Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 6
Leikskólastjóri
vopnaður handsprengju og skot-
vopnum hélt ásamt öðrum kenn-
ara 32 leikskólabörnum og tveim-
ur kennurum í gíslingu í rútu í
gær. Gíslatakan, sem átti sér stað
fyrir framan ráðhúsið í höfuðborg
Filippseyja, Maníla, stóð yfir í tíu
klukkustundir. Meðan á gíslatök-
unni stóð fordæmdi leikskólastjór-
inn, Jon Ducat, spillingu og krafð-
ist betra lífs fyrir fátæk börn.
Eftir að hafa verið fullvissaður
um að nemendur hans myndu fá
góða menntun setti Ducat pinnann
í handsprengjuna sem hann hélt á
og gafst upp. Bað hann börnin og
lögregluna því næst afsökunar.
Áður en Ducat gafst upp krafð-
ist hann þess að kveikt yrði á hvít-
um kertum í kringum rútuna.
Sagði hann kertin vera aðvörun.
„Ef ekki verður staðið við loforð-
in þá munuð þið sjá þessi kerti á
ný.“
Gíslatakan vakti heimsathygli
og varpar ljósi á bágborið mennta-
kerfi Filippseyja. Almenningsskól-
ar þar eru margir hverjir í niður-
níddum byggingum. Á síðasta ári
voru meira en 17 milljónir grunn-
skólanemenda í þeim. Mennta-
málaráðherra landsins lýsti því
yfir að næstum 7.000 skólastofur
skorti fyrir alls 315.000 nemendur.
Tók leikskólabörnin í gíslingu
Jónína Bjartmarz umhverf-
isráðherra kynnti í gær sam-
komulag sem náðst hefur milli ís-
lenska ríkisins og eigenda flutn-
ingaskipsins Wilson Muuga um að
gerð verði tilraun til að ná skipinu
af strandstað. Stefnt er að því að
skipið verði dregið í burtu á stór-
straumsflóði 16. til 18. maí.
Áætlaður kostnaður við verk-
ið er 40 milljónir króna. Þar af
munu 15 milljónir greiðast úr rík-
issjóði. Útgerð skipsins greið-
ir afganginn af kostnaðinum auk
þess sem hún mun taka á sig 69
milljóna króna áfallinn kostnað
vegna aðgerða við að koma í veg
fyrir tjón af völdum brennsluolíu
skipsins, en þeim aðgerðum er nú
lokið.
Eigendur skipsins, Nesskip hf.,
munu stjórna aðgerðum þegar
skipið verður fjarlægt, en fulltrúi
Umhverfsistofnunnar mun hafa
eftirlit með verkinu.
Wilson Muuga strandaði við
Hvalsnes, skammt frá Sandgerði,
19. desember í fyrra. Deilur stóðu
um hvaða lög giltu um hreinsun-
arstarfið og fjarlægingu skips-
ins þar sem útgerðarmennirn-
ir héldu því fram að siglingalög
giltu um bótaábyrgðina en stjórn-
völd sögðu lög um mengun hafs
og stranda í gildi í málinu. Jónína
hafði meðal annars sagt á Alþingi
í lok janúar að siðferðisleg, sam-
félagsleg og lagaleg skylda hvíldi
á eigendum skipsins að fjarlægja
það af strandstað innan hálfs árs.
Jónína var ánægð með að sam-
komulag hefði náðst. Hún sagði ís-
lenska ríkið taka þátt í kostnaðin-
um vegna þess að hagsmunir væru
settir í fyrrirúm. „Ef einhver rétt-
aróvissa er um þetta þá hefði ekki
fengist úr henni skorið endanlega
nema fyrir dómstólum. En hlut-
ur ríkisins er mjög lítill miðað við
hlut útgerðarinnar í þessu.“
Guðmundur Ásgeirsson, stjórn-
arformaður Nesskipa, sagði sam-
komulagið viðunandi. „Miðað við
að það var vond staða hjá báðum
aðilum þá verður maður að vera
sáttur við niðurstöðuna. Þetta er
búið að taka svolítið langan tíma
eins og gengur og gerist þegar
menn eru með svona flækjufót
fyrir framan sig eins og lög og
túlkun þeirra.“
Guðmundur segir að mögulega
sé hægt að fá allt að 25 milljón-
ir fyrir flakið ef skipið næst í nú-
verandi ástandi að bryggju. Hann
sagði þá aðgerð þó áhættusama
og líklega þyrfti tvo til þrjá drátt-
arbáta í verkið.
„Allir botntankar í skipinu
eru líka rifnir og lekir. Við þurf-
um að þétta flesta tankana og
koma sjónum aftur úr þeim til að
létta skipið þannig að það fljóti
aftur. Það er engin önnur aðferð
í stöðunni.“
Strand Wilson Muuga
kostar ríkið milljónir
Reynt verður að fjarlægja Wilson Muuga af strandstaðnum um miðjan maí.
Kostnaðurinn við aðgerðina er áætlaður um 40 milljónir króna. Fimmtán millj-
ónir greiðast úr ríkissjóði. Hagsmunir settir í fyrirrúm segir umhverfisráðherra.
Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift!
www.oryggi.is
Hver vaktar
þitt heimili
um páskana?
H
im
in
n
og
h
af
/
S
ÍA
Ungir lesendur lesa
frekar Fréttablaðið en annan
prentmiðil, samkvæmt nýrri lestr-
arkönnun Capacent. Meðallestur á
Fréttablaðinu mældist þannig 138
prósent umfram lestur á Morgun-
blaðinu í aldurshópnum 18 til 34
ára. Meðallestur Fréttablaðsins,
miðað við Morgunblaðið, er einnig
meiri í öllum öðrum aldurshópum,
af báðum kynjum.
Lestur Blaðsins mælist nú
nokkuð minni en í síðustu könn-
un Capacent, sem var gerð í lok
síðasta árs. Tæpur fjórðungur
yngsta lesendahópsins, 16 til 29
ára, les Blaðið.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá
að Fréttablaðið hefur svo sterka
stöðu meðal yngri aldurshópa.
Það má í raun segja að við höld-
um dagblaðalestri lifandi meðal
fólks undir fimmtugu, ef litið er á
tölurnar. Hin blöðin virðast vera í
grimmri varnarbaráttu,“ segir Jón
Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær mælist Fréttablað-
ið með 65,1 prósents meðallestur
á tölublað. Morgunblaðið mælist
með 43,6 prósenta lestur en Blað-
ið rekur lestina með 38,3 prósenta
lestur.
Lestur á aukablöðum Frétta-
blaðsins er einnig talsvert meiri
en hjá samkeppnisaðilum í öllum
aldursflokkum nema þeim elsta.
Þannig er meðallestur fast-
eignablaðs Fréttablaðsins 42,5
prósent meðal allra lesenda, en
hliðstætt aukablað Morgunblað-
ins mælist með 33,7 prósent. Þess
má geta að fasteignablað Morgun-
blaðsins er fríblað, því er dreift
ókeypis.
Markaður Fréttablaðsins
mælist með 34 prósenta lestur
en hliðstætt blað Morgunblaðsins
með 25,3 prósenta lestur.
Könnun Capacent var fram-
kvæmd í gegnum síma. Mæld var
dagleg lesning rúmlega 2.500 les-
enda, fyrstu tvo mánuði þessa
árs.
Verða umhverfismál heitasta
kosningamálið?
Ætti að banna reykingar við
akstur?