Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 4
Demókratar á
Bandaríkjaþingi láta engan bil-
bug á sér finna í rimmunni við
Hvíta húsið um viðbótarfjárfram-
lög vegna Íraksstríðsins. Öld-
ungadeild þingsins hefur nú einn-
ig samþykkt frumvarp þar sem
kveðið er á um að bandaríska her-
liðið í Írak skuli kallað heim fyrir
lok mars á næsta ári, gegn því að
þingið leggi blessun sína yfir þau
milljarða dala viðbótarútgjöld sem
forsetinn hefur farið fram á til að
standa straum af kostnaðinum við
að halda heraflanum í Írak.
„Við vonum að forsetinn láti
sér skiljast hver alvara okkar er,“
sagði Harry Reid, leiðtogi þing-
meirihluta demókrata, eftir að
öldungadeildin greiddi atkvæði
um lagafrumvarpið um viðbótar-
útgjöldin. Atkvæði fóru 50-48.
Er öldungadeildin hóf í gær
aftur umræðu um frumvarpið,
sem kveður á um 122 milljarða
dala viðbótarútgjöld, andvirði
8.174 milljarða króna, ítrekaði
George W. Bush forseti að þessi
samþykkt þingsins myndi ekki
þvinga sig til samningaviðræðna,
heldur myndi hann hiklaust beita
neitunarvaldi sínu ef frumvarp-
ið innihéldi ákvæði um frest til að
kalla herliðið heim.
„Þingheimur verður að hætta
að gefa út pólitískar yfirlýsing-
ar, byrja að veita nauðsynlegu fé
til hermanna okkar og koma frum-
varpi á borðið hjá mér sem ég
get undirritað og veitt lagagildi,“
segir í texta ræðu sem Bush hugð-
ist flytja á landsfundi nautakjöts-
framleiðenda í Washington. Hvíta
húsið birti fyrirfram útdrætti úr
ræðunni. „Bregðist þingið þeirri
skyldu sinni að setja lög um fjár-
veitingar til hermanna okkar í
fremstu víglínu, mun bandaríska
þjóðin vita hverja hún á að draga
til ábyrgðar,“ segir einnig í ræð-
unni. En Reid og aðrir demókratar
sögðu að þeir hygðust hvergi
hvika.
„Í stað þess að hafa í öllum þeim
hótunum sem hann hefur gert,
væri forsetanum nær að vinna
með okkur að því að finna út úr því
hvernig hægt er að uppfylla vilja
meirihluta beggja þingdeilda og
þoka málinu áleiðis,“ sagði Reid.
Hliðstætt frumvarp var sam-
þykkt í fulltrúadeild þingsins í
síðustu viku, með 218 atkvæð-
um gegn 212. Frumvörp beggja
deilda þarf að samræma áður en
hið endanlega frumvarp fer inn á
borð til forsetans til undirritunar.
Synji forsetinn frumvarpinu stað-
festingar fer það aftur til þings og
þarf að samþykkjast með auknum
meirihluta ef það á að öðlast laga-
gildi.
Báðar deildir Banda-
ríkjaþings setja frest
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur nú einnig samþykkt frumvarp sem inni-
heldur ályktun um að bandaríska herliðið í Írak skuli kallað heim í áföngum fyr-
ir marslok á næsta ári. George W. Bush forseti hefur áfram í hótunum við þingið.
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
„Það má birta allnokkuð fyrir þennan pening, sérstak-
lega þegar litið er til þess hversu skammt er til kosninga,“ segir
Magnús Loftsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta
hússins, um samkomulag stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á
Alþingi sem felur í sér takmörkun á kostnaði til auglýsinga.
Stjórnmálaflokkarnir eru mislangt komnir við að undirbúa aug-
lýsingaherferðir fyrir kosningarnar 12. maí en samkvæmt sam-
komulagi þeirra ber þeim að takmarka kostnað við auglýsingar við
28 milljónir króna.
