Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 86

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 86
Tónleikahald í Reykjavík hefur breyst mikið til batnaðar síðustu ár. Lengi vel var Listahátíð eini aðilinn sem treysti sér til að flytja inn stór nöfn í poppheiminum og valið var ekki alltaf upp á marga fiska (Man einhver eftir Smokie á Listahátíð 1978?). Nú eru margir metnaðarfull- ir aðilar að flytja inn tónlistarmenn af öllum stærðum og gerðum allan ársins hring, auk þess sem haldnar eru tónlistarhátíðir með þátttöku er- lendra og innlendra poppara. Iceland Airwaves rís þar hæst. En stóru listahátíðirnar eru líka farnar að vanda valið meira en áður. Nú á þessu vori eru þrjár hátíðir sem eiga það sammerkt að bjóða upp á frábær tónlistaratriði í popp- og heimstónlistargeiranum. Franska vorið Pourquoi Pas? færði okkur m.a. Emilie Simon, Nouvelle Vague og Dion- ysos, auk þess sem tónleikar með Air eru fyrirhugaðir í júlí. Mjög vel heppnað val. Vorblót 2007 verður haldið um næstu helgi með þátttöku Gorans Bregovic og Oumou Sangare og Listahátíð í Reykjavík byrjar sína tónlistardagskrá með trompi í kvöld í Hafnarhúsinu með tónleikum kongósku hljómsveitarinnar Konono N°1. Konono N°1 var stofnuð í Kinshasa, höfuðborg Kongó á níunda ára- tugnum þó að forsögu hennar megi rekja enn lengra aftur. Í hljómsveit- inni eru nokkrir raflikembé-leikarar, en raflikembé er rafvædd útgáfa af hinu hefðbundna likembé sem er algengt hljóðfæri í Afríku. Auk þess eru í Konono N°1 slagverksleikarar sem spila bæði á hefðbundin áslátt- arhljóðfæri og ýmis konar dót (bílahluti, potta...) og dansarar. Hljóm- sveitin spilar á nýju Bjarkarplötunni Volta og hitaði upp fyrir Björk á tónleikum í New York í síðustu viku. Hún hefur spilað mikið á Vestur- löndum allt frá því að platan hennar Congotronics kom út árið 2004. Sú plata er fáanleg í plötubúðum hér á landi og það er sérstök ástæða til að mæla með henni. Hreint út sagt mögnuð tónlist sem lýsa mætti sem samblandi af heimstónlist, framúrstefnurokki og raftónlist. Áfram tónlistarhátíð Linkin Park sendir frá sér nýja skífu í næstu viku. Steinþór Helgi Arnsteins- son athugaði hvort hér væri um endalok nu-metalsins að ræða. Fáar tónlistarstefnur hafa hlotið eins harkalega meðferð tónlistar- gagnrýnenda og -spekinga og nu- metallinn (tók að myndast um miðj- an síðasta áratug í kjölfar grunge- stefnunnar, með sveitum á borð við Korn, Limp Bizkit og fleirum. Má þar til dæmis nefna Slipknot, Staind og Papa Roach. Skilgrein- ing á hugtakinu nu-metall er þó nokkuð margræð og hefur þannig einnig fengið nafnið rapp-rokk). Stefnan hefur hlotið þvílík- ar svívirðingar að jafnvel diskóið þykir gulltímabil samanborið við margt af því sem áberandi þótti í nu-metalnum. Hafa mest áberandi einstaklingar stefnunnar, á borð við Fred Durst, þó frekar átt sök á óhróðri nu-metalsins en sjálf tón- listin. Nu-metallinn var þannig ekkert annað en pönk sinnar kynslóðar, allavega í Bandaríkjunum þar sem plötur seldust í skipsförmum og einokuðu flestar stærstu tónleika- hátíðirnar. Engin launung er held- ur um þá staðreynd að stefnunni var ekki eingöngu hampað af al- menningi heldur einnig fjölmiðl- um. Margar sveitir fylgdu þessum tíðaranda og voru til dæmis með plötusnúð innan sinna vébanda og bestu dæmin eru líklegast Incubus og Deftones. Í nýlegu viðtali Frétta- blaðsins við Mike Einzeiger, gítar- leikara Incubus, hafði hann einmitt þetta að segja: „Núna, hins vegar, láta margar af þessum sveitum og blaðamönnum eins og þetta [nu- metallinn] hafi aldrei átt sér stað, eins og þeim hafi aldrei líkað við þessa tónlist á þeim tíma.