Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 12
Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Íslendingar hjálp- uðu sígaununum sem höfðu dval- ist hér á landi síðustu vikur og mánuði til Noregs með því að greiða flugfarið fyrir þá sem ekki áttu fyrir því. Ekki hafði verið tekið saman í gær fyrir hversu marga flugfar hefði verið keypt, hversu mikill kostnaðurinn hefði verið og nákvæmlega á hvern hann félli. Á vef Icelandair mátti í gær sjá að flug aðra leiðina til Noregs sem keypt er með dags fyrirvara kost- aði 76.580 krónur. Ef miðað er við að lögreglan hafi keypt far á því verði fyrir níu af ríflega þrjátíu sígaunum nemur kostnaðurinn rúmum 772 þúsundum króna. Ef níu miðar voru keyptir fram og til baka á 32 þúsund nemur hann tæpum 300 þúsund krónum. Hörður Jóhannesson, aðstoðar- lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, segir að sígaunarnir hafi fund- ist sofandi á víðavangi um síðustu helgi og fengið að gista og borða hjá lögreglunni. Þeir hafi síðan verið „aðstoðaðir“ til Noregs. Ekki var um brottvísun að ræða. Ríkis- sjóður og lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu borgi væntanlega brús- ann. „Sumir voru með miða, sumir voru með einhvern pening og sumir voru ekki með neitt,“ segir Hörður. Jóhann Karl Þórisson aðalvarð- stjóri tekur undir þetta. Sígaun- arnir hafi sofið úti því þeir hafi ekki fengið inni á hótelum. Sumir þeirra hafi hvorki átt í sig né á. Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu, Stefán Eiríksson, hafi tekið ákvörðun um að kaupa flug- miða fyrir þá og þeir hafi fengið að velja hvert þeir færu. Þeir hafi valið Noreg. Jóhann Karl segir að sígaunarn- ir hafi verið tæplega fjörutíu tals- ins. Lögreglan á Akureyri hafi keypt flug undir átta þeirra alla leið út og lögreglan í Reykjavík hafi hjálpað hinum. Reynt verði að fá kostnaðinn greiddan úr Máls- kostnaðarsjóði. Í Leiðbeiningum um málskostn- að í opinberum málum segir að útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögunum skuli greiða sjálfur kostnað af brottför sinni. Fáist hann ekki greiddur greiðist kostnaðurinn úr ríkis- sjóði. Jóhann Karl segir að útlending- ar séu látnir skrifa undir skulda- viðurkenningu við brottvísun. Sígaunarnir hafi skrifað undir skuldaviðurkenningu því að þeim hafi ekki verið vísað brott. Ríkið borgar flugið Lögreglan hjálpaði Rúmenunum til Noregs með því að borga fyrir þá flugfarið. Kostnaður er talinn nema hundruðum þúsunda króna. Enginn hefur verið yfirheyrður vegna eldsvoðans við Lundargötu á Akureyri á sunnu- dagsmorgun. Lögregla telur víst að kveikt hafi verið í. „Rannsókn er enn í gangi og við erum að hnýta ýmsa lausa enda. Við höfum rætt við marga en enginn hefur verið yfirheyrður formlega,“ segir Ólafur Ásgeirs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir að flest bendi til þess að um íkveikju sé að ræða. Þegar Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um eldinn á Lundargötu höfðu slökkviliðsmenn barist í nokkra stund við elda sem kveiktir voru á fjórum stöðum í miðbænum í ruslagámum og á ferðasalerni. Ólafur segir líklegt að allir brunarnir tengist. Enginn verið yfirheyrður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.