Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 44

Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 44
BLS. 8 | sirkus | 11. MAÍ 2007 É g hef haft það rosalega gott á meðgöngunni, er búin að vera heima og hef getað sinnt börnunum áður en stelpan kemur í heiminn,“ segir Ellý Ármanns, þula, móðir og vinsælasti bloggari landsins. „Ég hef verið hraust og notið þess að vera ekki að vinna frá níu til fimm en það er örugglega draumur allra ófrískra kvenna að geta slakað á fyrir fæðinguna. Þetta eru náttúrlega bara forréttindi,“ segir Ellý, sem er sátt við að Hér og nú, tímaritið sem hún ritstýrði, hafi verið selt og hún misst vinnuna í kjölfarið. Nú fær hún útrás fyrir skrifin á netinu og greinar hennar hafa aldrei verið vinsælli með upp í rúmlega 90 þúsund flettingar á viku. Enginn annar bloggari hefur náð öðrum eins vinsældum en metið var í kringum 30 þúsund flettingar áður en bloggið hennar Ellýjar sló í gegn. Sársaukinn hverfur þegar barnið kemur Ellý og sambýlismaður hennar, Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri á Sirkus, eiga von á dóttur um miðjan mánuðinn. Ef stelpan verður ekki komin í heiminn fyrir 15. maí verður hún tekin með keisara. „Ég hef bæði upplifað keisaraskurð og fæðingu og veit að það besta í heimi er að fá barnið strax í fangið eftir fæðinguna. Yngri strákurinn minn sneri við í miðri fæðingu og læknarnir urðu hræddir svo hann var tekinn með keisaraskurði. Ég fékk hann svo fullklæddan í fangið, sem var allt önnur lífsreynsla en að fá barnið beint á brjóstið eftir fæðingu. Ég er pínu hrædd eftir þessa reynslu en veit að allur sársauki hverfur þegar ég fæ hana í fangið sama hvaða leið hún kemur. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvað verður. Legg mig fram við að vera jákvæð og bjartsýn. Óska þess að allt fari vel,“ segir Ellý kát að venju. Kynið skiptir ekki máli Ellý á tvo syni. Einar Alex Jónsson er 8 ára og Ármann Elías Jónsson 11 ára. Freyr á tvær dætur, Kassöndru 15 ára og Kríu 7 ára en hún býr hjá þeim aðra hvora viku. „Krökkunum kemur vel saman. Það er hreint með ólíkindum hvað þetta gengur allt vel,“ segir Ellý og bætir við að hana hafi alltaf langað í stelpu. „Annars skiptir kynið engu máli,“ segir hún brosandi. Heimilið er sælureitur Ellý var 26 ára þegar hún eignaðist eldri soninn og tveimur árum seinna kom sá yngri í heiminn. Nú eru átta ár liðin. „Ég vil eignast fleiri börn og helst vildi ég fylla húsið af börnum. Það er ekki að ástæðulausu að ég valdi Frey,“ segir hún hlæjandi. „Við erum samstiga í þessu og viljum bæði eiga stóra samheldna fjöl- skyldu. Gott fjölskyldulíf er eftirsóknarvert, við eigum heimili sem er okkar sælureitur,“ segir Ellý og bætir við að hún sé að upplifa meðgönguna á annan hátt en þegar hún eignaðist synina. „Líkamlega finn ég að ég er eldri og andlega séð er þetta sæluvíma. Ég legg mig fram við að hugsa vel um mig og passa upp á mataræðið og svefninn. Svo fæ ég líka mikinn stuðning frá krökkun- um. Það eru fleiri sem taka þátt í þessu núna, ekki bara ég og makinn. Líf barnanna breytist jú líka og þau eru virkir þátttakendur. Við erum öll mjög spennt yfir þessu öllu saman.“ Kynlíf partur af tilverunni Blogg Ellýjar hefur vakið mikla athygli en síðan hennar er mest lesna heimasíða landsins. Ellý lætur allt flakka og frásagnirnar minna helst á þættina Sex and the City. „Ætli bloggið fái mig ekki til að gleyma stað og stund. Auðvitað koma þessar vinsældir mér á óvart að einhverju leyti. En eftir að hafa ritstýrt blaði og skrifað daglega á vefinn minn spámaður.is í fimm ár hef ég ágætis tilfinningu fyrir því hvað fólk vill lesa. Ég er að þessu fyrst og fremst til að hafa gaman af. Enda óþarfi að taka lífinu of alvarlega eða velta sér upp úr endalausum áhyggjum. Kynlíf er náttúrulegur partur af tilverunni. Hvers vegna má ekki tala um það?“ segir hún og hlær. „Á meðan ég hef gaman af þessu held ég áfram að skrifa daglegar örsögur, burtséð frá bókaútgefendum eða fjölmiðlum.“ indiana@frettabladid.is ELLÝ ÁRMANNS, ÞULA, MÓÐIR OG VIN- SÆLASTI BLOGGARI LANDSINS, MUN EIGNAST STELPU Á NÆSTU DÖGUM. VILL FYLLA HÚSIÐ AF BÖRNUM FALLEG FJÖLSKYLDA Ellý ásamt Einari Alex, Ármanni Elíasi og Kríu. „Krökkunum kemur vel saman. Það er hreint með ólíkindum hvað þetta gengur allt vel,“ segir Ellý. MYND/AUJA.NET ÚR BLOGGI ELLÝJAR „Hvað ertu að spá?“ spurði ég örvæntingarfull eftir að hún lýsti fyrir mér að þær hafi heilsast eins og um fund væri að ræða þar sem hún lá í fangi mannsins sem dýrkar hana af því að hún er einstök og dularfull kynferðisvera. … „Hún var mjög kammó. Kippti sér ekkert upp við að við værum að leika okkur í baðinu. Hún setti á sig varalit en þurfti síðan að rjúka af stað út á flugvöll,“ sagði hún afslöppuð og ekki var að sjá að hún skammaðist sín. … „Ég veit það. Ég kúgast bara svo auðveldlega,“ svaraði hún vandræðaleg á svipinn þegar hún viðurkenndi að hún hafði gert sér vonir um að myndarlegi bankamað- urinn gæti vakið ástríður hennar af löngum dvala. … „Þetta var æðislegt þangað til hann tyllti fótunum svona á sitthvora öxlina á mér og hallaði sér aftur í pottinum. Ég strauk á honum kálfana því ég var alveg til í að vera elskuð eins og gyðja í flottasta bústað landsins,“ útskýrði þessi samvinnuþýða stelpa sem hefur aldrei verið fyrir ruddaskap í samböndum. „En svo byrjaði hann að ýta tánum í kinnina á mér. Ég hélt náttúrlega að hann væri bara að reyna að kitla mig þar til hann spurði hvort ég vildi sjúga á honum tærnar.“ www.ellyarmanns.blog.is Ég fékk hann svo full- klæddan í fangið, sem var allt önnur lífsreynsla en að fá barnið beint á brjóstið eftir fæðingu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.