Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 87

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 87
Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones heldur tónleika í Laugar- dalshöll sunnudaginn 2. september. Tónleikar Noruh Jones eru jafnan stórviðburður hvar sem þeir eru haldnir og yfirleitt komast færri að en vilja, enda hafa plötur þessarar vinsælu söngkonu selst í tugmillj- óna upplagi um allan heim. „Það hefur verið mikil vinna í gangi síðustu mánuði að landa þess- um tónleikum, enda á ferðinni einn dáðasti og stærsti tónlistarmaður áratugarins,“ segir Eldar Ástþórs- son hjá Hr. Örlygi. Það er FL Group sem gerir tónleikana mögulega og stendur fyrir þeim í samvinnu við Hr. Örlyg. Um svokallaða sitj- andi tónleika verður að ræða og því verða aðeins rúmlega 2.500 miðar í boði. „FL Group tekur þátt í þessu með okkur en fyrirtækið ætlar ekki að kaupa upp alla miðana. Það voru forsendur sem við gengum út frá strax frá upphafi. Það gefst öllum kostur á að kaupa miða og það verð- ur örugglega hart barist um þá,“ segir Eldar. Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju plötu sinni, Not Too Late, sem kom út í janúar og þykir með hennar bestu og framsæknustu verkum. Fyrsta plata Noruh Jones, Come Away With Me, vakti heimsathygli þegar hún kom út árið 2003. Fyrir hana fékk Norah fimm Grammy- verðlaun, en síðan hefur hún hlot- ið þrenn til viðbótar. Norah, sem er dóttir hins víð- fræga indverska tónlistarmanns Ravis Shankar, mun í Laugardals- höll koma fram með hljómsveit sinni, The Handsome Band. Á næst- unni verður tilkynnt hvenær miða- sala á tónleikana hefst. Norah Jones til Íslands Flybus fær góða dóma Lagið Flybus með rokksveitinni Reykjavík! fær átta í einkunn af tíu mögulegum á heimasíðunni paperthinwalls.com. Lagið er að finna á EP-plötunni Dirty Week- end With Reykjavík! sem var tekin upp á hálfum sólarhring og gefin út daginn eftir. „Rokkhópurinn Reykjavík!, sem er nefndur eftir heima- borg sinni, hefur svo sannar- lega unnið fyrir upphrópunar- merki sínu með krafti sínum og skemmtilegheitum,“ segir í um- sögninni. „Fyrstu plötu sveit- arinnar, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Al- cohol, hefur verið hampað af David Fricke [hjá tímaritinu Rolling Stone] en aðrir hafa ekki veitt sveitinni þá athygli sem henni ber.“ ATLI GÍSLASON 1. SÆTI Í SUÐURKJÖRDÆMI ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum KVENFRELSI, NÁTTÚRUVERND, BÚSETUJAFNRÆÐI, NÝSKÖPUN, VELFERÐ OG MANNRÉTTINDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.