Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 76
Góðir landar, nú fer að líða að einni af stóru stundun- um í okkar lýðræðisþjóðfélagi sem eru kosningar til alþing- is þann 12. maí. Nýr valkost- ur er nú kominn upp; Íslands- hreyfingin - lifandi land, þar sem samfélagi, efnahag og umhverfismálum er gert jafn hátt undir höfði. Ef þú spyrð mig; Hvers vegna ætti ég að kjósa flokk sem vill stóriðjustopp? þá svara ég því hér á eftir, því gallarnir við frekari uppbyggingu stóriðju eru vægast sagt óhugnan- legir. Hvar eigum við að byrja? Jú, byrjum á ís- lenskri náttúru því hún getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og fæst nú nánast gefins til er- lendrar stóriðju. Margir álíta að víðernin á Íslandi séu enda- laus, það séu til endalausar ár til að stífla - það sé til nóg af þessari náttúru. En eftir að hafa flogið á litlu flugvélinni minni yfir Ísland og ljósmynd- að nú vel á annan áratug, þá kemur það mér ein- mitt mest á óvart hve þessi hálendissvæði eru í raun lítil og sérstæð. Tökum sem dæmi Eyjabakka sem ná yfir lítið svæði, aðeins nokkra kílómetra á kant. Hvergi hef ég séð neitt sem líkist þeim. Fossaröðin neðan þeirra verður þurrkuð upp vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Önnur náttúruperla er Langi- sjór sem ekki á sinn líka; djúpblátt stöðuvatn í fjallasal, skreytt hvanngrænum eyjum. Eigum við að eyðileggja Langasjó með mórauðu jökul- vatni og aurburði úr Skaftá? Einhver eftirminni- legasta kajak og ljósmyndaferð sem ég hef farið var sigling um Langasjó frá enda til enda. Skemmtilegustu ár landsins til flúðasigl- inga eru í Skagafirði. Hinar stórkostlegu Jök- ulsár eru meðal aðalsmerkja héraðsins. Eigum við þurrka þær upp? Eitt magnaðasta háhita- svæði sem hægt er að fljúga yfir, og ganga um, er ósnert Torfajökulssvæðið (m.a. Hrafntinnu- sker) sem teygir sig í órjúfanlegri heild ofan í náttúruundrið Jökulgil í Landmannalaugum. Um það liggur m.a. ein vinsælasta gönguleið há- lendisins, Laugavegurinn. Torfajökulssvæðið er lítið svæði í um þúsund metra hæð með hverum, gufustrókum og litadýrð. Það tekur mig einung- is 3-4 mínútur að hringfljúga það á litlu flugvél- inni minni. Viljum við sjá fyrir okkur Hellisheið- arvirkjun þar? Dettifoss er einn tilkomumesti foss Evrópu. Ég hef ætlað að mynda hann en hef staðið mig að því að horfa dolfallinn í flauminn eins og allir sem þangað koma. Eigum við að setja krana á Dettifoss? Þjórsárver hafa ekki margir séð með eigin augum en þau er hreint óviðjafnanlegt að nálgast eftir flug yfir gróðursnautt umhverf- ið allt í kring. Að hringfljúga þessa algrónu vin tekur mig ekki nema um 5-6 mínútur. Stærra er þetta svæði ekki en í Þjórsárverum verpa tug- þúsundir heiðagæsa. Nú þegar eru virkjunar- mannvirki komin alveg í jaðar veranna. Klára málið og eyðileggja þau líka? Þessi upptalning hér að ofan er því miður ekki bara einhver áróður. Þessi svæði er verið að rannsaka og mæla hátt og lágt til að gera klár fyrir virkjanir. Það eru enn fleiri svæði á skurð- arborðinu, mjög falleg svæði sem munu koma okkur til góða í framtíðinni ef við björgum þeim. Ef þú kjósandi góður vilt stöðva þá óheillaþró- un sem í gangi er þá gerir