Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 98

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 98
 FH-ingar hafa unnið yfir- burðasigur á Íslandsmótinu tvö síð- ustu sumur, unnu deildina með 16 stigum 2005 og voru komnir með 10 stiga forskot þegar mótið var hálfnað í fyrra. Það skiptir miklu máli að byrja mótið vel og Ólaf- ur Jóhannesson, þjálfari FH-liðs- ins, hefur mætt með sitt lið á full- um krafti inn í mótið undanfarin tvö sumur. Fyrstu fjórar umferðir Lands- bankadeildarinnar eru oft nefnt hraðmótið því þær eru spilað- ar á mjög stuttum tíma og fyrir landsleikjahléið sem er í byrjun júní. Liðin spila því fyrstu leiki sína og rúman fimmtung á mótinu þar sem ekki er mikill tími fyrir þjálfara að laga það sem klikkar í fyrstu leikjunum. Byrjun FH-liðsins síðustu tvö árin er ekki síst athyglisverð vegna þess að liðið hefur spilað sex af þessum átta leikjum á útivelli og mætti bæði KR og Val í fyrstu tveimur umferðunum í fyrra. Fyrir þá FH-inga sem eru hjátrú- arfullir þá geta þeir fagnað því að líkt og undanfarin þrjú meist- araár þá mun Hafnarfjarðarliðið spila þrjá af fjórum fyrstu leikj- um sínum á útivelli. FH fer upp á Skaga í 1. umferð, fer til Keflavík- ur í 2. umferð og eftir heimaleik við nýliða HK í 3. umferð þá spilar liðið við Fram á Laugardalsvelli í 4. umferðinni. FH-ingurinn Tryggvi Guðmunds- son hefur verið afar heitur í hrað- mótsleikjunum undanfarin tvö ár og hefur skorað átta mörk í þess- um átta leikjum. Tryggvi skoraði fimm mörk í fyrstu þremur leikj- unum 2005 og skoraði síðan tvö mörk í opnunarleiknum í fyrra. Valsmenn og Keflvíkingar koma næstir FH-ingum í besta árangri í hraðmótinu síðustu tvö ár en Vals- menn hafa unnið sex af átta leikj- um sínum þar af alla fjóra árið 2005. Valsmenn töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum í fyrra þar á meðal 0-2 á móti FH á heimavelli í 2. umferð en eru með fullt hús stiga út úr hinum leikjunum. Kefla- vík hefur líka aðeins tapað tveimur leikjum, á móti FH á heimavelli í 1. umferð 2005 og svo á móti ÍBV í Eyjum í 1. umferð í fyrra. KR-ingar mæta Keflvíkingum í fyrstu umferð og það hefur ekki gengið vel hjá vesturbæjarlið- inu að spila við Suðurnesjamenn í Hraðmótinu. KR hefur spilað við Keflavík á þessum tíma þrjú síðustu ár og hefur tapað öllum leikjum þremur, 1-3 í Keflavík í 2. umferð 2004, 1-2 í Keflavík í 3. umferð 2005 og loks 0-3 í Kefla- vík í 4. umferð í fyrra. KR hefur í raun ekki unnið Keflavík í fyrstu fjórum umferðunum síðan 19. maí 1988 og Keflavík hefur unnið síðustu fjóra leiki liðanna á þess- um tíma ársins. Skagamenn hafa ekki komið vel út úr fyrstu fjórum umferðunum und- anfarin tvö sumur. Skagamenn töp- uðu fimm fyrstu leikjunum sínum í fyrra og unnu aðeins 2 af fyrstu 7 leikjum sínum árið á undan. Það er því ljóst á þessu að sagan er ekki með Guðjóni Þórðarsyni og læri- sveinum hans í fyrsta leik Íslands- mótsins á laugardaginn þegar Ís- landsmeistarar FH koma í heim- sókn upp á Skaga. FH-ingar hafa náð í öll tólf stigin í boði í fyrstu fjórum umferðum Landsbankadeildar karla undanfarin tvö sumur. Þessi frábæra byrjun hefur gefið tóninn á Íslandsmeistarasumrum Hafnarfjarðarliðsins. Margrét Lára Viðars- dóttir, markadrottning síðustu þriggja Landsbankadeilda og markahæsta A-landsliðskona frá upphafi, er frábær fyrirmynd ungra knattspyrnukvenna en hún er auk þess hörð baráttukona fyrir eflingu kvennafótboltans hér á landi. Margrét Lára skrifaði nýver- ið undir samning við bæði TM og netsíðuna fótbolti.net um að hún heimsækti íþróttafélög út um allt land þar sem hún myndi virkja og hvetja ungar knattspyrnukonur til að stefna hátt. „Maður sér það á litlum strák- um að þeir ætla að verða atvinnu- menn í fótbolta frá fjögurra ára aldri en heyrir að sama skapi ekkert margar stelpur vera að stefna á það. Þetta er fyrir fram- an strákana á hverjum degi en stelpurnar vita ekki hver er besta knattspyrnukona í heimi eða hvar besta deildin er. Þær sjá ekki að þær geti orðið atvinnumenn í sinni íþrótt. Þetta getur verið miklu meira en bara félagsskapur fyrir stelpurnar. Þetta getur orðið þeirra vinna í framtíðinni ef þær hafa áhuga á því,“ segir Margrét Lára sem er mikil hugsjónamanneskja. „Kvennafótboltinn er á mikilli uppleið og það má gera enn betur. Þetta verður mín vinna og það eru þvílík forréttindi. Ég ætla að fara á sem flesta staði á landinu þannig að allir fái að njóta góðs af þessu,” segir Margrét Lára en kynning hennar verður tvískipt. „Ég verð bæði með fyrirlest- ur og æfingu á hverjum stað. Æf- ingin er sett upp sem einskon- ar aukaæfing þar sem stelpurnar geti séð hvað þær geta gert sjálf- ar. Fyrirlesturinn heitir Góð leið að árangri og þar er ég að fara yfir markmiðssetningu, metnað og sjálfstraust eða allt sem mér finnst leikmaður þurfi að hafa til þess að ná langt,“ segir Margrét Lára sem horfir til eigin reynslu þegar hún var að alast upp í Eyjum. „Ég var beðin að taka þátt í þessu verkefni og var þá með margar hugmyndir um þetta sjálf.Ég vissi ekki að ég gæti farið út og spilað. Ég vissi að ég gæti komist í landsliðið og meistara- flokk en sá ekkert fram á meira en það. Það er nauðsynlegt að sýna stelpunum að þetta sé alveg hægt,“ segir Margrét. „Ég hef rosalega mikinn áhuga á kvennafótboltanum og vil gera allt til þess að bæta hann. Ef ég get hjálpað til þá vil ég endi- lega gera það því ég ætla mér út aftur og þá verð ég ekki í sömu aðstöðu til að gera þetta eins og núna,” segir Margrét Lára sem jafnframt tekur það fram að hún vilji sjá þetta átak halda áfram þótt hún verði horfin út í atvinnu- mennsku. Margrét vill að stelpur stefni hátt Valskonur unnu Meist- arakeppni KSÍ í fyrrakvöld með því að vinna 8-1 stórsigur á Breiðabliki, aðalkeppinautum sínum síðustu tvö árin. Valsliðið spilaði frábæran fótbolta í leikn- um með markadrottninguna Mar- gréti Láru Viðarsdóttur í farar- broddi. Valskonur eru því bæði deildabikarmeistarar og meistar- ar meistarar alveg eins og fyrir tveimur árum Búist var við miklu af Valslið- inu það sumar en Breiðablik sá við þeim í báðum keppnum og varð óvænt tvöfaldur meistari. Nú eru Valskonur aftur í sömu stöðu, unnu glæsilegan tvöfald- an sigur síðasta sumar og reyna nú að verja stóran titil sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár. „Við höfum lært heilmikið af sumrinu 2005. Það skilaði sér í fyrra og ég vona að það skili sér núna,“ segir Elísabet Gunnars- dóttir, þjálfari Valsliðsins, en það lítur út fyrir að aðalkeppinautar liðsins í sumar verið KR. „KR var með hörkulið í fyrra og mér fannst þær fá of fá stig miðað við liðið sem þær voru með. Þær eru betri í ár og baráttan á toppn- um verður tvísýn,“ segir Elísa- bet og það er langt í KR-leikinn sem fer ekki fram fyrr en 6. júlí. Elísabet er ekki á því að það sé svo slæmt að vera spáð titlinum þó að lið í þeirri stöðu hafi klikk- að þrjú ár í röð. „Þetta hljómar vel en spár eru bara til þess að hafa gaman af þeim,“ segir Elísa- bet. Elísabet eignaðist barn í vetur en lætur það ekki aftra sér í þjálf- un Valsliðsins. „Við erum búnar að breyta áherslunum í okkar leik heilmik- ið. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort það sé rétt. Við vilj- um prófa nýja hluti og ég held að það sé líka nauðsynlegt til þess að gera þetta skemmtilegra fyrir stelpurnar. Ég er með öðruvísi leikmenn en ég hef haft og ætla að stýra leikskipulaginu út frá þvi,“ segir Elísabet. . Stelpurnar lærðu heilmikið af tímabilinu 2005 SENDU SMS JA FSP Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID ERMAN, SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS T ÚR SPIDERMAN, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR SJÁÐU MYND INA! SPILAÐU LEI KINN!J I ! I I I ! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Barcelona steinlá óvænt í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Getafe í spænsku bikar- keppninni í gær og er því úr leik. Getafe vann 4-0 í gær og þar með samanlagt 6-5 en það dugði Börsungum ekki að skora fimm mörk í fyrri leiknum. Getafe mætir Sevilla í úrslitaleiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hálftíma fyrir leikslok, lék á miðjunni en komst aldrei í takt við leikinn. Frammistaða liðsins var grátleg og ekki stórliði sæmandi. Barcelona stein- lá og er úr leik
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.