Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 2

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 2
Um 40 hross í Rangár- þingi ytra, sem verið hafa til umfjöllunar vegna meintrar van- fóðrunar í vetur, eru sum hver mögur en þó komin í bata, enda komin græn nál í hagann. Blaðamenn Fréttablaðsins fundu umrædd hross í gær þar sem þeir voru á yfirreið fyrir austan fjall í gær. Það duldist ekki að þau hafa átt harðan vetur, sem komið hefur mishart niður á þeim. Þau verst settu eru enn grindhor- uð, þegar tekið er á síðum þeirra. Þau eru úfin í hárum, komin með svokallað slöður; dældir sem myndast í lend, bak og makka þegar gengur á fituvefina í skepn- unni og upplit þeirra var dauflegt. Svo var ástatt um jarpt hross og annað brúnskjótt. Þá vakti athygli fíngerð brún hryssa, í fyrstu fyrir digra flókadröngla sem héngu niður úr faxi og tagli. Bágt holda- farslegt ástand hennar skýrðist svo þegar rummungstryppi tók að sjúga hana. Svipaða flókadröngla mátti sjá í faxi og tagli fleiri hrossa þarna. Flest hinna hrossanna voru í greinilegum bata, enda vorið fyrir austan mánuði fyrr á ferðinni heldur en venjulega, að sögn fólks á þeim slóðum. Haginn er því far- inn að taka við sér. „Ég starfa samkvæmt búfjár- lögum,“ segir Óðinn Örn Jóhanns- son búfjáreftirlitsmaður á Suður- landi, sem kvaðst ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. Katrín Andrésdóttir, héraðs- dýralæknir á Suðurlandi, kvaðst fyrst hafa fengið tilkynningu um þetta mál fyrir nokkrum dögum frá Dýraverndarsambandi Íslands, eftir að umfjöllun um það hafi hafist á heimasíðu sam- bandsins. Jón Atli, höfðuð þið ekki efni á ferfættum hundi? Jose Ramos-Horta er nýkjörinn forseti Austur-Tímor eftir stórsigur á keppinaut sínum og leiðtoga stjórnarflokks landsins, Francisco „Lu-Olo“ Tuterres, í úrslitaumferð forsetakosning- anna í gær. Horta var með 73 prósent atkvæða þegar 90 prósent höfðu verið talin. Talið var að kjörsókn hefði verið um 80 prósent. Horta er handhafi friðarverðlauna Nóbels og hefur verið forsætisráðherra landsins undanfarið ár. Hann hét því að standa við kosningaloforðin og vinna með alþjóðasamfélaginu að bjartri framtíð Austur-Tímor. Eftirlitsmenn kosninganna sögðu atkvæðagreiðsl- ur hafa farið friðsamlega fram og án ógnana, ólíkt fyrstu umferð kosninganna í síðasta mánuði þegar til átaka kom milli andstæðra fylkinga. Vonast er til að kjör Horta þýði nýja tíma friðar og stöðugleika hjá þessari yngstu þjóð Asíu. Ár er síðan mannskæð ofbeldisalda felldi ríkisstjórnina og leiddi til þess að meira en 155 þúsund manns flúðu frá heimilum sínum. Árið 1999 fékk Austur-Tímor sjálfstæði frá Indónesíu. Þrátt fyrir talsverðar olíu- og gasauðlind- ir er nánast helmingur vinnuafls á Austur-Tímor án atvinnu. Um 60 prósent barna undir fimm ára eru vannærð og tugir þúsunda manna hafa flúið af heimilum sínum og þora ekki að snúa heim og halda til í tjaldbúðum. Hross braggast eftir vanhirðu og svelti Hross í Rangárþingi ytra, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum vegna van- fóðrunar, eru sum hver mjög mögur eftir veturinn. Fréttablaðið skoðaði hrossin í gær. Flest þeirra eru á batavegi enda vorið fyrr á ferð en vanalega. Fulltrúar netfyrirtækisins Yahoo eru staddir hér á landi til þess að kanna möguleika á að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúarnir funduðu með Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar, í gær. „Þetta er afar spennandi hug- mynd og það er jákvætt að Íslandi skuli vera