Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 36
Þokkagyðjan Dita Von Teese vekur hvarvetna athygli fyrir útlit í anda leikkvenna frá gull- aldarárum Hollywood. Dita, eða Heather Renée Sweet eins og hún heitir réttu nafni, fæddist 28. september 1972 í Ro- chester, Michigan, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fékk snemma áhuga á göml- um kvikmyndum og sígildum fatastíl fyrir tilstuðlan móðurinn- ar sem var kvikmyndaaðdándi og hafði gaman af því að klæða dótt- urina upp eins og gömlu kvik- myndagyðjurnar. Aðeins fimmtán ára var Heather farin að vinna í undirfataverslun til að geta verið innan um blúnd- unærföt og sokkabönd og keypti sér þar fyrsta lífstykkið sitt. Allar götur síðan hefur hún notið þess að klæðast dýrindis undirfatnaði og skartklæðum. Heather lærði ballet frá fimm ára aldri en hætti fimmtán ára þar sem hún taldi sig ekki geta orðið betri. Hún nýtti sér hins vegar danstæknina þegar hún ákvað að gerast nektardansmær um tvítugt og gat sér fljótlega góðs orðs fyrir erótískar sýningar, þar sem aldrei var farið yfir strikið og fjaðra- skúfar, skart, hælaskór, uppháir hanskar, lífstykki og ögrandi und- irfatnaður komu því meir við sögu. Um það leyti tók Heather upp sviðsnafnið Dita og bætti eftir- nafninu Von Treese við þegar hún sat fyrir hjá Playboy 2002. Vegna mistaka datt r-ið úr eftir nafninu í prentun svo eftir stóð Teese, sem minnir á orðið „tease“ eða stríðni. Ditu fannst það svo snið- ugt að hún hefur komið fram undir því nafni síðan. Dita hefur fært út kvíarn- ar síðustu ár, meðal ann- ars leikið í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum, setið fyrir og sýnt fatnað. Hún er þó þekktust fyrir nektarsýningarn- ar og hvað svo sem mönnum kann að þykja um lífsviður- værið, ber flestum saman um að þar fari kona með fágaðan fatasmekk sem á sér fáa líka. Stríðnispúki með dýran smekk Smáralind Bannað! Er orð sem við þekkjum ekki. Upptökur úr þættinum er að finna á FM957.is Zúúber – morgunþáttur alla virka morgna frá kl. 7.00–10.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.