Tíminn - 08.12.1979, Síða 9
Laugardagur 8. desember 1979
9
[ BÓKAFREGNIR: I
Söguskýring-
ar á Skopöld
Út er komin bókin Söguskýr-
ingar á Skopöld sem hefur aö
geyma úrval af teikningum Sig-
mund. Meðalannars eruíbókinni
flestar mynda hans úr land-
helgisstrföum Islendinga.
Myndir Sigmunds skipa hon-
um i flokk meö frægum skop-
teiknurum eins og Herblock,
Low og Storm P. Og þar sem
heilsiðugreinar duga ekki til aö
lýsa tilfinningu og viöhorfum á
sviði stjórnmála og menningar,
þarf Sigmund ekki nema nokkur
strik til aö taka af skarið um þaö
sem menn vildu sagt hafa. Slík
eldsnögg viðbrögö hugar og
handar eru náðargáfa.
Still hans er ákaflega per-
sónulegur og sérstæður, og til-
fyndnin meö eindæmum. Þaö er
þvi mikill fengur aö þeirri bók,
sem nú kemur fyrir almanna-
sjónir með ýmislegt af þvi besta
sem Sigmund hefur teiknaö. Hin
margvislegu efnahagsundur og
þrautatimar möppudýra veröa
ekki eins yfirþyrmandi eftir aö
Sigmund hefur sýnt hin fjöl-
þættu fyrirbæri daglegs lifs i
skopljósi. Honum er, eins og
meisturum þessarar greinar
háölistar, gefið aö sjá á snöggu
andartaki niöur á fertugt dýpi
hégóma og úrræðaleysis.
Hugurinn er skýr og höndin er
viss og verk hans eru hin sviö-
andi svipa.
Nelson
Fyrir nokkrum árum hóf
Bókaútgáfan örn og örlygur út-
gáfu bókaflokks um frömuöi
sögunnar. Viö allar þessar
bækur er sömu aöferö beitt:
ákveðnir þættir og ákveöiö
timabil sögunnar kynnt út frá
einhverjum einstaklingi sem
öörum fremur hefur breytt
gangi hennar.
Nú er komið út sjötta bindi
þessa bókaflokks og jallar þaö
um NELSON, flotaforingjann
mikla. Höfundur þess er Roy
Hattersley, sem kunnastur er ér
á landi fyrir afskipti sin af siö-
asta þorskastriöi. Hér kynn-
umst viö nýrri hlið á Roy
Hattersley, rithöfundin og sagn-
fræöingnum, en hann hefur lagt
stund á stjórnmálafræöi og
sögu, og viröast tök hans á þeim
efnum betur heppnuö en afskipti
hans af landhelgisdeilum. Þýö-
andi bókarinnar er Jón A
Gissurarson.
Það er sammerkt meö bóka-
flokki þessum aö höfundar rit-
anna eru i senn vel ritfærir og
ráða yfir staögóöri þekkingu á
þvi efni sem um er fjallaö. Mikil
vinna hefur einnig veriö sýni-
lega lögö i myndaval, þar sem
bæöi eru samtimamyndir og
seinni tima ljósmyndir ásamt
greinargóöum kortum, enda er
árangurinn jafnan afar glæsi-
legur.
Umsjón meö islensku útgáf-
unni hefur örnólfur Thorlacius.
Bókin um Nelson er filmusett
og umbrotin i prentstofu G.
Benediktssonar en prentuö I
Englandi.
Kökur og
Kjúklingar
A sl. ári hóf Bókaútgáfan örn
og örlygur útgáfu bókaflokks
um matreiöslu sem ber sam-
heitiö Litlu matreiöslubækurn-
ar. Höfundur þeirra er Lotte
Haveman en þýðandi Ib Wess-
man. Bækurnar eru aö þvi leyti
til sérstæöar aö hver þeirra
fjallar um afmarkaö sviö
matargeröar og eru þar af leiö-
andi mjög andhægar i allri notk-
un. Nú hafa bætst viö tvær nýjar
bækur I þennan flokk, fjallar
önnur þeirra um KÖKUR en hin
um KJÚKLINGA. Aður voru
komnar út fjórar bækur.
Abætisréttir, Pottréttir,
Kartöflur og Otigrill og glóðar-
steikur.
Hver réttur fær eina opnu i
Litlu matreiöslubókunum og er
þar aö finna auk uppskrifta og
leiðbeininga stóra litmynd af
viðkomandi rétti
Kvenlýsíng-
ar í Reykja-
vlkurskáid-
sögum
OT er komin bókin Kvenlýsing-
ar i sex Reykjavikurskáldsög-
um eftir seinni heimsstyrjöld.
Höfundur er Geröur Steinþórs-
dóttir cand. mag. og er hér um
aö ræöa ritgerö hennar til'
kandldatsprófs i islenskum bók-
menntum frá Háskóla Islands
haustiö 1978. Bókin er gefin út af
Hinu islenska bókmenntafélagi I
samvinnu viö Rannsóknastofn-
un I bókmenntafræöi viö Há-
skólann. Er hún fjóröa bókin I
flokki fræöirita stofnunarinnar.
Skáldsögurnar sex sem fjall-
að er um eru þessar: Atómstöö-
in eftir Halldór Laxness, Dlsa
Mjöli eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur, Sóleyjarsaga eftir
Elias Mar, Sjötiu og niu af stöö-
innieftir Indriöa G. Þorsteins-
son, Dyr standa opnar eftir
Jökul Jakobsson og Dægurvlsa
eftir Jakoblnu Siguröardóttir. —
Kvenlýsingar I þessum sögum
eru kannaöar út frá hugmynda-
fræöi kvenfrelsishreyfingarinn-
ar. Skiptist bókin I tvo megin-
hluta: 1 hinum fyrri er fjallaö
um karlveldisþjóöfélagiö og
drepiö á nokkrar hugmyndir
sem mótaö hafa viöhorf til
kvenna I vestrænni' menningu.