þú það aðeins með at- kvæði þínu. Örlög landsins snúast um völd. Þess vegna er Íslandshreyfingin komin til. Landið og náttúran verða að fá fleiri málsvara inn á Alþingi. Að þeir komi aðeins úr röðum Vinstri grænna hefur ekki reynst nóg. Höfum það alveg á hreinu, ágætu landar, að þetta eru síðustu alþingiskosningarnar sem gefa okkur kost á að koma náttúru og framtíð- arímynd þessa lands til bjargar. Ímynd sem er búið að verja milljónatugum ef ekki hundruð- um í að markaðssetja. Ímynd sem við erum nú þegar þekkt fyrir. Í alþingiskosningunum árið 2011 verður orðið of seint að kjósa íslenskri nátt- úru griða. Kjósum með landinu; ánum, fuglunum, lækj- unum, mosanum, hveralitunum og ósnortna um- hverfinu. Við þurfum ekki fleiri álbræðslur, við þurfum Ísland eins og það er. Höfundur skipar 6. sæti á lista Íslandshreyf- ingarinnar í kjördæminu Reykjavík norður. Síðustu forvöð fyrir kosningar Það er keppi-kefli allra stjórnmála- flokka að út- rýma biðlistum í velferðarkerf- inu. Í kappsemi sinni keyrir hins vegar Samfylkingin kosn- ingabaráttu sína á villandi upp- lýsingum um biðlista í velferð- arkerfinu. Samfylkingin heldur því fram að yfir 3000 manns séu á biðlista á Landspítalanum eftir aðgerðum. Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi að rúmlega 2000 manns hafi beðið eftir að komast í skurð- aðgerð á LSH í mars 2007, sem er svipað og fyrir ári síðan. Þar af voru 1354 sjúklingar sem höfðu beðið lengur en 3 mán- uði, en sjúkrahúsið lítur svo á „að skemmri bið en 3 mánuðir sé ekki eiginlegur biðlisti, held- ur vinnulisti“. Þessi viðmiðun er ekki séríslensk, heldur almennt höfð til hliðsjónar við skipu- lagningu í heilbrigðisþjónustu. Þannig hafa mörg lönd sett sér viðmið um að 3-6 mánaða biðtími eftir nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu sé innan tilhlýðilegra marka. Þá stefnu hefur m.a. Samfylkingin markað sér. Lækningaforstjórinn bendir t.d. á að 400 manns eru á lista til að fara í aðgerðir á háls- nef og eyrnadeild, en 120-130 aðgerðir eru gerðar á mánuði eða 360-390 aðgerðir á þremur mánuðum. Varla er hægt að kalla þetta bið- lista, því það hentar oft fólki að fá fyrirvara að fara í aðgerð m.a. vegna vinnu og ýmissa ráðstafana í persónulegu lífi. Það þarf varla að taka það fram að þeir sem eru í brýnni þörf komast strax að. Að sama skapi hafa komið fram upplýsingar um að meðal- biðtími eftir göngudeildarþjón- ustu hjá Barna- og unglingageð- deildinni (BUGL) sé rúmir 3 mánuðir. Biðlisti upp á 160-170 börn er nýtilkominn og jókst um helming á síðustu tveimur mán- uðum, sem ekki hefur tekist að útskýra, ekki síst í ljósi þess að frá áramótum hefur Miðstöð heilsuverndar barna sinnt 75 börnum sem annars hefðu fengið þjónustu á BUGL. Þetta er nýtt úrræði innan heilsugæslunnar sem styrkir þjónustu við börn með geðrænan vanda og fjöl- skyldur þeirra og hafa sálfræð- ingar verið ráðnir til þessa verk- efnis frá áramótum. Fleiri dæmi má taka úr aug- lýsingum Samfylkingarinnar en allar bera þær að sama brunni. Kosningaáróður Samfylking- arinnar þessa dagana dregur úr trúverðugleika flokksins og sýnir að hjá þeim helgar tilgang- urinn meðalið. Höfundur er alþingismaður og er í 