Fréttablaðið - 11.05.2007, Qupperneq 73
Fjölhæfur þingmaður
Andri Snær Magnason met-söluhöfundurinn, sem samdi
DRAUMALANDIÐ, handbók
handa hræddri þjóð, varpaði eft-
irfarandi spurningu fram á vor-
þingi Íslandshreyfingarinnar á
sunnudaginn: „Hversu oft eign-
ast þjóð mann sem þekkir land-
ið eins og lófann á sér og miðlar
því til landsmanna af þekkingu,
mælsku og ástríðu? Mann, sem
þekkir fjöllin, jöklana og flýgur
í gegnum eldgosin? Hversu oft
eignast þjóð mann, sem er kvik-
myndagerðarmaður, kappakst-
urshetja, flugmaður, rithöfundur,
söngvari, dansari og textahöfund-
ur? Mann eins og Ómar Ragnars-
son?“ Öll vitum við svarið. Það er
ekki ýkja oft. Raunar sárasjald-
an. Og þegar slíkur maður gefur
okkur kost á því að setjast inn á
Alþingi Íslendinga er það kost-
ur, sem við ættum sem flest að
taka tveimur höndum. Það yrði
okkur ekki aðeins til sóma held-
ur löggjafarsamkomunni til mik-
ils gagns og nytsemdar.
Það eru ekki margir á Alþingi
sem búa yfir þeirri fjölhæfni sem
Ómar Ragnarsson hefur ræktað
með sér í gegnum árin. En því til
viðbótar kemur að þar fer maður
sem ann landi sínu og þjóð af fá-
gætri innlifun, ekki með neinni
innilokunarkennd eyjaskeggj-
ans, heldur hefur hann kapp-
kostað að setja íslenskar nátt-
úruperlur í alþjóðlegt samhengi
og sýnt okkur fram á að það er
skylda okkar við umheiminn og
alþjóðasamfélagið að halda utan
um þær og varðveita þær, seinni
tíma kynslóðum Íslendinga og
öðrum jarðarbúum til yndis og
upplyftingar.
Og jafnframt
hefur hann
sýnt fram á að
við höfum ótal
aðra mögu-
leika til að
halda uppi
efnahags-
legri hag-
sæld og sjálf-
bærum hag-
vexti, ef við
bara komum auga á tækifær-
in og nýtum okkur þau, höldum
uppi háu menntunar- og menn-
ingarstigi, og skipum þekkingu
og tæknikunnáttu í öndvegi með
nærfærinni umgengni við um-
hverfi okkar.
Það er ekki langt síðan emb-
ætti umhverfisráðherra var
stofnað. Í því ráðuneyti hefur
verið unnið margt gott verk.
En því miður hafa fæstir þeirra,
sem því embætti hafa gegnt,
haft til að bera það hugarfar sem
þarf. Þeir hafa verið nógu ákaf-
ir til að friðlýsa ákveðin svæði,
en jafnundanlátssamir, um leið
og sérhagsmunirnir hafa látið á
sér kræla og flokkseigendurnir
skipað þeim fyrir.
Íslandshreyfingin er nýtt
stjórnmálaafl og á vissulega á
brattann að sækja. Hana vant-
ar enn herslumuninn til að rjúfa
5-prósenta múrinn. Þau prósent
sem á vantar eru dýrmætustu
prósentin í þessari kosningabar-
áttu, því að þau skila ekki bara
Ómari inn á þing heldur mundi
hann taka með sér tvo aðra þing-
menn eða þingkonur og innsigla
með því fall stóriðjustefnunnar.
Höfundur er blaðamaður og
skipar 2. sæti lista Íslandshreyf-
ingarinnar í Reykjavík norður.
Vitræn umræða um umhverf-ismál kallar á að málaflokk-
urinn sé ræddur með vísindaleg-
um rökum og í hnattrænu sam-
hengi. Virkjun sem hér er byggð
og nýtir okkar umhverfisvænu
og endurnýjanlegu orkulindir
dregur úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda í heiminum. Stefna VG
felur ekki í sér lausnir í umhverf-
ismálum. Þar er fyrst og síðast
á ferðinni þjóðernissinnuð nátt-
úruvernd sem byggir röksemda-
færslu sína á tilfinningum frem-
ur en vísindum.
Ég geri að sjálfsögðu ekki at-
hugasemdir við að Íslendingar,
hvar í pólitík sem þeir standa,
hafi sterkar skoðanir á umhverf-
ismálum og náttúruvernd. Ég
geri hins vegar athugasemdir við
að viðhafður sé sá málatilbúnað-
ur að Ísland þurfi ekki – eða geti
ekki – lagt eitthvað að mörkum
til sjálfbærrar þróunar í heim-
inum. Ég geri athugasemdir við
hugmyndir á borð við þá að virkj-
unin á Kárahnjúkum verði látin
standa ónotuð sem minnisvarði
um „heimsku mannanna“, eins og
ég hygg að það hafi verið orðað.
Ég hlýt að spyrja hvort það sé í
anda umhverfisverndar að láta
virkjunina verða veðri og vindum
að bráð og grotna niður? Virkj-
anir eru ekki annað hvort góðar
eða slæmar. Það getur farið vel
saman að vera fylgjandi því að
virkja auðlindir landsins, en
þykja á sama tíma vænt um og
virða náttúruna.
