Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 10
Undir þrýstingi
jafnvel frá bandamönnum sínum
sættust fulltrúar Íransstjórnar á
þriðjudag loks á málamiðlunar-
samkomulag um dagskrártextann
fyrir ráðstefnu í Vínarborg um
kjarnorkumál með fulltrúum 130
ríkja. Þar með gat sjálf ráðstefnan
loks hafist eftir að pattstaða í sex
daga stefndi í að láta samkomuna
fara út um þúfur áður en hún gat í
raun hafist.
Ákvörðun ráðamanna í Teheran
um að láta ráðstefnuna ekki
stranda á andstöðu þeirra við slíkt
formsatriði bægði frá þeirri ásök-
un að þeir vildu frekar sjá hana
fara út um þúfur en að hætta á að
á henni yrði ályktað um tregðu
Írana til að fara að kröfum örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um að
stöðva auðgun úrans.
Aðalviðfangsefni ráðstefnunn-
ar er að leita leiða til að efla
alþjóðasáttmálann gegn útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Atriðið sem
stefndi í að láta hana fara út um
þúfur var orðalag í dagskrártext-
anum, þar sem kveðið var á um
„þörfina á að [öll aðildarríki sátt-
málans] uppfylltu að fullu ákvæði“
hans. Í stað þessa orðalags var
samþykkt suður-afrísk málamiðl-
unartillaga, þar sem kveðið er á
um að „öll ákvæði“ sáttmálans
beri að virða.
Íranar féllust á málamiðlun
Á fundi í heilbrigð-
isráðuneytinu í febrúar var bæj-
aryfirvöldum í Vestmannaeyjum
kynnt hugmynd um róttækar
breytingar á sjúkraflugi. Hug-
myndin er að þyrlur Landhelgis-
gæslu Íslands (Lhg) sinni sjúkra-
flutningum í bráðatilfellum og
öðrum tilfellum með flugvél sem
staðsett yrði á Norðurlandi. Bæj-
arstjóri hafnar hugmyndinni og
yfirlæknir lýsir yfir þungum
áhyggjum. Gildandi samningur
um sjúkraflug rennur út 30. júní.
Ráðuneytisstjóri segir ýmsa
möguleika hafa verið rædda og
ákvörðun verði ekki tekin nema í
samráði við heimamenn.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir að á fundi
í heilbrigðisráðuneytinu í febrúar
hafi honum verið kynntar hug-
myndir um róttækar breytingar á
fyrirkomulagi sjúkraflugsins.
„Ein felst í því að þyrlur Land-
helgisgæslunnar sinni flugi við
Eyjar í bráðatilfellum en við-
bragðsstigi tvö og þrjú með sér-
hæfðri vél frá Akureyri. Ég lýsti
því á fundinum að skoðanir okkar
heimamanna væru óbreyttar hvað
varðar kröfuna um að hér sé öllum
stundum staðsett sjúkraflugvél og
henni var vel tekið.“
Í opnu bréfi á vefnum Eyjar.net,
þar sem Hjörtur Kristjánsson,
yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja, er annar bréfrit-
ara, segir að ef sjúkraflugvél verði
ekki staðsett í Vestmannaeyjum
muni öryggi íbúa vera stefnt í
hættu, því „sá tími sem líður frá
því að útkall berst þar til sjúkling-
ur er kominn á sjúkrahús í Reykja-
vík þrefaldast þegar best lætur“.
Dagmar Sigurðardóttir, upplýs-
ingafulltrúi Lhg, þekkir til hug-
mynda um aðkomu Landhelgis-
gæslunnar að sjúkraflugi til
Vestmannaeyja. Dagmar segir
þær jákvæðar og að um verkefni
sé að ræða sem Lhg geti leyst. Það
sé hins vegar stjórnvalda að
ákveða hvernig sjúkrafluginu
verði hagað í framtíðinni.
Davíð Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins,
segir engar ákvarðanir hafi verið
teknar um hvernig staðið verði að
sjúkraflugi við Vestmannaeyjar
eftir að samningurinn rennur út.
„Hins vegar höfum við velt fyrir
okkur ýmsum lausnum og ákvörð-
un verður ekki tekin nema í sam-
ráði við heimamenn.“ Davíð segir
engan einn kost vera meira í
umræðunni frekar en annan, en
fundur sé skipulagður með bæjar-
stjóra Vestmannaeyja eftir miðjan
maí þar sem framtíð sjúkraflugs-
ins verður rædd.
Eyjamenn óttast að
missa sjúkraflugvél
Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum hug-
mynd um færslu sjúkraflugs frá bænum. Bæjarstjóri segir það útilokað. Ekkert
ákveðið, segir ráðuneytisstjóri. Yfirlæknir segir öryggi bæjarbúa ógnað.
Sá tími sem líður frá því
að útkall berst þar til
sjúklingur er kominn á sjúkrahús
í Reykjavík þrefaldast þegar best
lætur.
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is
Meðal dagskráratriða í dag, 11. maí:
Afmælisdagur Kópavogs!
Gjábakki kl. 12–16. Brú milli kynslóða – Ungir og aldnir fagna
afmæli bæjarins og Gjábakka.
Smáralind kl. 16. Barnakórar í Kópavogi sameinast í söng í
Vetrargarðinum.
Salurinn kl. 17–18. Hátíðardagskrá – veiting listamannastyrkja
og heiðurslistamaður Kópavogs 2007 tilnefndur.
Legómeistarar • leikbrúðusýning • opin hús.
Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is
afsláttur
GÆÐI Á LÆGRA VERÐI*Gildir ekki með öðrum tilboðum!