Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 4

Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 4
Að fenginni reynslu er yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis með þrjár varaáætlanir tilbúnar ef veður hamlar hefðbundnum flutningi kjörgagna frá Vest- mannaeyjum til Selfoss þar sem atkvæði í kjördæminu verða talin. Áætlað er að fljúga með atkvæðin og lenda á Selfossflug- velli. Hamli veður flugi flugvéla verður þyrla Landhelgisgæslunn- ar fengin til verksins. Sé óflugfært með öllu verða atkvæð- in flutt með björgunarbátnum Þór. Ef öldurótið er þeim mun meira verður notast við varðskip. Spáin er ágæt og bendir flest til að flugleiðin verði fær. Þrjár varaleiðir ef flugið bregst Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi formaður mennta- ráðs Reykjavíkurborgar, segir ummæli Júlíusar Vífils Ingvars- sonar, formanns menntaráðs, í Fréttablaðinu í fyrradag um að hann hefði nýtt sér aðgang að netföngum starfsmanna borgarinnar, tilhæfulaus. Júlíus Vífill sagði tölvupóst Stefáns Jóns, þar sem meðal annars var rætt um kosninga- mál, til kennara og skólastjórn- enda í Reykjavík hafa mælst illa fyrir hjá stórum hópi. Stefán Jón segir að um fréttabréf hafi verið að ræða sem hafi farið fyrir vangá á tvo aðra hópa í póst- fangaskrá sinni. Sendi póst óvart á tvo aðra hópa 0,00 2,00 4,00 6,00 8,00 10,00 12,00 14,00 16,00 2003 2004 2005 2006 2007 Stýrivextir Seðlabankans STÝRIVEXTIR Á YFIRSTANDANDI KJÖRTÍMABILI ER ÞETTA EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI??? ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum Mikil stemning ríkti í húsakynnum Verkamanna- flokksins í bænum Sedgefield, kjördæmi Tonys Blair á norðaust- anverðu Englandi, þegar hann lýsti því yfir að þann 27. júní næstkomandi myndi hann afhenda Elísabetu Bretadrottn- ingu afsagnarbréf sitt. Hann viðurkenndi að hafa gert mistök og ekki náð fram öllu því sem að var stefnt þegar hann tók við embættinu fyrir tíu árum, en stærði sig engu að síður af árangri ríkisstjórnarinnar þau tíu ár sem hann hefur verið við völd: „Frá árinu 1945 hefur aðeins ein ríkisstjórn verið við völd sem getur sagt allt þetta: Fleiri störf, færri atvinnulausir, betri árang- ur í heilbrigðismálum og mennta- málum, færri glæpir og efna- hagsvöxtur á öllum sviðum,“ sagði Blair í hópi dyggustu stuðn- ingsmanna sinna í gær í Sedgefi- eld þar sem stjórnmálaferill hann hófst árið 1983 þegar hann var fyrst kosinn á þing. Í ræðu sinni lagði Blair áherslu á að hann hefði ávallt gert það sem hann taldi vera rétt hverju sinni, jafnvel þótt margir hefðu verið ósammála. Þar vísaði hann meðal annars í ákvörðun sína um að taka þátt í hernaði í Írak með Bandaríkjamönnum. „Ég kann að hafa haft rangt fyrir mér, en það er undir ykkur komið,“ sagði hann og lagði verk sín undir dóm áheyrenda. Gordon Brown fjármálaráð- herra þykir nokkuð öruggur um að verða fyrir valinu þegar Verka- mannaflokkurinn kýs arftaka Blairs í leiðtogaembætti flokks- ins. Í gær skýrði John Prescott, sem er bæði varaformaður Verka- mannaflokksins og aðstoðarfor- sætisráðherra, frá því að hann myndi einnig segja af sér. Blair hefur ekki gefið neitt annað í skyn en að hann ætli sér að sitja áfram á þingi þótt hann hætti sem forsætisráðherra. Að minnsta kosti fram að næstu kosningum, sem líklega verða árið 2009 eða í síðasta lagi árið 2010. Komið hefur til tals að hann snúi sér að málefnum Afríku og fái eins konar ráðgjafarhlutverk til að draga úr fátækt þeirrar heimsálfu. Eins þykir koma til greina að hann taki sér fyrir hendur að vinna að friðarmálum í Mið-Austurlöndum og einbeita sér þá einkum að deilum Ísraela og Palestínumanna. Meiri líkur þykja þó til þess að hann vilji koma á fót nýrri alþjóðastofnun sem hefði það hlutverk að efla samskipti og skilning milli ólíkra trúarbragða, ekki síst milli kristinna manna og múslima. Segist hafa þjónað besta landi í heimi Tony Blair lætur af embætti forsætisráðherra Bretlands 27. júní. Næstu vikurn- ar velur Verkamannaflokkurinn sér nýjan leiðtoga. Sigurstranglegastur þykir Gordon Brown fjármálaráðherra. Óvíst hvað Blair tekur sér fyrir hendur. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur farið fram á að Kastljós leiðrétti umfjöllun sína um veitingu ríkisborgararéttar til kærustu sonar hennar og biðjist afsökunar „á hneykslanlegri og fráleitri umfjöllun sinni“. Krafa þess efnis var send útvarpsstjóra, Páli Magnússyni, í gærmorgun. Í bréfi fer Jónína hörðum orðum um vinnubrögð Kastljóssins; hún segir umfjöllunina hafa verið hroðvirknislega og hlutdræga, auk þess sem stað- reyndir hafi verið falsaðar. Jónína segir Kastljós hafa brugðist skyldum sínum og að vinnubrögðin brjóti í bága við lög um Ríkisút- varpið ohf. og siðareglur Blaðamannafélagsins. Jónína segir enn fremur að umfjölluninni hafi augljóslega verið ætlað að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn örfáum dögum fyrir kosningar og valda henni og flokknum álitshnekki. „Og þar með hvorki meira né minna en að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna 12. maí.“ Verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu og afsökunarbeiðni ætlar Jónína að kæra umfjöllun þáttarins til siðanefndar Blaðamannafé- lagsins. Bréf Jónínu hafði ekki borist Páli Magnússyni í gær. Áður hefur Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, sagt þáttinn standa við umfjöllun sína. Íslenskir fisk- markaðir seldu fisk fyrir 6.956 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Árið 2006 var selt fyrir 5.152 milljónir. Þetta er langmesta verðmæti á þessu tímabili frá upphafi. Næstmesta verðmætið fyrstu fjóra mánuði árs var 2001 eða 6.097 milljónir. Þessar upplýsingar koma fram á vef Reiknistofu fiskmarkaða. Meðalverðið þessa fjóra mánuði var 170,26 krónur á kíló sem er það næsthæsta á þessu tímabil. Hæsta meðalverðið var árið 2002 eða 176,24 krónur. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru seld 40.857 tonn, en í fyrra voru seld 41.191 tonn. Enn eitt sölu- metið sett Tomislav Nikolic, nýr forseti serbneska þjóðþingsins, er þeirrar skoðunar að Serbía ætti að hætta að leita eftir nánari tengslum við Vesturlönd og snúa sér þess í stað að Rússlandi. „Rússland mun finna leið til að tengja saman ríki sem vilja standa upp gegn alvaldi Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins,“ sagði Nikolic, sem er leiðtogi Róttæka flokksins, flokks þjóðernissinnaðra Serba. Hvorki hefur gengið né rekið í stjórnarmyndunarviðræðum í Serbíu frá því kosningar voru haldnar þar í janúar. Nikolic vill leita til Rússlands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.