Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 22
fréttir og fróðleikur Bundinn við aldur, ríkisfang og lögheimili Þarf að huga að verklagi Jónas Garðarsson var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að því að Matthildur V. Harðardóttir og Friðrik Á. Hermannsson létust er skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri aðfara- nótt 10. september 2005. Hæstiréttur staðfesti með dómnum niðurstöðu héraðs- dóms. Jónas Garðarsson, fyrrverandi for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur, fékk í gær þyngstu refsingu sem Hæstiréttur hefur dæmt fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var dæmdur fyrir að hafa stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis á Skarfasker aðfaranótt 10. september 2005 og orðið valdur að dauða Friðriks Á. Hermannssonar, sem lést innan við mínútu eftir að báturinn steytti á skerinu. Jónas stýrði síðan bátnum stórskemmdum austur Viðeyjar- sund með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi og Matthildur V. Harðardóttir drukknaði. Eiginkona Jónasar slasaðist illa, tíu rif brotnuðu auk annarra minni áverka. Tíu ára gamall sonur Jónasar og konu hans slapp ómeidd- ur. Jónas var einnig fundinn sekur um að hafa ekki gert nægilegar ráð- stafanir til bjargar farþegunum eftir að stórskemmdur báturinn losnaði af skerinu, um tuttugu mín- útum eftir að báturinn steytti á skerinu. Jónas tók þá stefnuna austur Viðeyjarsund þar sem bátn- um hvolfdi fljótt, með þeim afleið- ingum að Matthildur drukknaði og eiginkona Jónasar ofkældist. Fram kom í máli réttarmeinafræðings fyrir dómi að Matthildur hefði ekki verið með neina sjáanlega áverka og augljóst væri að drukknun hefði verið hennar banamein. Jónas hélt því fram fyrir dómi að hann hefði „leyft Matthildi að stýra bátnum“ og hún hefði verið við stýrið þegar slysið varð. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þessi málatilbún- aður Jónasar gangi ekki upp og sé ekki í takt við öll gögn máls- ins, þar með skjalfest gögn um áverka Jónas- ar. Í dómnum segir jafnframt að Jónas „geri sig sekan um það óskaplega tiltæki að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá, sem létust í sjóslysinu af völdum hans“. Matsgerð sérfræðinga í heila- og taugalækningum, sem lögð var fram sem gagn í málinu þegar það var flutt í Hæstarétti, er ekki tekin gild nema að litlum hluta í málinu. Í matinu komust læknarnir að því að Jónas hefði verið ófær um að „hugsa rökrétt eða taka fulla ábyrgð á gerðum sínum í kjölfar ásiglingarinnar“ á skerið. Hæstiréttur komst að því að læknarnir hefðu ekki getað stutt niðurstöðu sína við „beina skoðun“ eða rannsóknir á Jónasi, enda hefði rannsóknin falist í því að leggja mat á „skammvinnt tímabil“ sem gerðist einu og hálfu ári áður en læknarnir fengu verkefnið inn á sitt borð. Það hefði rýrt gildi mats- gerðarinnar. Á þeim forsendum þótti ekki unnt að draga þá ályktun að Jónas hefði verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum eftir ásiglinguna. Var hann því dæmdur til ábyrgðar. Jónas var að auki dæmdur til þess að greiða aðstandendum Matthild- ar og Friðriks rúmlega 10 milljónir króna í bætur og allan sakarkostn- að í málinu. Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.