Magnús Loftsson segir líklegt að flokkarnir hefji herferðir sínar
fljótlega eftir páska. „Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking-
in eru með landsfundi á tímabilinu 12.-15. apríl og svo eru kosning-
arnar 12. maí. Reikna má með því að fullur þungi í auglýsingum
þessara flokka hefjist um svipað leyti og landsfundirnir eru haldn-
ir og jafnvel eftir þá.“
Samkomulag flokkanna um takmörkun á auglýsingum er hið
fyrsta sem flokkar gera með sér síðan 1991. Capacent hefur eftir-
lit með því að samkomulaginu verði fylgt.
Nægir peningar til auglýsinga
Þrítugur karlmað-
ur var handtekinn á höfuðborgar-
svæðinu um miðjan dag í fyrra-
dag, þar sem hann var staðinn að
sölu fíkniefna.
Maðurinn var staðinn að verki
þegar hann var að selja karl-
manni um tvítugt ætluð fíkniefni.
Í bíl fíkniefnasalans fundust efni
sem talin eru vera 20 grömm af
hassi og 10 grömm af maríjúana.
Í framhaldi af þessu var leitað
á heimili hans og þar fundust
til viðbótar 20 grömm af hassi.
Yngri maðurinn var líka færður
á lögreglustöð en málið er nú að
mestu upplýst, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu.
Tekinn við að
selja fíkniefni
Stjórn Læknafé-
lags Íslands fer fram á það við
stjórnvöld að ein af þyrlum Land-
helgisgæslunnar verði staðsett
á Akureyri. Þetta kemur fram
í ályktun sem samþykkt var á
stjórnarfundi Læknafélagsins á
þriðjudag.
Í ályktuninni segir að með því
að staðsetja þyrlu á Akureyri
megi stytta viðbragðstíma veru-
lega, til dæmis ef slys verði á sjó
úti fyrir Norðurlandi eða á há-
lendinu norðan- og austanlands.
„Markmið sérhæfðrar þyrlu-
þjónustu sem þessarar hlýtur að
vera að tryggja öllum landsmönn-
um sem besta þjónustu. Það er
álit stjórnar Læknafélags Íslands
að allar þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar á einum stað á suðvestur-
horninu mæti ekki þessari kröfu,”
segir í ályktuninni.
Vilja þyrlu á
Akureyri
Tarja Halonen, for-
seti Finnlands,
setti nýtt þing
landsins er það
kom í fyrsta
sinn saman í
gær eftir kosn-
ingar sem fram
fóru tíu dögum
fyrr. Lýsti for-
setinn yfir von-
brigðum með
litla kjörsókn
en ánægju með að nú settust á
þing fleiri konur en nokkru sinni
áður.
„Nú eru 84 konur á meðal ykkar,
fleiri en nokkru sinni í sögu þings-
ins fram til þessa. Ég mun fylgj-
ast með því af áhuga hvernig
þetta mun hafa áhrif á umræður
og ákvarðanatöku,“ tjáði Halonen
þingheimi. 200 fulltrúar eiga sæti
á finnska þinginu.
Ánægja með
fjölgun kvenna
Stjórn Fuglaverndar fer
fram á að leyfi til þess að drepa
sílamáva með eiturefnum verði
afturkallað tafarlaust. Notkun eit-
urefna til fugladráps hefur verið
bönnuð lengi en nýlega veitti Um-
hverfisstofnun Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen leyfi til að
drepa hátt á annað þúsund síla-
máva með eiturefnum í grennd
við þéttbýli á höfuðborgarsvæð-
inu.
Í yfirlýsingu frá Fuglavernd
segir að fráleitt sé að hefja iðju
sem þessa að nýju enda hafi ekki
verið sýnt fram á að mávar valdi
það miklu tjóni. Þá bendir stjórn
Fuglaverndar á að reynsla af
notkun eiturefna sé afar slæm og
slíkar aðgerðir hafi meðal annars
orðið til þess að haferninum var
nærri útrýmt á sínum tíma.
Vilja að leyfi
verði afturkallað