Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 38

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 38
BLS. 2 | sirkus | 11. MAÍ 2007 VINSÆLL Í BOLT- ANUM Garðar Thor virðist höfða til þeirra sem sjá um skemmti- atriðin á knattspyrnu- leikjum. J ú, það er rétt. Það er búið að bóka Garðar Thor á Wembley-leikvanginn 28. maí næstkomandi. Ég held að þetta sé einhvers konar úrslitaleikur um að komast upp í úrvalsdeildina. Ég er nú ekki alveg með þetta á hreinu en þetta verður stórleikur. Alveg pottþétt mesti áhorfenda- fjöldi sem Garðar hefur sungið fyrir,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars Thors Cortes, í samtali við Sirkus. Til að skýra málið mun Garðar Thor syngja fyrir úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Fjögur lið, Derby, Southampton, West Brom og Wolves, berjast um þetta sæti og munu tvö þessara liða spila á Wembley eftir að Garðar Thor hefur þanið raddbönd- in. Mikið er í húfi enda gefur sæti í úrvalsdeildinni tekjur upp á tæpa fjóra milljarða. Hinn nýi Wembley tekur rétt rúmlega níutíu þúsund áhorfendur og má búast við troðfullum velli og rafmagnaðri stemningu. Garðar Thor er ekki óvanur að koma fram á knattspyrnuleikjum því hann söng eins og engill fyrir leik Íslendingaliðs- ins West Ham og Chelsea á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni fyrir skömmu. Þar söng hann Nessun Dorma og einkennislag West Ham, Forever Blowing Bubbles. Fréttir bárust af misjöfnum undirtektum við söng Garðars Thors en Einar blæs á það og segir hann hafa staðið sig stórkostlega. „Eggert [Magnússon, stjórnarformaður West Ham] var himinlifandi sem og allir sem ég talaði við. Það var einhver einn fúll bloggari sem fílaði þetta ekki og einhvern veginn tókst Morgunblaðinu að grafa hann upp. Blaðið ætti eiginlega að fá verðlaun fyrir það því hann var sá eini sem hreifst ekki af íslenska tenórnum,“ segir Einar og hlær. oskar@frettabladid.is Heyrst hefur É g hef það alveg rosalega gott og meðgangan gengur vel,“ segir Freyja Sigurðardóttir, ein fremsta fitness-kona landsins, en Freyja er komin átján vikur á leið að sínu öðru barni. Freyja og kærastinn hennar, Haraldur Freyr, búa í Noregi en fyrir á Freyja soninn Jökul Mána. „Við ætlum að fá að vita kynið þegar við förum næst í sónar,“ segir Freyja spennt og bætir við að Jökull Máni vilji fá litla systur. „Mér er hins vegar alveg sama og er jafn spennt fyrir báðum kynjum.“ Freyja mun taka pásu frá allri fitness-keppni vegna meðgöngunnar en hún er án efa ein af fremstu fitness-konum landsins. „Ég er samt að æfa á hverjum degi, heilsan er góð og ég hef það mjög gott. Vonandi verð ég jafn fljót að jafna mig og eftir að Jökull Máni fæddist. Hann var bara sex mánaða þegar ég fór að keppa aftur og vann,“ segir hún hlæjandi. Freyja segir barnið velkomið í heiminn og að Haraldur Freyr sé mjög spenntur. „Þetta var planað. Við fórum að hugsa í desember hversu gaman það væri að koma með annað barn og í janúar var ég orðin ófrísk svo þetta tók ekki langan tíma. Ég er skrifuð inn 21. október en Jökull Máni á afmæli 27. október og það væri ekki leiðinlegt ef hann fengi litla systur í afmælisgjöf.“ indiana@frettabladid.is FREYJA SIGURÐARDÓTTIR FITNESS-KONA Á VON Á SÍNU ÖÐRU BARNI Í OKTÓBER. Sonurinn vill litla systur GARÐAR THOR CORTES VINSÆLL SEM SKEMMTIKRAFTUR Á KNATTSPYRNULEIKJUM Syngur fyrir 90 þús- und manns á Wembley STÆKKANDI FJÖLSKYLDA Haraldur, Jökull Máni og Freyja. Fjölskyldan mun stækka í október. STÆRSTA GIGGIÐ TIL ÞESSA Hinn nýbyggði Wembley-leikvangur rúmar níutíu þúsund manns. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Haukur flytur við hliðina á Björgólfi Thor Það reyndist ekki erfitt að selja einbýlishúsið að Lálandi 3 í Fossvoginum. Húsið var aðeins tvo daga í sölu enda fallegt hús á frábærum og veðursælum stað. Ekki skemmir fyrir að í næsta húsi, Lálandi 1, býr ríkasta par Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir. Nýi nágranni þeirra Björgólfs Thors og Kristínar heitir Haukur Oddsson og er verkfræð- ingur að mennt. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Glitni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.