“ Í dag eru þessir fyrrum plötusnúðar líka frekar kallaðir hljómborðsleikarar eða forritarar sveitanna. Ekki þarf hins vegar annað en að rýna í sölutölur Linkin Park til þess að sjá hversu gríðarlega vin- sæl þessi tónlist var og, sem er kannski það merkilegasta, er. Fyrri tvær plötur sveitarinnar, Hybrid Theory og Meteora, seldust sem dæmi í rúmlega 40 milljónum ein- taka. Fyrsta smáskífa nýju plöt- unnar, Minutes to Midnight, með laginu What I’ve Done komst síðan inn á topp tíu á Billboardlistanum og var aðeins þriðja lagið í sögunni til þess að fara beint í fyrsta sætið á rokklista Billboard í sinni fyrstu viku (hin eru What’s The Frequ- ency, Kenneth? með R.E.M., og Dani California með Red Hot Chili Peppers). Linkin Park eru samt greinilega að reyna að fjarlægja sig frá nu- metal hugtakinu á nýju plötunni sem unnin var í samstarfi við Rick Rubin upptökustjóra. „Fólk hefur ætíð flokkað okkur með þessari stöðluðu ímynd rapp-rokksins en við höfum aldrei ætlað okkur vilj- andi að vera hluta þeirrar senu. Við höfum ætíð haft okkar eigin per- sónuleika og ég held að hann komi bersýnilega í ljós á þessari plötu,“ sagði Mike Shinoda, einn söngvari Linkin Park, í nýlegu viðtali. Hann bætti við að lögin væru samin með mjög Arcade Fire-legri uppstill- ingu og samsetningu hljóðfæra. Staðreyndin er líka sú að Shin- oda rappar til dæmis mun minna á þessari plötu en áður og fleiri gildi nu-metalsins eru ekki eins áber- andi og áður. En nú þegar endalok nu-metals- ins virðast í nánd hljóta menn að spyrja sig hvað taki við sem ríkj- andi stefna í bandarískri megin- straums rokktónlist. The-bylgj- an náði sem dæmi ekki tilskildum hæðum og fjaraði nokkuð fljótt út en hefur kannski gert það að verk- um að neðanjarðarsveitir, á borð við einmitt Arcade Fire, eru orðn- ar hinn nýi meginstraumur. Ljóst þykir samt að bandarísk rokk- tónlist, og auðvitað plöturisarnir, þarfnast sveitar sem brýtur upp formið og hefur nýja bylgju. Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er tölu- vert skemmtilegri en plat- an á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu laus- ari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smára- son, meðlimur múm. Bróðurparturinn af plöt- unni var tekinn upp í Tón- listarskólanum á Ísafirði og segir Örvar þá reynslu hafa verið alveg frábæra, enda gátu þau fengið alls konar hljóðfæri að láni við upptök- urnar. Fram undan hjá múm eru nokkrir tónleikar í sumar, meðal annars í Barcelona, París, Moskvu og Aþenu. Örv- ari líst að vonum vel á kom- andi mánuði. „Þetta verður mjög spennandi og það verð- ur gaman að fara að spila aftur. Við höfum ekkert túrað al- mennilega í eitt til tvö ár. Það verða nokkrir tónleikar í sumar og svo skiptum við í fimmta gírinn í haust.“ Múm er um þessar mund- ir sjö manna band þó svo að Örvar og Gunnar Örn Tynes séu ennþá forsprakkar sveit- arinnar. Á meðal annarra með- lima eru Ólöf Arnalds, Hildur Guðnadóttir og Mr. Silla. múm í september
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.