Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur Alvarlegra en áður Fara fram næstkomandi laugardag Formaður Tannlæknafélags Íslands segir tannlækn- ingar nú ódýrari en þær voru fyrr á árum. Samt sem áður sýna rannsóknir að íslensk börn hafa mun fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norður- löndum, þá sérstaklega þau sem eiga fátæka foreldra. Doktor við Háskóla Íslands segir að ef þessi þróun held- ur áfram verði ekki langt í að falskar tennur verði fermingargjöf á ný. „Tannlækningar eru ódýrari nú en þær voru. Aftur á móti greiða fjöl- skyldur og einstaklingar nú miklu hærri hluta af þeim en var,“ segir Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Viðamiklar rannsóknir á tann- heilsu barna sýna að íslensk börn eru að meðaltali með tvöfalt fleiri tannskemmdir en jafnaldr- ar þeirra í Svíþjóð. Staðan hér er verri en á öllum Norðurlöndunum. Ljóst er að tannskemmdir eru að verða enn tíðari og því áhyggju- efni að kannanir sýna að dregið hefur úr því að gert sé við tennur barna. Doktor Inga B. Árnadóttir, for- seti tannlæknadeildar Háskóla Ís- lands, segist undrast áhugaleysi stjórnmálamanna á þeim niður- stöðum sem nú liggja fyrir. „Þetta er mjög alvarlegt mál og ég skil ekki að stjórnmálaflokkar hafi ekki gert þetta að kosningamáli. Við erum með sláandi niðurstöður um tannheilsu barna en viðbrögð stjórnvalda við þeim hafa hing- að til aðeins verið að lækka verð á gosdrykkjum. Það er eins og skvetta olíu á eld,“ segir hún. Inga telur að nauðsynlegt sé að auknu fé verði veitt til málaflokks- ins og að tannheilsa verði stjórnuð heilsugæsla. Hún segir að ef ekk- ert verði að gert innan skamms sé hún hrædd um að íslenska þjóðin snúi þrjátíu ár til baka. „Þá þótti ekki undarlegt að börn fengju falskar tennur í fermingargjöf.“ Sigurður Rúnar Sæmundsson tannlæknir segist ekki taka djúpt í árinni þegar hann lýsir ástandinu sem skelfilegu. „Rannsóknir sýna að 40 prósent sex ára barna hafa fengið tannskemmd. Það þýðir að sum þessara litlu barna hafa feng- ið margar skemmdir og þjáðst vegna þeirra. Ég vil líta á þetta sem þjóðfélagshneyksli,“ segir hann og bætir við að ólíðandi sé að lítil börn þurfi að gráta sig í svefn vegna tannpínu nú á tímum. Sigurður segir ástæðuna fyrir þessari þróun felast í því hve margir ráða ekki lengur við að greiða tannlæknaþjónustu barna sinna. Þátttaka ríkisins sé orðin það takmörkuð. Sama upphæð til málaflokksins hafi nánast haldist föst í fimmtán ár. Á þessum tíma hafi endurgreiðsluréttur vegna forvarnaraðgerða á borð við flúor- meðferð, röntgenmyndir, fræðslu og reglulegt eftirlit einnig verið mjög takmarkaður. Hann segir at- hyglisvert að útgjöld Trygging- arstofnunar, sem verulega hafi dregist saman, séu mest skert þegar kemur að forvarnaraðgerð- um. Ástæðuna segir hann vera að um forvarnir gildi kvóti á endur- greiðslum. Því fái foreldrar að- eins endurgreidda flúormeðferð einu sinni á ári en ekki sé kvóti á viðgerðum. Það sé öfugt við stefnu annarra Norðurlanda. „Þetta á ekki að vera sandkassa- leikur milli Tryggingastofnunar og tannlækna. Við eigum að gera það sem kemur best út fyrir börn- in, óháð því úr hvaða þjóðfélags- hópi þau eru,“ segir Sigðurður. Engir samningar hafa verið í gildi milli Tryggingarstofnunar og Tannlæknafélags Íslands frá árinu 1999. Tryggingastofnun metur því endurgreiðslur vegna tannvið- gerða ákveðinna hópa, svo sem eldri borgara og barna við sína eigin viðmiðunargjaldskrá. Lögum samkvæmt endurgreiðir stofnun- in 75 prósent í viðgerðum sem til- greindar eru á lista hennar. Sigur- jón Benediktsson segir viðmiðun- arverð þó helming þess kostnaðar sem fólk þarf í raun að greiða. Auk þess eru verðskrár tannlækna mjög mismunandi enda verðsam- ráð ólöglegt. Samkvæmt tölum Trygginga- stofnunar er dýrasti tannlæknir landsins 130 prósentum yfir við- miðunarverðskrá en á ódýrasti 6 prósentum undir henni. Í til- kynningu Tryggingastofnunnar er harmað að jákvæð áhrif frjálsr- ar samkeppni komi ekki fram. Því hefur Tannlæknafélag Ís- lands svarað þannig til á heima- síðu sinni. „þar á bæ [Trygginga- stofnun] svífist menn einskis til að spara í heilbrigðiskerfinu“. Enn fremur segir að ekki sé traustvekj- andi að stofnunin eyði fé og tíma í að fara yfir reikninga tannlækna og eru sjúklingar sjálfir hvattir til að kynna sér verð og þjónustu án þess að miða við „hlutdrægt verð- lagseftirlit Tryggingastofnunar“, eins Sigurjón orðar það. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra segir að verið sé að athuga hvort nauðsynlegt sé að uppfæra viðmiðunargjaldskrána í fjárlaga- gerð. Sterk tengsl eru milli tekna foreldra og fjölda tannskemmda barna og segir Siv að reynt verði að koma til móts við þau með því að bjóða upp á ókeypis tannlækna- skoðanir nokkurra grunnskólaár- ganga. „Ég tel mjög mikilvægt að við náum slíkum samningum við tannlækna um þessar athuganir. Það hafa þó verið skiptar skoðan- ir um þessa hugmynd meðal tann- lækna,“ segir Siv. Falskar tennur í fermingargjöf á ný STARFSMANNAMIÐLUN VANTAR ÞIG PÍPU- LAGNINGARMENN? Höfum milligöngu um að útvega innlenda sem erlenda starfsmenn fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins Er starfsmannaleiga rétta lausnin fyrir þig? VOOT STARFSMANNAMIÐLUN • HAFNARGATA 90 230 REYKJANESBÆR • SÍMI 581 2222 • WWW.VOOT.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.