Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 10
 Karlmaður og ung kona hafa verið ákærð og kölluð fyrir dómara, fyrir það meðal annars að stela dekki ásamt felgu undan bíl á bílastæði fyrir utan lögreglu- stöðina á Selfossi í september í fyrra. Fólkið hafði verið stöðvað á bíl að morgni mánudagsins 4. sept- ember og reyndist maðurinn, sem er 28 ára gamall, hafa ekið bíln- um undir áhrifum „MDMA, kóka- íns, amfetamíns og tetrahýdr- ókannabínólsýru, frá Ölfusborg- um, vestur Suðurlandsveg áleiðis til Reykjavíkur“, eins og orðrétt segir í ákæru. Maðurinn keyrði út af á Hellisheiði og ók bíl sínum „dágóðan spöl utan vegar í hrauni“ þar sem bíllinn skemmdist tölu- vert. Maðurinn og konan gistu í fangageymslum lögreglu en var sleppt úr haldi innan við sólar- hring síðar. Þá tók maðurinn sig til og skrúf- aði dekk á felgu undan bíl sem var á bílastæðinu fyrir utan lögreglu- stöðina og setti undir bílinn sem þau höfðu áður keyrt utan vegar. Hann varð ökufær fyrir vikið en var mikið skemmdur. Konan og maðurinn eru meðal annars ákærð fyrir að „hafa hag- nýtt sér hjólbarðann til aksturs“ allt þar til lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði akstur mannins á um- ræddum bíl ellefu dögum síðar. Stálu dekki og settu undir bíl Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, kynnti í gær tillögu sem hefur að markmiði að hamla gegn brottkasti í fiskveiðiflota aðildar- ríkjanna. Nýju aðgerðirnar eru liður í verndun þorskstofnsins í Norð- ursjó og annarra fiskistofna sem eru hætt komnir vegna ofveiði. „Það er ekkert vit í brottkasti, hvort sem er í umhverfislegu, efnahagslegu eða siðferðilegu til- liti. Því fyrr sem við fáum bund- inn enda á þennan forkastan- lega ósið, þeim mun betra,“ sagði Borg. Nýjar aðgerðir gegn brottkasti S. 444 5050www.vox.is VOX Restaurant Opi› flri.-lau. 18.30 - 22.30 VOX Bistro Opi› alla vikuna 11.30 - 22.30 Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 vox@vox.is VOX Bistro er me› n‡jan matse›il flar sem bo›i› er upp á miki› úrval af ferskum og spennandi réttum. Lög› er áhersla á afslappa› andrúmsloft, flægilega fljónustu og gott ver›. VOX Restaurant er fullkominn veitingasta›ur fyrir flá sem unna gó›um mat, fínu víni og fágu›u umhverfi. Í bo›i er a la carte matse›ill flar sem sérhver réttur er einstök upplifun. Njóttu fless a› gæ›a flér á gómsætum mat á VOX Bistro e›a VOX Restaurant, Nordica hotel. fyrir sanna sælkera NÝR OG SPENNANDI BISTRO-SEÐILL Sesarsalat 810 kr. / 1.270 kr. Romaine salat, kjúklingur, brauðkruður, parmesanostur Andalæri 1.250 kr. Sultað með appelsínugljáa, klettasalat Norrænn tapas 1.650 kr. Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrauð Nautalundir 2.900 kr. Bernaise, franskar, romaine salat Hlýri 1.850 kr. Bygg, rauðvínssósa, rótargrænmeti Nordica club 1.750 kr. Kjúklingur, beikon, franskar LÉTTIR RÉTTIR AÐALRÉTTIR DÆMI AF BISTRO-SEÐLI: E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 7 2 4 Reglur sem talið er að hafi verið brotnar með því sem kall- að er í ákæru ólöglegar lánveiting- ar Baugs til tengdra aðila eru svo óskýrar að þar eru ekki heimild- ir til að refsa einstaklingum, rétt eins og í olíusamráðsmálinu fyrir skemmstu. Þetta sagði Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í munnlegum málflutningi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann sagði lagagrein hlutafélagalaga sem ákært er vegna þannig upp byggða að það sé ekki einstaklingur sem sé gerandi, sem veiti lán, held- ur hlutafélagið. Refsingin sem tiltekin er eru sekt- ir eða fangelsi allt að tveimur árum. Gestur sagði alveg ljóst að óheimilt sé að draga stjórnendur til ábyrgðar nema það sé skýrt heimilað í lögum, og það sé einfaldlega ekki í þessu tilviki, enda hafi aldrei fallið dómur þar sem ákært var á grundvelli þessarar lagagreinar hér á landi. Benti hann ennfremur á að í þess- ari sömu lagagrein sé ákvæði sem verði ekki túlkað öðruvísi en að séu ólögmæt lán endurgreidd með dráttarvöxtum sé brotið ekki leng- ur til staðar og ekki hægt að ákæra. Þetta sé ólíkt lagaákvæðum um fjárdrátt og virðisaukaskatt, þar sem ekki skipti máli þó endurgreitt sé eftirá. Gestur fjallaði í ræðu sinni um meint ólögmæt lán, og sagði í raun furðulegt að saksóknari hafi ekki fallið frá þeim ákæruliðum sem snúa að þeim eftir dóm Hæstarétt- ar í fyrra Baugsmálinu sem kveðinn var upp í janúar síðastliðnum, en þar skilgreindi dómurinn hvað átt væri við með orðinu lán. Ljóst sé af þeim dómi að ekki sé um ólöglegar lánveitingar að ræða. Jakob R. Möller, verj- andi Tryggva Jónssonar, hóf sinn málflutning í gær. Hann gagnrýndi Sigurð Tómas Magnús- son, settan ríkissaksóknara, fyrir að hafa ekki gætt jafnt að því sem bendi til sýknu og því sem bendi til sektar, eins og honum hafi borið að gera. Jakob sagði Sigurð Tómas hafa beitt Morfís-brögðum í mál- flutningi sínum fyrr í vikunni, en Morfís er ræðukeppni framhalds- skólanema. Hann hafi gert lítið úr sakborningum og slíkt sé ekki saksóknara sæmandi. Jakob gagnrýndi einnig rannsókn lögreglu og endurskoð- enda í þeirra þjónustu. Ákært sé fyrir bókhaldsfærslur sem sagðar eru hafa haft áhrif á ársreikning Baugs, en meta verði reikninginn sem eina heild. Lögregla hafi ekki framkvæmt heildstætt mat á árs- reikningnum og þeim tölum sem þar standa að baki, sem sé óskilj- anlegt. Ekki hægt að sakfella vegna meintra lána Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagði ekki hægt að sakfella vegna meintra ólöglegra lánveitinga þar sem ekki sé heimild í lögum til að dæma einstaklinga fyrir slík brot. Annar verjandi sakaði saksóknara um að beita Morfís-brögðum. Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs Group, hefur verið beð- inn um að finna tíma til að mæta í yfirheyrslur hjá efnahags- brotadeild ríkis- lögreglustjóra vegna rann- sóknar á meint- um skattalaga- brotum nokkurra einstaklinga tengdum Baugi Group. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, greindi frá þessu við upphaf málflutnings hans í hér- aðsdómi í gær. Hann sagðist þar hafa fengið bréf þar sem óskað var eftir því að hann fyndi tíma til að koma í yfirheyrslur með skjólstæðingi sínum seinnipartinn í apríl. Boðaður í yfir- heyrslu í apríl BAUGS M Á L I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.