Fréttablaðið - 29.03.2007, Side 36

Fréttablaðið - 29.03.2007, Side 36
Þokkagyðjan Dita Von Teese vekur hvarvetna athygli fyrir útlit í anda leikkvenna frá gull- aldarárum Hollywood. Dita, eða Heather Renée Sweet eins og hún heitir réttu nafni, fæddist 28. september 1972 í Ro- chester, Michigan, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fékk snemma áhuga á göml- um kvikmyndum og sígildum fatastíl fyrir tilstuðlan móðurinn- ar sem var kvikmyndaaðdándi og hafði gaman af því að klæða dótt- urina upp eins og gömlu kvik- myndagyðjurnar. Aðeins fimmtán ára var Heather farin að vinna í undirfataverslun til að geta verið innan um blúnd- unærföt og sokkabönd og keypti sér þar fyrsta lífstykkið sitt. Allar götur síðan hefur hún notið þess að klæðast dýrindis undirfatnaði og skartklæðum. Heather lærði ballet frá fimm ára aldri en hætti fimmtán ára þar sem hún taldi sig ekki geta orðið betri. Hún nýtti sér hins vegar danstæknina þegar hún ákvað að gerast nektardansmær um tvítugt og gat sér fljótlega góðs orðs fyrir erótískar sýningar, þar sem aldrei var farið yfir strikið og fjaðra- skúfar, skart, hælaskór, uppháir hanskar, lífstykki og ögrandi und- irfatnaður komu því meir við sögu. Um það leyti tók Heather upp sviðsnafnið Dita og bætti eftir- nafninu Von Treese við þegar hún sat fyrir hjá Playboy 2002. Vegna mistaka datt r-ið úr eftir nafninu í prentun svo eftir stóð Teese, sem minnir á orðið „tease“ eða stríðni. Ditu fannst það svo snið- ugt að hún hefur komið fram undir því nafni síðan. Dita hefur fært út kvíarn- ar síðustu ár, meðal ann- ars leikið í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum, setið fyrir og sýnt fatnað. Hún er þó þekktust fyrir nektarsýningarn- ar og hvað svo sem mönnum kann að þykja um lífsviður- værið, ber flestum saman um að þar fari kona með fágaðan fatasmekk sem á sér fáa líka. Stríðnispúki með dýran smekk Smáralind Bannað! Er orð sem við þekkjum ekki. Upptökur úr þættinum er að finna á FM957.is Zúúber – morgunþáttur alla virka morgna frá kl. 7.00–10.00.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.