4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík suður. Biðlisti eða vinnulisti Alþingi hefur verið að myndast við að setja reglur um kosninga- baráttu stjórn- málaflokkanna og fjárreiður þeirra. Þannig eru settar reglur um hversu há framlög fyrirtækja og einstaklinga mega vera. Auk þess hafa flokkarnir gert með sér samkomulag um hámark kostnað- ar við auglýsingar á landsvett- vangi. Þetta er allt gott og bless- að en virðist skipta takmörkuðu máli þegar litið er á gegndarlaus- an fjáraustur ráðuneytanna í formi kosningarloforða, siðlausra samn- inga sem gerðir eru af ráðherrum í nafni viðkomandi ráðuneyta og á kostnað skattgreiðenda. Það er eðlilegt og sjálfsagt að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- urinn geti gefið sín kosningaloforð rétt eins og aðrir flokkar. Þannig er í góðu lagi að frambjóðandi Þor- gerður Katrín Gunnardóttir gefi loforð til Húsvíkinga að hún muni beita sér fyrir fjárveitingum til hvalaskoðunar næstu árin en það er siðlaust og pólitísk misbeiting að gera það í nafni menntamálaráðu- neytisins þó svo að hún komi til með að sitja í því ráðuneyti nokkra daga í viðbót. Pólitískt umboð ríkis- stjórnarinnar rennur út 12. maí og alls óvíst hvort það verður endur- nýjað. Því geta ráðherrar ekki vísað til þess að þeir hafi þingmeirihluta að baki sér til að fylgja eftir samn- ingum sínum á Alþingi á komandi þingi. Skiptir þá engu hvort slík- ir samningar eru gerðir með fyrir- vara um fjárveitingar frá fjárveit- ingarvaldinu, þ.e. Alþingi. Samningar ráðherra ríkisstjórn- ar Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks á síðustu dögum, vikum og mánuðum nema skuldbindingum til framtíðar upp á um 450 milljarða króna og vegur samgönguáætlun þar þyngst. Þeir eru í reynd mark- lausir nema að þeir eigi sér stoð í samþykktum Alþingis. Upphæðirn- ar eru misháar og dreifast vítt og breitt um landið. Margt er til góðra verkefna sem vanrækt hafa verið um langan tíma í tíð núverandi rík- isstjórnar. Það er t.d. hálf aumkun- arvert að sjá þegar heibrigðisráð- herra hleypur til á síðustu stundu varðandi tannheilsu barna þegar í ljós hefur komið að Framsókn- arflokkurinn á sér orðið afar fáa stuðningsmenn ef undan er skildir þeir félagar, Karíus og Baktus. Á meðan kosningabarátta ann- arra er látin sæta takmörkunum um fjáröflun og í auglýsingum þá ríða ráðherrarnir um héruð og ausa út skattfé almennings án þess að hafa til þess nokkuð umboð. Ráðherra- ræðinu verður að linna svo koma megi í veg fyrir að þeir misbeiti valdi sínu og geri siðlausa samn- inga í nafni ríkisins án nokkurra trygginga um stuðning Alþingis við gerðir þeirra. Höfundur er frambjóðandi og kosningarstjóri Samfylkingarinn- ar í Kraganum. Siðlaus kosningabarátta Sorpkvarnir Minna sorp - betri lykt Fullt verð frá kr.: 24.900 Léttu þér lífið Pitstop – góð vara, frábært verð og framúrskarandi þjónusta. Gæðakaffi, nettengd tölva, tímarit og blöð – fyrir þig meðan þú bíður. Nú á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – þjónusta í fyrirrúmi. Hjallahrauni 4 Hfj. 565 2121 Dugguvogi 10 568 2020 Skeifunni 5 568 2025 SUMARDEKKÁ FRÁBÆRU VERÐI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.