Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 28
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... VILDAR KLÚBBUR GLITNIS Viðskiptavinur með 200.000 kr. kreditkortanotkun á mánuði, í Gullvild, með bílalán, viðbótar- lífeyrissparnað og tryggingar hjá Sjóvá, safnar um 42.000 punktum á ári. DÆMI UM GLITNISPUNKTASÖFNUN Grein- ingar- deild Glitn- is stend- ur við spá sína um 0,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli apríl og maí. Það þýðir að verðbólga hafi verið 4,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Hagstofan birtir vísitöl- una fyrir maí á morgun. Í Morgunkorni Glitnis segir að þróunin frá því síðasta spá var birt gefi ekki ástæðu til breytinga á spánni fyrir maí. Verð á bens- íni sé óbreytt frá því að spáin var unnin. Þá séu vísbendingar um að verðhækkun húsnæðis á tímabil- inu hafi verið svipuð og gert var ráð fyrir. Engar upplýsingar hafi komið fram sem gefi tilefni til end- urskoðunar á spánni. 4,3 prósenta verðbólgu spáð 35 milljóna króna tap varð á rekstri 365 hf., útgáfufélags Fréttablaðs- ins, á fyrsta ársfjórðungi sam- anborið við tap upp á 441 milljón króna á sömu starfsemi í fyrra. „Stóra niðurstaðan fyrir fyrsta ársfjórðung er sú að það hefur orðið mikill viðsnúningur í rekstri félagsins og reksturinn er á áætl- un,“ segir forstjórinn Ari Edwald. Tekjur félagsins voru 2.681 millj- ón króna og jukust um 3,2 prósent á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 139 milljónir króna sem skiptist þannig að 77 milljón- ir féllu í skaut fjölmiðlahlutans en 66 milljónir í afþreytingarhlutann. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs var „EBITDA“ neikvæð um 76 milljónir króna. Heildarskuldir 365 lækkuðu um tæpa 1,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þá munu vaxta- berandi skuldir lækka um 1,5 millj- arða króna, niður í sjö milljarða króna eftir að félagið seldi 30,7 prósenta hlut sinn í Hands Hold- ing fyrir 1.620 milljónir króna. Það var bókfært virði bréfanna. Kaup- andinn er Arena Holding, óstofn- að félag í eigu Baugs Group, Fons og Icon. Um síðustu áramót sögðu for- svarsmenn félagsins að þeir myndu stefna að því að selja þenn- an hlut og hlut 365 í Wyndeham Press á næstu tólf til átján mánuð- um. Í mars seldi 365 sautján pró- sent í Wyndeham til Baugs en Ari gerir sér engar sérstakar vonir um það að sá nítján prósent hlut- ur sem eftir stendur verði seld- ur á þessu ári. Þau bréf eru metin á 1,3 milljarða króna. „Það verð- ur áfram viðvarandi verkefni að bæta rekstur 365 en hins vegar er áætlunin að selja þær eignir sem eru ekki hluti af kjarnastarfsem- inni og styrkja fjárhag félagsins.“ Til viðbótar þessu eru stjórn- endur 365 að ganga frá endurfjár- mögnun félagsins til næstu ára með Landsbankanum. Sú vinna auk lækkunar langtímaskulda mun lækka vaxtakostnað um 220 milljónir króna á ári. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ársvelta yrði á bilinu 12- 13 milljónir og rekstrarhagnað- ur (EBITDA) um 1,2-1,4 milljarð- ar. Að sögn Ara verður fyrirtæk- ið í neðri mörkum þeirra áætlana, enda hefur auglýsingamarkaður verið sveiflukenndur og dreifing- arkostnaður Fréttablaðsins farið vaxandi. Vaxtaberandi skuldir 365 lækka um 1,5 milljarða eftir sölu á öllum hlut þess í Hands Holding. Fyrirtækið er að ganga frá endurfjármögnun við Landsbankann. Væntanlegt yfirtökutilboð Novators í Actavis er of lágt að mati greiningardeilda. Kaupverð næmi um 176 milljörðum króna. Hluta- bréf í Actavis hækkuðu um tólf prósent í gær. