Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 91
Leikarinn Johnny Depp segir að
dóttir sín hafi komist ósködduð
frá alvarlegum veikindum sem
hrjáðu hana fyrr á árinu. Dóttir-
in, hin sjö ára Lily Rose, var flutt í
skyndi á sjúkrahús í febrúar eftir
að hafa fengið eitrun.
„Hún er núna jafnheilbrigð og
hún var áður en hún veiktist. Hún
er alveg yndisleg,“ sagði Depp.
Hann á einnig fjögurra ára son
með konu sinni Vanessu Paradis.
Tjáir sig um
veikindin
Keira Knightley hefur fengið fyr-
irskipun frá lækni um að borða
óhollan mat og nóg af honum.
Leikkonan hefur verið gagnrýnd
harkalega fyrir útlit sitt, sem
þykir bera merki þess að hún þjá-
ist af átröskun. Knightley hefur
alla tíð neitað því að hún þjáist af
slíkum sjúkdómi, en nú mun leik-
konan vilja bæta aðeins á sig.
„Ég spurði lækni um hvern-
ig ég gæti þyngst. Hann sagði að
ég þyrfti að borða mikið af óholl-
um mat, hætta í líkamsrækt og
drekka mikið,“ sagði hún í viðtali
við tímaritið Elle. Knightley var
þó ekki á því að taka ráðum lækn-
isins. „Ég ætla ekki að gera þetta
bara til þess að fólk hætti að gagn-
rýna mig,“ sagði hún.
Vill ekki
ruslfæðið
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Amiina, Kurr, kemur út 18. júní
næstkomandi á vegum útgáfufyr-
irtækisins Ever Records. Platan
hefur þegar verið gefin út á net-
inu.
Á plötunni, sem hefur að geyma
tólf lög, notuðust stúlkurnar í
Amiinu við ýmis hljóðfæri, þar
á meðal hörpur, vínglös, bjöllur,
selló, fiðlur og trompet auk þess
sem sög var notuð. Fram undan
hjá Amiinu eru þrennir tónleikar í
Bretlandi 15. til 17. maí. og þrenn-
ir til viðbótar í Þýskalandi 19. til
22. maí.
Kurr kemur
út 18. júní
Magnús Þorlákur Lúðvíksson, 19
ára menntskælingur, gerði sér
lítið fyrir og sigraði Helga Árna-
son, skólastjóra Rimaskóla, í æsi-
spennandi viðureign í Meistaran-
um í gær. Helgi er faðir Jónasar
Arnars sigurvegarans frá í fyrra
þannig að fyrir liggur að ekki nær
faðir að feta í fótspor sonar að
þessu sinni.
Undanúrslit keppninnar eru nú
hafin en að viku liðinni eigast við
þeir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fjöl-
miðlamaður með meiru, og Pálmi
Óskarsson, læknir á Akureyri.
Viðureign gærkvöldsins var
æsispennandi allt til enda. Báðir
keppendur tefldu varfærnislega
þegar kom að því að leggja stig sín
undir. Enda menn nú farnir að sjá
glitta í glæsileg verðlaun sem eru
fimm milljónir í beinhörðum pen-
ingum. En þegar einungis tvær
spurningar voru eftir og eins stigs
munur Magnúsi í vil tók hann
áhættu, lagði fimm stig undir og
gat þannig tryggt sér sigur. Og það
hafðist. Helgi hafði engu að tapa
þegar hann lagði fimm stig undir
í lokaspurningunni en rétt svar
hans dugði ekki til og lokatölur 21
– 20. Menntskælingurinn hafði þar
með skellt skólastjóranum.
Potturinn svokallaði gekk ekki
út í gær og er kominn upp í tvö
hundruð þúsund þannig að Páll
Ásgeir og Pálmi eiga þess kost að
krækja í góðan aukapening.
Menntskælingur skellti skólastjóra
Vinir og ættingjar
Lindsay Lohan ótt-
ast um líf leikkon-
unnar. Á dögunum
greindi News of
the World frá því
að kókaínneysla
Lohan hefði verið
fest á filmu.
Vinur leikkonunn-
ar segir hana hafa
tekið línu eftir
línu af kókaíni yfir helgina og þar
að auki tekið sex alsælutöflur. Einn
morguninn pantaði hún svo fjórar
vínflöskur í morgunmat á hótelinu:
þrjár vodkaflöskur og eina tequila.
„Hún hegðar sér eins og hún vilji
deyja,“ segir einn af vinum hennar.
Óttast um
líf Lohan