Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf]
Kauptækifæri myndast á gjald-
eyrismarkaði þegar gengisvísitala
krónunnar nær lágmarki á næstu
vikum að því er fram kemur í
nýrri spá Greiningar Glitnis á
gengi krónunnar. Bankinn telur
að hagnast megi á fyrirséðri veik-
ingu krónunnar á haustmánuðum.
„Gengi krónunnar hefur hækk-
að um tæp 13 prósent það sem af
er ári. Við teljum að gengi krón-
unnar muni hækka enn frekar
á næstu mánuðum og að krónan
haldist sterk fram á haust en gefi
þá eftir nokkuð snögglega,“ segir
í greiningu Glitnis og er talið að
kauptækifæri myndist þegar
gengisvísitala íslensku krónunn-
ar nær lágmarki í 110, evran fer
í 81 krónu og dollarinn í 60 krón-
ur. „Reikna má með því að þetta
gerist á allra næstu vikum,“ segir
Glitnir í riti sínu og telur nokkrar
líkur á að vísitalan fari enn neðar
og að erlendur gjaldeyrir verði
þar með enn ódýrari. „Við telj-
um að ef af því verður muni það
verða skammvinnt en í leiðinni
gott tækifæri.“
Spá Glitnis um veikingu í haust
stangast þó á við vikugamla spá
greiningardeildar Landsbankans
sem gerir ráð fyrir sterkri krónu
út næsta ár. Glitnir telur hins
vegar að vaxtamunur við útlönd
verði áfram ráðandi þáttur í þróun
gengis krónunnar og að gengið
lækki á haustmánuðum samhliða
væntanlegu vaxtalækkunarferli
Seðlabankans og minni þenslu-
einkennum í þjóðarbúskapnum.
„Þá reiknum við með að lækkun-
in verði nokkuð snörp. Hröð lækk-
un gengis krónunnar er ekki óal-
geng eftir styrkingartímabil líku
því sem við gerum ráð fyrir í spá
okkar.“ Þá segir bankinn ákveðn-
ar líkur á yfirskoti, að gengið fari
tímabundið í lægra gildi en nauð-
synlegt sé til að ná hagkerfinu í
jafnvægi. „Við gerum ráð fyrir
að gengisvísitalan fari tímabund-
ið yfir 130 stig um mitt næsta ár,
evran í 97 krónur og að dollarinn
fari hæst í 72 krónur.“
Óvissuþættir sem Glitnir bend-
ir á að ýti undir lægra gengi en
spáð er eru meðal annars mögu-
legur viðsnúningur á skilyrð-
um á fjármálamörkuðum, aukin
áhættufælni fjárfesta og örar
vaxtahækkanir í lágvaxtamynt-
um. „Óvissuþættir sem stuðlað
gætu að hærra gengi krónu en við
spáum eru enn meiri bjartsýni í ís-
lensku efnahagslífi, aukin áhættu-
sækni meðal erlendra fjárfesta og
ef stýrivextir Seðlabankans hald-
ast lengur háir en við gerum ráð
fyrir.“
Sjá kauptækifæri á gjaldeyrismarkaði
Greiningardeild Glitnis telur krónuna eiga eftir að styrkjast fram að snöggri veikingu í haust.
Peningaskápurinn
Viðskipti voru stöðvuð með bréf
OMX-kauphallarsamstæðunn-
ar eftir hádegi í gær og sagt
að fréttar væri að vænta í dag.
Sænska dagblaðið Dagens Industri
segir bresku kauphöllina í Lund-
únum (LSE)
hafa lagt fram
yfirtökutilboð
í samstæð-
una upp á 190
sænskar krón-
ur á hlut.
OMX-sam-
stæðan rekur
kauphallir
víða á Norð-
urlöndum, þar
á meðal hér, og í Eystrasaltsríkj-
unum. Gengi bréfa í henni hefur
hækkað um 37 prósent það sem af
er árs, þar af um 3,5 prósent í gær
og stóð í 180 krónum á hlut þegar
lokað var fyrir viðskiptin.
Orðrómur
um yfirtöku
Létt pepperoni
Kröftugt, létt og
ljúffengt á hvaða
brauð sem er.
Brauðskinka
Girnileg brauðsneið,
og fullt fullt af góðri
skinku.
Hangiálegg
Hangikjöt og flatbrauð.
Létt og ávallt gott.
F
íto
n
eh
f.
/
S
ÍA