Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 102

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er hugsanlega elsti djókur- inn í stokknum. En virkar alltaf,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðing- ur. Á uppboðsvefnum eBay kenn- ir ýmissa grasa, meðal annars er þar til sölu eitt stykki Sjálfstæð- isflokkur. Ekkert boð er komið en upphafsboð er þúsund dollarar. Sá sem býður flokkinn falan kallar sig „Vg konan“ og óneitanlega, þegar galgopaháttur sem þessi er annars vegar, berast böndin að hinum grínakt- ugu ungliðum í Vinstri grænum. Þar þekkir Stefán vel til þótt hann sé útskrifað- ur. „Þar útskrif- ast menn þrí- tugir en teljast ekki ungliðar langt á fimm- tugsaldurinn eins og annars staðar. En ég er jú virkur fótgöngu- liði,“ segir Stef- án og á honum að skilja að honum sé kunnugt um hver fer en harðneitar að upplýsa um það. „Spilltur og þreyttur valdaflokk- ur, sem verið hefur í ríkisstjórn alltof lengi, fæst fyrir lítið fé – óskast sóttur. Varúð: getur reynst hættulegur öldruðum, öryrkjum, barnafólki og fátækum. Myndi sóma sér vel í flestum bananalýð- veldum, enda þaulvanur í þjónkun við bandarísk stjórnvöld og aðra valdahópa,“ segir í auglýsingunni. Stefán viðurkennir fúslega að fingraför ungliða í Vinstri græn- um séu á þessu. Þeir hafi helst verið að berja á Framsóknarflokki en „óhræsið“ sleppi ekki. Lýsingu á fyrirbærinu sem til sölu er lýkur svo: „Forystumenn geðþekkir, en tala slæma ensku. Öflugt tengsla- net fylgir með, inniheldur helstu stjórnendur í íslensku viðskipta- lífi og a.m.k. einn kvikmyndaleik- stjóra og háskólaprófessor.“ Sjálfstæðisflokkur til sölu á eBay „Halim var hress og kátur. Ég fór í mosku og lagðist á bæn með honum í Istanbúl. Það var … upp- lifun,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, sem er nýkom- inn frá Tyrklandi þar sem hann átti að sögn góða daga með Halim Al – óvini Íslands númer eitt. Með Reyni í för var sonur hans, ljósmyndarinn Róbert, og munu þeir birta afrakstur fararinn- ar í næsta tölublaði Mannlífs sem kemur út eftir um hálfan mánuð. Reynir segir Halim gerbreyttan mann, svo breyttan að hann hafi ekki þekkt hann fyrr en Halim kynnti sig. „Halim kom mér verulega á óvart. Og ég er líklega eini Íslend- ingurinn, sennilega sá eini í heimi, sem á Kóraninn áritaðan af Halim Al. Hann var allt öðruvísi en ég hélt. Hafði bara lesið um Halim í Séð og heyrt og þar sýndist mér hann vera einhver vitleysingur. En það er af og frá. Þetta er hin hlið- in á Sophiu Hansen-málinu. Sú sem við höfum aldrei séð né sagt af,“ segir Reynir og vísar til hins mikla máls sem tröllreið íslenskum fjöl- miðlum fyrir rúmum áratug þegar Halim Al fór með dætur sínar og Sophiu Hansen, þær Dagbjörtu og Rúnu, til Tyrklands og neitaði að hleypa þeim aftur til Íslands. Reyn- ir segir þær sáttar og hafa aðlag- ast afskaplega vel tyrknesku sam- félagi og íslam. Ritstjórinn með hattinn segir það hafa verið mikið ævintýri að þvælast um Istanbúl með „karlinum“. Þar er Halim fjölskyldu- og stóreignamaður. Millj- ónari sem lifir í öllum þeim vellystingum sem hann kýs að lifa í. „En hann er mein- lætamaður. Mér líkaði hreint ekki illa við hann en minn tilgangur var og er að sjá hans við- horf til alls þessa mikla máls. Sýna fólki hver Halim Al er. Partur af inngrónum rasisma í íslenskum fjölmiðl- um hefur verið að tala ekki um hann nema í einhverju skrítnu sam- hengi. Stöðugt brugð- ið upp mynd af Hund- Tyrkja. Morgunblaðið er náttúrulega verst en þar má endalaust skrifa niðrandi um Michael Jackson án þess að þar séu nokkur mörk. En ekki má nefna nöfn ís- lenskra glæpamanna. Þetta er tvískinnung- ur,“ segir Reynir sem telur hlutverk fjölmiðla felast í að upplýsa á for- dómalausan hátt. „Ég geri þá kröfu að bíómynd hafi mikið af ómerkilegu of- beldi.“ Magni Ásgeirsson er nýkominn heim úr mikilli ævin- týraferð til Las Vegas þar sem hann hitaði upp fyrir Aeorsmith ásamt Dilönu og Adrian, trommara rokk- hljómsveitarinnar No Doubt, á góðgerðartónleikum Willy Claire-foundation. Þrátt fyrir að Magni hafi notið sín vel í skærum ljósum borgarinnar reyndist ferðin þyrnum stráð. „Ég var eiginlega veikur allan tímann og lá bara uppi á hótelherbergi,“ segir Magni sem gaf sér þó tíma til að reyna fyrir sér í „21“ í einu af spilavítunum. „Húsið vinnur alltaf þar. Það er bara reglan,“ útskýrir rokkarinn sem tekur þó skýrt fram að ekki hafi verið um neinar háar fjárhæðir að ræða. Magni var ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því Biggi rót, rótari Á móti Sól, fékk langþráðan draum uppfylltan þegar hann fylgdi söngvaranum til Vegas. „Hann var þarna að róta í fyrsta skipti á erlendri grundu og fékk meira að segja að vasast í græjunum hjá Aerosmith,“ segir Magni og bar fylgdarliði hljóm- sveitarinnar vel söguna. Hins vegar hafi rokkhundarnir með Steve Tyler fremstan í flokkki ekki verið mikið fyrir að blanda geði við aðra skemmtikrafta. „Þeir komu, fóru upp á svið og svo bara aftur heim. En þeir voru góðir, alveg drullugóðir og augljóst að þessir menn eru búnir að vera nokkuð lengi í bransanum,“ segir Magni sem fékk þó stjörnur í augun þegar hann hitti George Costanza, leikarann góðkunna úr Seinfeld, en hann var kynnir á kvöldinu „Hann var alveg hrikalega fyndinn,“ segir Magni. Magni var lasinn í Las Vegas FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.