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur hug á að eignast allt hlutafé í Actavis Group í gegnum fjárfest- ingafélag sitt Novator. Félagið yrði afskráð af markaði til að losna við þær kröfur og skyldur sem lagð- ar eru á skráð félög, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf. Björgólfur Thor segir markmið yfirtökunnar að formbreyta fé- laginu og stytta og einfalda ferli ákvarðana. „Ég hef verið stjórnar- formaður í félaginu í sjö ár og séð hvernig landslagið hefur breyst á stuttum tíma. Samþjöppun er mjög hröð og yfirtökur orðnar harðvítugar. Því er mikilvægt að fyrirtæki sem ætla að halda áfram að stækka geti brugðist hratt við og tekið skjótar ákvarðanir.“ Segir Björgólfur einkahlutafélaga- formið henta rekstrinum betur. „Ég tel heppilegra að slíkt félag sé í einkaeigu þar sem ákvarðana- taka er hröð og áhættan aðeins á herðum þeirra sem ákvarðanirn- ar taka.“ Yfirtökutilboðið mun hljóða upp á 0,98 evrur á hlut sem samsvarar 85,23 krónum. Samkvæmt því er Actavis metið á um 287 milljarða íslenskra króna. Novator og félög því tengd eiga þegar 38,5 prósenta hlut í Actavis. Kaupverð á öðrum hlutum í félaginu myndi því nema um 176 milljörðum króna. Róbert Wessman, forstjóri Act- avis, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að kallað yrði til stjórnarfundar eins fljótt og auðið er. Stjórnin muni meta tilboðið og gefa frá sér formlegt álit á næstu dögum. Tilboð Novators upp á 85,23 krónur á hlut var um níu prósent- um hærra en lokagengi Actavis í Kauphöll Íslands í fyrradag. Bréf- in hækkuðu hins vegar um nærri tólf prósent í gær í kjölfar tilkynn- ingarinnar. Gengi bréfanna var við lokun markaða 87,50 krónur og því hærra en yfirtökutilboð Novators. Greiningardeild Glitnis telur til- boðið í lægri kantinum og ræður hluthöfum í Actavis frá því að samþykkja tilboðið. Greiningar- deild bandaríska fjárfestinga- bankans Merrill Lynch sendi einn- ig frá sér álit í gær þar sem tekið var í sama streng. Segir hún auð- veldlega hægt að réttlæta tilboð í Actavis upp á hundrað krónur á hlut. Merrill Lynch telur reyndar að hvernig sem fari standi Novat- or með pálmann í höndunum. Annaðhvort kaupi félagið Actavis á lágu verði og geti selt það með góðum hagnaði síðar meir. Eða að annað og hærra tilboð komi fram í félagið sem geri 38,5 prósenta hlut félagsins verðmeiri. Björgólf- ur Thor segist hins vegar ekki ætla að selja hlut sinn í Actavis, ef annað yfirtökutilboð berst. Björgólfur Thor tekur ekki undir að verðið sé lágt. „Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir hlutabréf í félaginu. Það er 21 prósenti yfir meðalgengi síð- ustu sex mánaða. Ef horft er á heild- arvirði í hlutfalli af EBITDU þá sérðu varla hærri verð á lyfjafyr- irtæki, hvorki í Evrópu né Norður- Ameríku.“ Straumur-Burðarás hefur selt 5,4 prósenta hlut í sænska upplýs- ingatæknifyrirtækinu Carl Lamm fyrir um þrjú hundruð milljón- ir króna. Straumur á eftir söluna 495.838 hluti í Carl Lamm sem svarar til 4,9 prósenta hlutar. Carl Lamm sérhæfir sig í skjala- stjórnun og vistunarlausnum og er dreifingaraðili fyrir mörg af þekktustu hátæknifyrirtækjum heims. Straumur selur í Carl Lamm Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðsta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun á milli mánaða sem skrifast að mestu á verðlækkanir á raftækjum og tölvubúnaði. Danska viðskiptablaðið Börsen hefur eftir greinendum að lækk- unin hafi komið á óvart en bætir við að þetta séu góðar fréttir fyrir smásala þar sem neytendur hafi haldið að sér höndum undanfarið vegna hárra vaxta og samdráttar á fasteignamarkaði. Jes Asmussen, aðalhagfræð- ingur Handelsbanken, í samtali við blaðið að búast megi við mikl- um vexti í einkaneyslu á næsta ári þegar kauphækkanir upp á allt að 4,5 prósent skili sér á sama tíma og verðbólga sé lág. Verðbólgan kom á óvart
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.