Þá er lýst kvenfrelsisstefnu I
bókmenntarannsóknum og
greiningaraðferðum feminlskra
fræöimanna. 1 seinni hluta eru
sögurnar kannaöar' hver fyrir
sig, staða kvenna þar og sú hug-
myndafræöi sem aö baki býr.
Bókin Kvenlýsingar I sex
Reykjavikurskáldsögumer I tlu
köflum, auk þess ritaskrá og
efnisútdráttur á ensku. 1 for-
mála gerir höfundur grein fyrir
aðdraganda þess aö ritgeröin
var samin og segir þar meöal
annars: „Þessi fræöi sem einu
nafni má nefna kvennasögu
hafa veriö ósýnileg I mennta-
kerfi okkar, en hlutverk þeirra
er einmitt aö kenna okkur aö
greina og skilja sögu kvenna og
mynd þeirra i lifi og listum.
Endanlegt markmiö sögunnar
af þessari gerö er pólitiskt,
kvenfrelsi”.
Bókin er liölega 220 bls. Oddi
prentaöi.
Næstsíðasti
dagur ársins
Mál og menning hefur sent frá
sér skáldsöguna NÆSTSIÐASTI
DAGUR ARSINS eftir Normu
E. Samúelsdóttur. Undirtitill er
Dagbók húsmóöur I Breiöholti. I
forlagskynningu er bókinni lýst
á eftirfarandi hátt:
„Beta, húsmóöir i Breiöholti,
situr viö dagbókarskriftir sem
hún gripur I hvenær sem tóm
gefst. Þessi dagbók er sjálfs-
staöfesting hennar, þar leitast
hún viö aö gera upp llf sitt I for-
tið og nútlö, hispurslaust og af
einlægni. Fjölskyldullf og kjör,
og ekki siður þaö nöturlega um-
hverfi sem hún hrærist I, birtist
ljóslifandi og er samofið allri
frásögninni.
Upp af slitróttum dagbókar-
blöðum, þar sem renna saman
endurminningar, svipmyndir
daglegs lifs og hvers konar
utanaökomandi áreiti, ris
smám saman heilsteypt pers-
ónulýsing, skýr og trúveröug
mynd af hlutskipti láglauna-
fólks, húsmæöra fyrst og
fremst, i svefnhverfum Stór-
Reykjavikur. Þvl nærtæka viö-
fangsefni hafa ekki fyrr veriö
gerð skil I Islenskri skáldsögu.
Næstsiöasti dagur ársins er
fyrsta bók Normu E. Samúels-
dóttur og var meöal þeirra
handrita sem bárust I skáld-
sagnasamkeppni Máls og
menningar I fyrra. Bókin er 155
blaösiöur, prentuö I Prentstofu
G. Benediktssonar.
Lokabindi
„Sögu frá
Skagfirð-
ingum”
Út er komiö á vegum IÐ-
UNNAR fjóröa og slöasta bindi
af Sögu frá Skagfiröingum eftir
Jón Espóiin og Einar Bjarna-
son. Þaö er heimildarrit I ár-
bókarformi um tlöindi, menn og
aldarhátt I Skagafiröi 1685-1847,
en jafnframt nær frásögnin I og
meö til annarra héraöa, einkum
á Noröurlandi. Jón Espólín
sýslumaöur er höfundur verks-
ins allt fram til ársins 1835, en
siöan Einar Bjarnason fræöi-
maöur á Mælifelli og gerist frá-
sögnin þvi fyllri og fjölbreyttari
þvi nær sem dregur I tlma.
Fjóröa og síöasta bindiö tekur
yfir árin 1842-47. Aftan viö text-
ann eru athugasemdir og skýr-
ingar sem Kristmundur Bjarna-
son hefur tekiö saman, svo og
grein eftir Hannes Péturssonþar
sem leidd eru rök aö þvl aö
Framhald á bls. 23.
NÝ S/GUNGALEID
BÆTT tUÓNUSTA
Viö höfum hafió reglubundnar siglingar á nýrri
flutningaleió, 14 daga fastaferóir allan ársins hring milli Larvikur, Gautaborgar, Kaup-
mannahafnar og íslands.
Flutt verður stykkjavara, gámar, kæli- og frystivara.
Umboósmenn okkar á hinni nýju siglingaleið eru:
Larvik:
P.A. Johannessens Eftf.
Storgaten 50
3251 LARVIK
Cable: ■'SHIPSN"
Telex: 21522
Phone: (034) 85 667
Gautaborg:
Borlind, Bersén & Co.
P.O. Box 12113
Kaj 51
S-402 42 Göteborg 12
Cable: Borlinds
Telex 2341
Kaupmannahöfn:
Allfreight Ltd.
35, Amaliegade
DK-1256 Copenhagen K.
Cable: Alfragt
Telex: 19901 b Alckh
Phone:(01) 111214
Phone: 031/24 3422
Að sjálfsögðu bjóóum vió áfram reglubundnar ferðir frá eftirtöldum stöðum:
Helsinki, Svendborg, Hamborg, Rotterdam, Antwerpen og Goole auk Halifax i Kanada og
Gloucester í Bandaríkjunum.
Komió. hringið, skrifið — viö veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega.
SKIPADEILD SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200