Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 78

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 78
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við Há- skólann á Bifröst. „Mér líst mjög vel á þetta og finnst þetta spennandi,“ segir Ásta Dís, sem hefur störf í ágúst. „Ég þekki þetta ágætlega því ég er búin að vera hjá HÍ síðan 1999, þannig að þetta umhverfi er ekkert nýtt fyrir mér. Aðal- ástæðan fyrir því að ég er að fara þarna er samt sú að Ágúst Einarsson er þarna. Við erum búin að vinna saman undanfarin ár og mér finnst mjög spennandi að vinna með honum áfram. Svo er verið að byggja upp þetta alþjóðaviðskiptanám í Bifröst í samvinnu við Við- skiptaháskólann í Kaup- mannahöfn. Þarna er margt mjög spennandi að gerast og ég hlakka til að flytja í Borg- arfjörð,“ segir hún. Ásta Dís hefur undanfar- in ár starfað og sinnt dokt- orsrannsóknum í alþjóða- viðskiptum við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn þar sem hún rannsakar ár- angur beinna erlendra fjár- festingafyrirtækja sem koma frá smáum hagkerf- um. Þess utan er hún að vinna að rannsókn með sérfræð- ingum frá háskólum í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem er leitast við að varpa ljósi á fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja og hvaða áhrif það hefur á ár- angur að hafa fólk með mis- munandi bakgrunn í stjórn- um fyrirtækja. Ásta Dís mun áfram sinna kennslu og rannsóknum við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn meðfram störf- um við Háskólann á Bif- röst. Hún hefur búið í þrjú ár í Danmörku og segir þann tíma hafa verið yndislegan. Ásta er gift Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., og eiga þau fjögur börn. Ég nota ekki eiturlyf, ég er eiturlyf. Adolf Eichmann handsamaður Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns, Benedikts Steinþórssonar. Guðrún Björk Benediktsdóttir og Hreggviður Þorsteinsson Steinþór Benediktsson og Hildur Guðbjörnsdóttir Jóna Guðlaugsdóttir og Benedikt Ágústsson Matthildur Guðbrandsdóttir og Benedikt Þorvaldsson systkini og aðrir aðstandendur. Jóhanna Jóhannsdóttir ljósmóðir, frá Skógum, Fellsströnd, Dalasýslu, lést 29. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum góða um- önnun á liðnum veikindaárum. Ef einhverjir vilja minnast hennar var það ósk hennar að Umhyggja, félag til styrktar langveikum börnum fengi notið þess. Guð blessi minningu hennar og öll hennar störf. Vinir og vandamenn. Hjartans þakkir sendum við öllum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Vilhjálms Rúnars Hendrikssonar er lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. apríl síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðalheiður A. Oddsdóttir Dagbjartur Kr. Vilhjálmsson Þórdís Sveinsdóttir Jón Ragnar Vilhjálmsson Anna Krístín Guðnadóttir Aðalheiður Ósk Dagbjartsdóttir. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs bróður míns, Herberts Ólafssonar Fyrir hönd aðstandenda, Karitas Laufey Ólafsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Bjarnadóttir Breiðanesi, Gnúpverjahreppi, sem lést þann 6. maí, verður jarðsungin frá Stóra- Núpskirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Sesselja Loftsdóttir Gunnhildur Loftsdóttir Björn Árnason Helga Guðrún Loftsdóttir Hrafnhildur Loftsdóttir Ingvar Bjarnason Loftur S. Loftssson Kristrún Björg Loftsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Útgáfuforlagið Nýhil afhenti í gær Mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölu- bókarinnar „Hannes – Nótt- in er blá, mamma“ eftir Óttar Martin Norðfjörð, eða 300 þúsund krónur. „Bókin“, fyrsta bindi ævisögu Hann- esar Hólmsteins Gissurar- sonar, var einblöðungur sem seldur var á 99 krónur. „Bókin“ kom út fyrir síð- ustu jól og sat í margar vikur í efsta sæti metsölu- lista Eymundssonar og varð ein mest selda bók ársins. Að því er fram kemur í til- kynningu frá Nýhil er von á öðru bindi ævisögunnar, Hólmsteinn, í nóvember á þessu ári. Mæðrastyrksnefnd fékk 300 þúsund FÆDDUST ÞENNAN DAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.