Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 17

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 17
Landssamband eldri borgara telur að stjórnmálamenn reyni að fegra myndina og segi því ekki allan sannleikann þegar rætt er um hag eldri borgara og ekki síst nú rétt fyrir kosningar. Þetta eigi til dæmis við um fjármálaráðuneytið. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að margoft hafi verið bent á að ekki sé satt að skattbyrði láglaunafólks hafi minnkað, þar á meðal skattbyrði eldri borgara. Hið sanna sé að skattbyrðin hafi aðeins lækkað síðasta árið. Sagt sé að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist jafnt og þétt og hafi hækkað um sextíu til sjötíu prósent. „Við höfum margoft bent á að nær helmingur ellilífeyrisþega nær varla tuttugu prósentum. Ekki er minnst á þetta,“ segir Ólafur. Í samanburði á ráðstöf- unartekjum á Norðurlönd- unum virðast einhleypir eldri borgarar á Íslandi hafa hærri ráðstöfunar- tekjur en einhleypir á vinnualdri en eldri borgar- ar telja þennan samanburð ósamanburðarhæfan þar sem skilgreining á fjöl- skyldu sé allt önnur hér en á hinum Norðurlöndunum. Því sé verið að bera saman epli og appelsínur. „Þeir segja alveg blákalt að ellilífeyris- greiðslur séu hæstar á Íslandi af Norðurlönd- unum. Amen,“ heldur Ólafur áfram, „þetta er kolrangt. Ástæðan er sú að mismunandi aðferðum er beitt hér og á hinum Norður- löndunum. Það er ekki hægt að bera þetta saman.“ Fyrstu myndirnar af hálfs mánaðar gamalli dóttur danska krónprinsparsins voru birtar í vikunni. Óhætt er að segja að þær hafi heillað þegnana, enda skortir sannarlega ekkert á fríðleika stúlkubarnsins unga. Nýja prinsessan verður skírð í kirkju Fredensborg-hallar, þar sem fjölskyldan býr, 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt hefð verður nafn stúlkunnar ekki gert opinbert fyrr en við skírnarat- höfnina sjálfa. Ekki kæmi þó á óvart yrði hún skírð í höfuðið á ömmu sinni, Margréti Þórhildi drottningu. Myndir birtar af prinsessunni Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði í síðustu viku beiðni Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins, um að fá að stofna lögbýli á lóðum sínum í hreppnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óskað var eftir því að svæðið yrði gert að tveimur nýjum lögbýlum en því var hafnað. Hefði svæðið verið gert að lögbýli hefði það þýtt að byggja hefði mátt fleiri hús á landareigninni og íbúarnir fengið skólaakstur og aðra þjónustu frá sveitarfélaginu. Neitað um að stofna lögbýli Sjómennirnir pólsku, sem hafa dvalist verk- lausir í báti við Grandabryggju síðan í janúar, fara heim á morgun, að sögn Níels Ársælsson- ar útgerðarmanns. Níels var að ganga frá greiðsl- unni og flugmiðum mannanna þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Hann sagði hljóðið í Pólverj- unum gott, en hann hefur séð þeim fyrir vistum. Sjómannasambandið hafði milligöngu í málinu og samdi fyrir hönd mannanna í síðasta mánuði. Síðan tafðist lúkning málsins „í kerfinu“, en sér nú loks fyrir endann á því. Fljúga heim á leið á morgun KATRÍN JAKOBSDÓTTIR 1. SÆTI REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI NORÐUR ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum KJÓSUM NÝJA TÍMA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.