Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2007, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.05.2007, Qupperneq 50
hús&heimili Þetta veggskraut er í raun filma sem Gulla hannaði og er límd á vegginn. Gulla býður gesti sína velkomna á þriðju hæð verslunarinnar, þar sem hún er með kaffihús. Barborðið hannaði hún sjálf úr gömlum tekkhúsgögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gulla segir fólk oft lenda í vandræðum með einstaka glugga en hér hefur hún fundið sniðuga lausn því hún festi pappadúk í gluggana og límdi bókaplast yfir. „Textíl er í rauninni efni eða þráður þannig að textílhönnun er hönnun úr öllu sem búið er til úr þræði,“ segir Gulla, spurð hvað felist í textílhönnun. „Það getur verið silki, gúmmí, vír eða hvað sem er,“ bætir hún við. „Textíl er þess vegna voða- lega víðtækt því efni eru notuð svo víða, til dæmis í innanhússhönnun, fatahönnun og fleiru.“ Fyrst eftir að Gulla útskrifaðist úr Lista- háskólanum sérhæfði hún sig dálítið í að þrykkja. „Þá hanna ég munstur og þrykki því á efni. Annars hef ég alltaf haft mikinn áhuga á innan- hússhönnun svo ég hef mikið velt fyrir mér efnum fyrir híbýli, til dæmis púðum og gardínum,“ segir Gulla en hún hannaði til dæmis útlit veitingastaðanna Apóteksins og Þrastalundar á mjög smekklegan hátt. „Þegar ég kem inn á heimili fæ ég oft mynd í hugann og sé fyrir mér hvernig mér finnst best að hafa heimilið. Mér finnst ofsalega gaman að breyta einhverju og gera það fallegt.“ Gulla opnaði lífsstílsverslunina 3 hæðir í lok september á síð- asta ári. „Hún er kölluð lífsstílsbúð vegna þess að hún er með mat, föt, hluti til heimilisins, tónlist, bækur og fleira. Hugmyndin á bak við verslunina er að allir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að skoða vörurnar eða bara fá sér kaffi og köku en það er kaffihús á efstu hæð verslunarinnar,“ segir Gulla, sem hannaði að sjálfsögðu allt útlit verslunarinnar. „Mér finnst mjög gaman að taka gamla hluti og endurnýta þá. Ég hef til dæmis verið að gera púða úr gömlum fötum og það veitir mér vellíðan að taka eitthvað sem enginn lítur við og gera eitthvað fallegt og skemmtilegt úr því,“ segir Gulla en hún hannaði sjálf barborðið á efstu hæðinni úr gömlum tekkhúsgögnum. Gulla segir að fyrir sumarið ætti fólk endi- lega að taka bjarta liti inn á heimilið og nefnir liti eins og bleikan, fjólubláan og lime-grænan. „Í rauninni ættum við alltaf að endurskoða heimilið tvisvar á ári, á vorin og haust- in. Fyrir veturinn ættum við að taka inn teppi, kerti og fleira slíkt en fyrir sumar- ið ættu bjartari litir að ráða ríkjum, blóm og fleira. Maður er ferskari ef heimilið er ekki allt- af eins og það þarf ekkert að kosta neitt mikið,“ segir hin hugmyndaríka Gulla og brosir. sigridurh@frettabladid.is Innanhússhönnun í uppáhaldi Guðlaug Halldórsdóttir, eða Gulla, útskrifaðist sem textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 1998 og rekur nú lífsstílsverslunina 3 hæðir á Laugavegi. Þar segir hún hugmyndina vera að öll fjölskyldan eigi að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Í 3 hæðum selur Gulla ýmsa hluti frá finnska endurvinnslufyrirtækinu Secco en þar eru hannaðir fallegir munir úr endurunnu efni. Þetta veski er til dæmis úr slöngu innan úr dráttarvélardekki. Gullu finnst gaman að gera eitthvað fallegt úr gömlum hlut- um sem enginn lítur við lengur. Hér er skemmti- legur púði sem gerður er úr gömlum jakkafötum. 11. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.