Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 42

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 42
BLS. 6 | sirkus | 11. MAÍ 2007 É g hef gaman af tískunni og reyni að fylgjast með en ætli minn stíll sé ekki í íhaldssam- ari kantinum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarkona forsætis- ráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Ragnheiður Elín klæðist fínum, klassískum fötum í vinnunni en klæðist hversdagslegri fötum í frítíma sínum. „Ég er mikið fyrir skyrtur og jakka en þegar vinnu lýkur klæðist ég hressari jökkum og gallabuxum,“ segir hún en bætir við að henni líði vel í vinnufötunum. „Við konurnar höfum samt mun meira frelsi í þessu en karlarnir og getum fundið okkur margt fleira en stífar skyrtur og dragtir.“ Aðspurð hvort fatasmekkur hennar hafi breyst með árunum segir hún svo vera. „Verður maður ekki að þroskast með aldrinum?“ segir hún brosandi og bætir við að hártískan hafi aðallega breyst. „Ég hef verið dugleg að prófa mig áfram og fór í gegnum þessi venjulegu tískuslys með herðapúðum og strokkapilsum. Í dag er meira samhengi í stílnum mínum og í fataskápnum passar flest saman.“ Ragnheiður Elín segist aðallega versla föt á flugvöllum. Hún hafi sjaldnast tíma til að versla hér heima. „Kastrup-flugvöllur er afar góður staður til að bíða eftir flugi á en þar eru margar af uppáhalds verslunun- um mínum eins og Sand. Þegar ég er að ferðast vegna vinnunnar nota ég oft tækifærið og versla á flugvöllum,“ segir hún og bætir við að hún elti tískuna ekki í blindni. „Ég reyni að fylgjast með tískusveiflum og kaupi eina og eina flík en fyrst og fremst kaupi ég flíkur sem klæða mig. Ég elti tískuna ekki það mikið að ég líti út eins og trúður. Eða það vona ég allavega,“ segir hún hlæjandi að lokum. indiana@frettabladid.is RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR KLÆÐIST KLASSÍSKUM OG FÍNUM FÖTUM Í VINNUNNI EN GALLABUXUM Í FRÍSTUNDUM. HÚN HLEYPTI SIRKUS Í FATASKÁPINN. STÍLLINN BREYTIST MEÐ ALDRINUM Á LÍNUSKAUTUM „Við hjónin rennum okkur á línuskautum þegar færi gefst. Það er alltaf jafn gaman að renna sér í góða veðrinu.“ VEIK FYRIR SKÓM. „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar veik fyrir skóm eins og svo margar kynsystur mínar. Maður á aldrei nóg af skóm.“ ÍSLENSK HÖNNUN „Ég lét sauma þennan jakka á mig fyrir brúðkaup en hef notað hann í seinni tíð við galla- buxur. Ég er aldrei í gallabuxum í vinnunni svo ég nota öll tækifæri sem gefast til að klæðast gallabuxum. Skóna keypti ég í Kúltur fyrir mánuði síðan.“ HERMANNAJAKKI „Ég keypti jakkann í Karen Millen í London, háu stígvélin voru keypt á útsölu. Þau eru mjög há svo ég nota þau aðeins í sitjandi boðum.“FÍNU GUCCI-GULLSKÓRNIR „Maðurinn minn gaf mér jakkann og skóna og valdi sjálfur og gladdi mitt litla hjarta. Skórnir eru frá Gucci en jakkinn og buxurnar voru keypt í Sand.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.