Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 40

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 40
BLS. 4 | sirkus | 11. MAÍ 2007 Ú tgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er eigandi útgerðarfyrirtækisins Brims, hefur sótt um leyfi til skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness til að fá að rífa hús sitt við Nesveg 107 og byggja 600 fermetra glæsivillu, sem teiknuð er af Friðriki Friðrikssyni arkitekt, í staðinn. Húsið, sem gengur undir nafninu Marbakki, stendur á stórglæsilegri 1.200 fermetra sjávarlóð og borgaði Guðmund- ur 90 milljónir fyrir það þegar hann keypti það í lok árs 2005. Nú ætlar Guðmundur að rífa það og má því áætla að kostnaður hans, áður en hafist er handa við að byggja nýja húsið, verði um 100 milljónir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur ræðst í stórframkvæmdir. Hann keypti Iðunnarhúsið við Bræðra- borgarstíg í kringum aldamótin og breytti því öllu á fínasta og flottasta hátt. Það hús stendur nú autt og hafa Guðmundur og fjölskylda hans aldrei búið í húsinu. Ólöf og Ghostigital í Feneyjum Ólöf Arnalds og hljómsveitin Ghostigital munu troða upp í opnunarpartíi íslenska sýningarskálans á Feneyjatvíæringnum hinn 6. júní næstkomandi. Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið og munu verk hans verða til sýnis fram á haust. Það er menntamálaráðuneytið sem stendur straum af opnunarpartíinu en Baugur Group er aðalstyrktaraðili sýningarinnar. Fastlega er búist við því að hjónin Björk Guð- mundsdóttir og Matthew Barney verði meðal gesta í opnunarpartíinu en Barney opnar sýningu í sal Guggenheim- safnsins í Feneyjum daginn áður. Hátíðin sjálf hefst 7. júní og mun utanríkisráðu- neytið bjóða upp á morgunverð þann dag. Fastlega má búast við að flestir úr þotuliði landsins láti sjá sig í opnunar- partýinu en gaman verður að sjá hvort það verði nýr menntamálaráðherra sem dúkki upp. Gengið verður til kosninga á morgun laugardag og kemur í framhald- inu í ljós hvort Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir haldi áfram sem yfirmaður menntamála í landinu eða hvort hátíðin í Feneyjum verði eitt af fyrstu embættisverk- um nýs ráðherra. Heyrst hefur Þ essi umfjöllun er rosalega fín auglýsing fyrir mig auk þess sem það er frábært að komast í Vogue yfirhöfuð,“ segir Thelma Björk Jónsdóttir, 24 ára fatahönnuð- ur, en fjallað var um Thelmu og hönnun hennar í nýjasta hefti breska Vogue. Thelma, sem hannar undir merkinu THELMA design, hefur vakið athygli fyrir flottar hárspangir og höfuðföt. Hún býr í París og tók á dögunum þátt í LeShowroom á Tískuvikunni í París. Hingað til hefur hún selt hönnun sína í versluninni Trílógíu í Reykjavík en nú hefur Japansmarkaður bæst við og hún vonar að fljótlega komist hún að í París og í London. „Ég ætlaði alltaf að verða fatahönnuður, það hefur aldrei neitt annað verið á planinu,“ segir Thelma sem lærði handavinnu sem barn hjá ömmu sinni sem var handavinnukennari. Thelma hóf að hanna spangirnar eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún viðurkennir að hafa ekki einu sinni látið sig dreyma um umfjöllun í Vogue að tveimur árum liðnum. „Ég sá það ekki fyrir mér og það var ekki á fimm ára planinu,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún hafi fengið góð viðbrögð við umfjöllun- inni. Spurð fyrir hverja hönnun henn- ar sé segist hún ekki hanna fyrir sérstakar týpur. „Mér finnst spang- irnar ganga fyrir alla en hugmyndina að þessari línu fékk ég frá kvik- myndastjörnum eins og Marilyn Monroe og Gretu Garbo og róman- tíkinni hér í París. Línan er breið svo allar konur geta fundið sér spöng hvort sem þær eru að fara út að versla eða á leið í galaboð.“ Thelma framleiðir allar sínar vörur sjálf og vill vera með puttana í öllu. „Hver einasta spöng er handsaumuð og handunnin og eins og er er ég ekki tilbúin að henda þessu í fjöldafram- leiðslu. En ef eftirspurnin verður mikil verð ég að huga að þeim málum. Ég er að fara á sýningu í Tókýó á vegum Útflutningsráðs og ef það gengur vel þarf ég eflaust á hjálp að halda við framleiðsluna. Mér finnst þetta bara svo gaman að ég er ekki tilbúin að gefa þetta frá mér.“ Áhugasamir geta lesið meira um Thelmu á heimasíðunni www.iqons. com/thelma+bjork. indiana@frettabladid.is THELMA BJÖRK JÓNSDÓTTIR, 24 ÁRA FATAHÖNNUÐUR, VEKUR ATHYGLI Í EVRÓPU HANDSAUMAR HVERJA EINUSTU SPÖNG SJÁLF THELMA BJÖRK Thelma viðurkennir að hún hafi ekki einu sinni þorað að láta sig dreyma um Vogue. FLOTTAR SPANGIR „Mér finnst spangirnar ganga fyrir alla en hugmyndina að þessari línu fékk ég frá kvikmyndastjörnum eins og Marilyn Monroe og Gretu Garbo og rómantíkinni hér í París,“ segir Thelma. Sægreifi vill rífa 90 milljóna króna hús HEYRIR BRÁTT SÖGUNNI TIL Ef vilji Guðmundar nær fram að ganga heyrir þetta hús brátt sögunni til. SIRKUSMYND/VILHELM VILL RÍFA Sægreifinn Guðmundur vill byggja 600 fermetra glæsivillu þar sem Marbakki stendur nú. Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.