlær.“ Gunnar segir að þjónustan hafi gefist vel og símtölin skipti hundruðum nú þegar. Þótt hringt sé á öllum tímum sólarhrings- ins segist hann þó fá bærilegan svefnfrið. „Það er lítið hringt eftir klukkan tvö á nóttunni og þetta hefur truflað mig lítið.“ Vanda- málin sem koma upp eru jafn mis- jöfn og þau eru mörg, en Gunnar segir þó að vel hafi gengið að ráða úr flestum þeirra. „Sum getum við ekki leyst, annaðhvort eru þau utan okkar sviðs eða þekkt vandamál sem ekki verða leyst í bili. Margir eru í vandræðum með að fá HDMI-tengið hjá sér til að virka, það er fyrir Playstation- tölvur í sjónvörp með góða upp- lausn, en það er lítið hægt að gera í þeim tilfellum nema bíða eftir uppfærslu á stýrikerfið.“ Einnig koma inn á borð nörd- anna léttvægari vandamál sem auðvelt er að greiða úr. „Fólk er misjafnlega tæknivætt eins og gefur að skilja,“ segir Gunnar. „Sumir skilja ekki hvers vegna kviknar ekki á vélinni og hafa þá gleymt að setja straum á hana. Aðrir finna ekki snúrurnar fyrir stýripinnana en átta sig ekki á að þeir eru þráðlausir. Það er sem betur fer lítið mál að bjarga því.“ Eðli málsins samkvæmt þurfa BT-nördarnir nánast að vera gangandi leiðarvísar um allt sem viðkemur tölvum og tækni. „Ég er óttalegt nörd í þessum efnum; er með PC-tölvu, Playstation og X-Box heima hjá mér. Svo sé ég um innkaup á tölvuleikjum og kvikmyndum, þannig að ég veit mikið sitt úr hvorri áttinni og stend alveg undir nafngiftinni BT-nörd.“ Vaktir og sofnir nördar á vakt Sumir skilja ekki hvers vegna kviknar ekki á vélinni og hafa þá gleymt að setja straum á hana. Aðrir finna ekki snúrurnar fyrir stýripinn- ana en átta sig ekki á að þeir eru þráðlausir. ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 36 93 6 03 /0 7 Skráning á landsbanki.is Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Verið innilega velkomin. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fræðslukvöld fyrir almenning Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld”, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um helstu þætti sem lúta að skattamálum, fjármálum heimilisins, fjárfestingum, ávöxtun eigna og lífeyrissparnaði. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Í kvöld, Mjódd: Farið verður yfir fjárfestingarkosti sem í boði eru, til dæmis skráð hlutafélög í kauphöll og verðbréfasjóði. Einnig verða gefin hagnýt ráð um uppbyggingu eignasafna. Jafnframt verður greint frá því hvar hægt er að nálgast upplýsingar um fjármálamarkaðinn og hvernig þær eru nýttar. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta tækifæri á fjármálamarkaði til að ávaxta eignir sínar. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum: 1. mars Holtagarðar Skattar og framtalsgerð 8. mars Vesturbæjarútibú við Hagatorg Skattar og framtalsgerð 15. mars Aðalbanki - Austurstræti Fjármál heimilisins 22. mars Hamraborg Fjármál heimilisins 29. mars Mjódd Fjárfestingar og ávöxtun eignaÍ kvöld Börn eiga ekki að þjást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.