sýndur þessi áhugi. Fulltrúar Yahoo hafa komist að því að hér er vinsamlegt umhverfi fyrir atvinnurekstur af þessu tagi,“ segir Geir. Yahoo rekur nú þegar um 20 netþjónabú víða um heim en net- þjónabú eru eins konar gagna- stöðvar þar sem netþjónar eða gögn eru hýst. Talsverða orku þarf fyrir slíka starfsemi og því þykir Ísland fýsilegur kostur. „Ísland er þekkt fyrir að vera umhverfisvænt og hér er ódýr orka í boði. Við erum mjög ánægð- ir með það sem við höfum séð hér og íslenskir fjárfestar sýna hug- myndinni áhuga,“ segir Kevin Timmons, varaforseti aðgerða- deildar Yahoo. Hann segir að við- ræður séu enn á frumstigi. Verði Ísland fyrir valinu gæti netþjónabúið tekið til starfa innan þriggja ára. Nýr sæstrengur er forsenda þess að netþjónabú geti tekið til starfa. Samkvæmt upp- lýsingum frá samgönguráðuneyt- inu er stefnt að því að leggja sæstreng á næsta ári sem unnt verður að taka í notkun haustið 2008. Íslenskir fjárfestar sýna áhuga Fjárfestingafélag Ingunnar Wernersdóttur, Inn fjárfesting, hefur keypt svokallað Alliance-hús af Reykjavíkur- borg fyrir 925 milljónir króna. Það er sama upphæð og borgin greiddi Herði Einars- syni, fyrrver- andi eiganda DV, fyrir húsið í síðustu viku. Ytra byrði hússins mun verða verndað. Innan dyra verður starfsemi tengd menningu og listum. Alliance-húsið er á Grandagarði 2. Í dag rekur Penninn þar húsgagnaverslunina Saltfélagið. Leigusamningur Saltfélagsins í húsinu verður ekki endurnýjaður þegar hann rennur út. Ingunn Wernersdóttir og bræður hennar losuðu nýlega gríðarlega fjár- muni með sölu á hlut sínum í Glitni. Ingunn kaupir á 925 milljónir Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, var í gær dæmdur í þriggja ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi fyrir brot sem fellur undir þess háttar lögbrot. Jónas var dæmdur fyrir að hafa stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis er hann steytti á Skarfaskeri aðfaranótt 10. september 2005. Friðrik Á. Hermannsson og Matthildur V. Harðardóttir létust í slysinu, auk þess sem eiginkona Jónasar slasaðist alvarlega. „Dómarinn dæmir, ekki ég,“ var það eina sem Kristján Stefánsson, lögmaður Jónasar, sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp. Jónas var ekki viðstaddur. Hlaut þriggja ára fangelsisdóm Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætlar á næstu dögum að leggja fram yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið mun hljóða upp á 85,23 krónur á hlut. Miðað við það verð yrði kaupverðið um 176 milljarðar króna. Björgólfur Thor segir markmið yfirtökunnar að formbreyta félaginu og stytta og einfalda ferli ákvarðana. Verði af henni verður Actavis skráð af markaði. Hlutabréf í Actavis hækkuðu um hátt í tólf prósent í Kauphöll Íslands í gær. Lokagengi félagsins var 87,50 krónur á hlut og því hærra en tilboð Novator. Tilboð upp á 176 milljarða Þrír sautján og átján ára piltar hafa verið dæmdir í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, hylmingu og brot á lögreglulögum í september og desember í fyrra. Piltarnir brutust saman inn í verslun á Akureyri og stálu þaðan skíðabúnaði, meðal annars 79 húfum, 30 pörum af hönskum, 30 snjóbrettum, hundrað skíðagler- augum og 65 dósum af skíðaáburði, samtals að verðmæti rúmlega tvær milljónir króna. Þá greip einn þeirra aftan í lögreglumann við skyldustörf og tafði hann. Dómur- inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Stálu býsn af skíðavörum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.