Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 66
BLS. 14 | sirkus | 11. MAÍ 2007 „Ég fer til Mallorca í tvær vikur í júní, elska þessa litlu eyju og myndi helst vilja búa þar. Svo geri ég eitthvað skemmti- legt hér heima, eyði alltaf ómældum tíma í garðinum og umhverfinu mínu en ég er svo heppin að búa í „sveitinni“ rétt innan borgarmark- anna.“ Elín Gests- dóttir, fram- kvæmdastjóri Ungfrú Ísland „Í sumarleyfinu ætla ég að fljúga eftir því sem ég hef fjaðrir til.“ Hrafn Gunn- laugsson kvik- mynda- leik- stjóri „Við hjónin vonumst til að ná einni viku með tærnar upp í loft á Spáni, annars standa til mörg dásamleg og spenn- andi söngferða- lög.“ Kirstín Erna Blöndal söngkona „Ég er í fæðingarorlofi og ætla að reyna að ferðast um landið í sumar með fjölskyldunni. Við förum örugglega í tjaldútilegu og í sumarbústað.“ Selma Björns- dóttir söng- kona Uppáhalds sundlaugin Hvað á að gera í sumarleyfinu? „Uppáhalds- sundlaugin mín er að sjálfsögðu sundlaugin í Hveragerði, svo ég tali nú ekki um frábæra gufubaðið þar. Mæli stórlega með því.“ Hildur Magnúsdóttir HARA „Á uppvaxtarárunum í Breiðholtinu var það Breiðholtslaugin. Eftir viðkomu í Norðurmýrinni, með Sundhöll Reykjavíkur sem aðal, flutti maður í Kópavoginn og þar er Salalaugin að sjálfsögðu langbesta laugin í heiminum. Það er jafn erfitt að gera upp á milli þessara lauga og barnanna sinna, allar eru þær sérstakar eins og við fólin sem sullum í þeim.“ Bergsveinn Arelíusson söngvari „Norðan heiða er það sundlaugin á Þelamörk, þar er engu líkt að slaka á og njóta kyrrðarinnar. Sunnan heiða er Sundlaug Seltjarnarness í mestu uppáhaldi enda dásamlegt að synda í sjóblönduðu vatninu. Þar er líka yndislegt andrúmsloft og vatnsgufubaðið og nuddpotturinn óborganleg.“ Björg Þórhalls- dóttir söngkona „Uppáhaldssundlaugin mín er á Seltjarnar- nesi. Ég held það sé sjávarsaltið sem ég hrífst af. Ég bý í Norðlingaholti og það er óneitanlega styttra í Árbæjarlaug og sú laug er glæsileg og sniðin að þörfum barnanna. Mér finnst skemmtilegt að prófa nýjar sundlaugar úti á landi og laugin á Sólheimum í Grímsnesi gefur mér eitthvað alveg einstakt.“ Eva Dögg Sigurgeirsdóttir „Nú eru bara jólin. Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Páll Óskar Hjálmtýs- son, sem stendur fyrir Eurovision- partíi á Nasa á laugardagskvöldið, fimmta árið í röð. „Ég er kominn í ofsalega góðan fíling enda um einstakt partí að ræða. Eurovision er bara einu sinni á ári og því eins gott að njóta á meðan er,“ segir Páll Óskar, sem byrjar að spila stundvíslega kl. 23. „Gengi íslenska lagsins skiptir aldrei máli þegar kemur að þessu partíi, röðin nær alltaf að Alþingis- húsinu. Að venju verður spilað inn á nostalgíuna og flottustu Eurovision- lög allra tíma spiluð auk þess sem fullt af stjörnum treður upp. Þar á meðal Silvía Nótt og Eurovision- drottningin sjálf, Selma Björnsdóttir, og Friðrik Ómar. Ég upplifi Friðrik Ómar sem Eurovision-stjörnu og tel aðeins tímaspursmál hvenær hann keppir fyrir okkar hönd,“ segir Páll Óskar. Spurður um gengi Eiríks Haukssonar viðurkennir Palli að vera ekkert svo bjartsýnn. „Ég er með smá hnút í maganum. Eiríkur Hauksson er með ofsalega fallega rokkrödd frá náttúrunnar hendi en í leiðinni alveg laus við alla stæla. Hann er yndis- legur maður og ég stend með honum alla leið og óska honum alls hins besta. Vesenið er hins vegar að öll góðu lögin í keppninni verða flutt á fimmtudaginn en hin lélegu og metnaðarlausu lögin komast sjálfkrafa áfram svo fórnarlömbin verða mörg og ég hef áhyggjur af að Eiríkur Hauksson verði eitt þeirra,“ segir Palli, sem telur Búlgaríu og Úkraínu sigurstranglegustu löndin. „Ég elska Búlgaríu og hún Verka, dragdrottningin frá Úkraínu, kann sko til verka.“ indiana@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR STENDUR FYRIR ÁRLEGU EUROVISION-PARTÍI ANNAÐ KVÖLD. Ekki nógu bjartsýnn PÁLL ÓSKAR Páll Óskar veðjar á framlag Búlgaríu og Úkraínu. „Ég elska Búlgaríu og hún Verka, dragdrottningin frá Úkraínu, kann sko til verka.“ Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus SPURNINGAKEPPNI sirkuss SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. SIGURÐUR KÁRI SIGRAÐI GERÐI KRISTNÝJU Í SÍÐUSTU VIKU OG KEPPIR HÉR VIÐ SÓLVEIGU BERGMANN. Rétt svör: 1.Tom Cruise. 2. Sprengjuhöllin. 3. Krónprins Dana og Spánar. 4.Nicolas Sarkozy. 5.Ölvunarakstur. 6.Red Bull. 7.Ellý Ármanns. 8. 1976.9. Gerðar Helgadóttur Sólveig Bergmann 1. Tom Cruise. 2. Veit ekki. 3. Danmerkur og Noregs. 4. Sarkozy. 5. Að aka ölvuð. 6. Red Bull. 7. Ellý Ármanns. 8. 1983. 9. Gerðar Helgadóttur. Sigurður Kári 1. Tom Cruise. 2. Baggalútur. 3. Danmerkur og Spánar. 4. Nicolas Sarkozy. 5. Fyrir ölvunarakstur. 6. McLaren. 7. Ellý Ármanns. 8. 1983. 9. Einars Jónssonar. Sólveig Bergmann sigrar Sigurð Kára með sex réttum svörum gegn fimm. Sigurður Kári skorar á Rúnar Frey leikara. Fylgist með í næstu viku. 1. Hver lék aðal- hlutverkið í Cocktail sem kom út árið 1988? 2. Hvaða hljóm- sveit á lagið Verum í sambandi sem mikið hefur verið spilað á íslenskum útvarpsstöðvum upp á síðkastið? 3. Krónprinsar hvaða landa eignuðust barn á dögunum? 4. Hvað heitir nýkjörinn forseti Frakklands? 5. Fyrir hvað var París Hilton dæmd í fangelsi? 6. Fyrir hvaða lið ekur ökuþórinn David Coulthard í Formúlu 1? 7. Hver á vinsælasta bloggið á Íslandi? 8. Hvaða ár var fyrsta 17-verslunin opnuð við Laugaveg? 9. Gluggar hvaða myndhöggvara eru komnir heim til Íslands frá Þýskalandi?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.