Í málflutningi gegn álveri
á Bakka og Reyðarfirði hefur
ýmsum rangindum verið hald-
ið á lofti. En mest áberandi eru
þó staðhæfingar um að þessi upp-
bygging ryðji burtu öðrum og
hugnan-
legri at-
vinnutæki-
færum sem
bíða hand-
an við horn-
ið. Að í ál-
veri séu
aðeins lág-
launastörf
í boði og
eingöngu
fyrir karl-
menn. Hið
rétta er að laun í álveri eru ágæt-
lega borguð. Meðallaun ófag-
lærðra verða yfir 300 þúsund á
mánuði á Reyðarfirði og laun iðn-
aðarmanna fara yfir 400 þúsund
eftir þjálfunartíma. Þetta teljast
varla lág laun. Auk þess hafa ál-
fyrirtækin hér á landi verið í far-
arbroddi í menntun starfsmanna
sinna, aðbúnaði og starfsmanna-
stefnu almennt. Álverin þykja
eftirsóknarverðir vinnustaðir
sem bjóða upp á fjölbreytt störf,
enda helst þeim vel á sínu starfs-
fólki. Þá er rétt að halda því til
haga að konur verða þriðjungur
starfsmanna Alcoa Reyðaráls.
Áður en framkvæmdir við stór-
iðjuframkvæmdir hófust á Aust-
urlandi voru laun í fjórðungnum
með þeim lægstu á landinu. Þau
hafa nú náð landsmeðaltalinu og
gera má ráð fyrir að þau fari upp
fyrir það. Húsnæðisverð hefur
hækkað hlutfallslega mest á
Austurlandi og eignir íbúanna því
orðið verðmætari. Næststærsta
höfn landsins er nú risin á Reyð-
arfirði sem mun gjörbreyta flutn-
ingum til og frá fjórðungnum
og hafa gríðarleg áhrif. Að auki
hefur Alcoa staðið fyrir uppbygg-
ingu í byggðarlaginu, meðal ann-
ars á sviði landgræðslu og gerð
íþróttamannvirkja. Ákvörðun um
virkjana- og álversframkvæmd-
ir markaði spor í byggðarþróun í
fjórðungnum, spor sem mun hafa
verið og verða áfram til heilla.
Með því að nýta auðlindirnar
stuðlum við jafnframt að því að
landið sé í byggð og að þéttbýlis-
kjarnar geti dafnað og blómstr-
að. Við viljum hafa byggð í land-
inu öllu. Þar liggur meðal annars
hagur umhverfisins. Víða í þétt-
býliskjörnum á landsbyggðinni,
eins og t.d. á Húsavík og Raufar-
höfn, hefur íbúum fækkað und-
anfarin ár. Einkum fækkar ungu
fólki á meðan hinir eldri sitja
eftir. Ástæðan er fyrst og fremst
að ekki eru nógu mörg störf í
boði fyrir unga fólkið. Við þessari
þróun verður að sporna. Reynsla
okkar frá álverinu á Reyðar-
firði sýnir að verði álver reist á
Bakka við Húsavík myndu ekki
eingöngu Húsvíkingar finna fyrir
áhrifum, heldur myndi áhrifanna
gæta í byggðakjörnum og sveit-
inni í öllum fjórðungnum, m.a. á
Laugum, Kópaskeri, Raufarhöfn,
í Mývatnssveit og á Akureyri svo
að dæmi séu tekin. Starfsmenn
hugsanlegs álvers yrðu 300-350
talsins og afleidd störf 600-800.
Reiknað er með að íbúum í Þing-
eyjarsýslu muni fjölga um 1.000
komi til framkvæmda. Þannig
skapast ný störf og til yrði kjöl-
festa í byggðarlaginu. Ég veit að
heimamenn munu áfram styðja
þessa ákvörðun og ég mun ekki
liggja á mínu liði til þess að
draumur þeirra um blómlega at-
vinnuuppbyggingu verði að veru-
leika.
Ég treysti því að íbúar Norð-
austurkjördæmis horfi til þess á
kjördag hverjir hafa staðið í fylk-
ingarbrjósti fyrir mestu fram-
kvæmdum og uppbyggingu í Ís-
landssögunni. Með stuðningi við
Framsóknarflokkinn vita kjós-
endur að hverju þeir ganga.
Höfundur er utanríkisráðherra og
frambjóðandi Framsóknarflokks-
ins í Norðausturkjördæmi.
Íbúar á Norðausturlandi
vita að hverju þeir ganga
Mikil um-ræða
hefur verið
um tvöföld-
un Suðurlands-
vegar. Upphaf-
lega átti það að
kosta 14 m.a.kr
en nú hafa einkaaðilar sagst geta
leyst verkefnið fyrir 7,5-8 m.a.
kr. Það er fagnaðarefni og sýnir
eins og svo oft áður að einkaaðil-
ar geta leyst verkefni með mun
hagkvæmari hætti en áður. Þessar
nýju tölur opna fyrir þann mögu-
leika að um leið og ráðist er í að
bæta umferðina austur fyrir fjall
er jafnframt hægt að bæta öryggi
umferðar út úr borginni vestur á
land.
Umferðaröryggismál eru mér
hugleikin og fyrir mér eru það
forgangsverkefni að skilja á milli
umferðar úr gagnstæðum áttum
á vegum út frá höfðuborgarsvæð-
inu. Í fyrstu leit úr fyrir að tvö-
földun austur fyrir fjall myndi
tefja úrbætur í umferðaröryggi
á leiðinni vestur í Borgarnes.
Báðar þessar leiðir eru hættu-
legar vegna þess hve umferðar-
þunginn er mikill og því verður
að bæta umferðaröryggi á þeim
báðum eins fljótt og kostur er.
En í þessu máli eins og mörgum
öðrum koma einkaaðilar að með
hagkvæmar lausnir sem verða til
þess að hægt er að auka umferð-
aröryggi á báðum þessum leiðum
án þess að önnur framkvæmdin
bitni á hinni.
Höfundur er frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi.
Gleðiefni