Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 88
„Gullöldin er núna“. Eitthvað á þessa leið hljómaði aðalfyrirsögn á for- síðu tónlistarblaðsins The Word nýlega. Árið 2007 hefur farið nokkuð vel af stað í poppinu (LCD Soundsystem, Of Montreal, The National, Deer- hunter, Battles, Björk...) og víst er fjölbreytnin mikil, en mér hefði samt ekki dottið þessi staðhæfing í hug. Í framhaldi af þessu rifjaðist upp fyrir mér sú kenning að það gerðist alltaf eitthvað meiri háttar í poppinu á 10 ára fresti: 1967 - ár tónlistarlegrar nýsköpunar og ódauðlegra meistaraverka: Stg. Peppers (Beatles), Are You Experienced (Hendrix), Forever Changes (Love), The Doos, The Velvet Underground & Nico, Cold Sweat (James Brown), I Never Loved A Man The Way I Love You (Aretha Franklin)... 1977 - uppstokkun og umbylting. Pönkið upp á yfirborðið: Never Mind The Bollocks (Pistols), The Clash, Marquee Moon (Television), New Boots & Panties (Ian Dury), Pink Flag (Wire), Lust For Life (Iggy Pop) og líka tvenna David Bowie, Low og Heroes og Exodus með Bob Mar- ley... 1987 - hip-hoppið kemst almennilega á kortið og fer á nýtt plan sköp- unarlega: Yo Bum Rush The Show (Public Enemy), Paid In Full (Eric B & Rakim), Criminal Minded (Boogie Down Productions)... líka Joushua Tree (U2), Sign o the Times (Prince), Sister (Sonic Youth)... 1997 – ár kraumandi sköpunargleði. Danstónlistin á fullu: Homework (Daft Punk), New Forms (Roni Size), Portishead, The Fat of the Land (Prodigy), Dig Your Own Hole (The Chemical Brothers) og líka OK Computer (Radiohead), Homogenic (Björk) og Baduizm (Erykah Badu)... Og nú er semsagt komið að næstu byltingu. 2007... 10 ára kenningin Ein umtalaðasta plata ársins til þessa er platan Mirrored með sveitinni Battles sem kom út fyrir stuttu. Steinþór Helgi Arn- steinsson athugaði hvers vegna. Tónlist Battles verður ekki hæg- lega lýst en við skulum samt reyna. Sveitin var sett saman árið 2003 af þeim John Stanier, fyrrverandi trommara Helmet og Tomahawk, Ian Williams, sem var áður gítar- leikari Don Caballero, Dave Kon- opka úr Lynx og Tyondai Braxton. Tónlist Battles ber því augljósan keim af bakgrunni meðlimanna en þar sem fæstir þekkja væntanlega til þessara sveita skulum við kafa aðeins dýpra. Á ensku er lang einfaldast að kalla tónlist Battles „math-rock“ sem myndi með beinni þýðingu út- leggjast stærðfræðirokk á íslensku. Enn og aftur hljótum við að spyrja: „Og hvað er nú það?“ Stærðfræði- rokk er nokkuð flókið fyrirbæri og fær nafn sitt kannski vegna þess. Tónlistin virðist óþjál, óreiðukennd og skrítin en er í raun útpæld, hver einasti tónn er fyrirfram ákveðinn og öll samsetning gaumgæfilega hugsuð. Sem sagt eins og flókin en farsæl stærðfræðiformúla. Ef nefna ætti fleiri sveitir sem koma upp í hugann þegar hlustað er á Battles skýtur íslenska sveit- in Apparat Organ Quartet fljótt upp kollinum. Taktfastir og djúp- ir hljóðgervlar fá þannig sinn sess hjá Battles og gera tónlistina oft á tíðum vel dansvæna. Skýrasta dæmið er án efa lagið Atlas sem jafnframt var fyrsta smáskífa plötunnar. Lagið sem á eftir fylgir, Ddiamondd, er einnig ærslafullt og frekar dillivænt. Á plötunni er hins vegar líka að finna lög sem eru langt frá því gerð til þess að lífga upp á hlut- ina. Rainbow fer til dæmis vel með að æra óstöðugan og Bad Trails er ekki lag sem maður smellir á fón- inn yfir notalegri kvöldstund með kertaljósum og bók við hönd. En hér eru fleiri hlutir í gangi. Við finnum 21. aldar útgáfuna af Marc Bolan, frekar mikið af prog- rokki (Gentle Giant og ELP), ör- litla skvettu af Animal Collective og greinileg áhrif frá raf-likemb- éum Konono N° 1. Besta lýsingin er vafalaust: „Metalsveit að spila Steve Reich.“ Umfram allt er Battles þó ein al- sérstæðasta sveit sem komið hefur fram á þessari öld. Á yfirborðinu er tónlist Battles yfirþyrmandi og uggvænleg en að baki henni eru einföld riff sem er endurtek- in í sífellu, dynjandi og taktfastur trommusláttur, grípandi bassalín- ur og undarleg en skemmtileg raf- hljóð af ýmsu tagi. Furðulegastur er samt líklegast söngurinn sem er á tímum skrípalegur en annars staðar drungalegur eftir afmynd- un ýmissa effektatækja. „Við erum ekkert meira instrumental-hljóm- sveit frekar en rokkhljómsveit með engan aðalsöngvara,“ sagði „söngvari Battles“ í nýlegu viðtali við Pitchfork-vefsíðuna. Gagnrýnendur hafa líka keppst við að hampa Battles en Mirrored fékk næsthæstu meðaleinkunn ársins á heimasíðunni metacritic.com sem tekur saman einkunnagjafir helstu miðla. Þannig hefur platan fengið fullt hús stiga hjá Guardian og Stylus Magazine, níu af tíu hjá Drowned in Sound, Urb og Altern- ative Press og átta af tíu hjá NME, BBC Collective og All Music. „Við einfaldlega prófum öðru- vísi hluti og gerum það sem okkur langar til, sem er svalandi,“ sagði Tyondai rétt áður en platan kom út. „Þetta er upplífgandi formúla til þess að hafa innan sveitarinn- ar, þar sem ekkert hefur farið of mikið afvega.” Örvar Þóreyjarson Smára- son, liðsmaður múm, birtist einhentur í Kastljósinu á dög- unum þegar hann spilaði á munnhörpu í lagi Skakkam- anage, OFC´s, af plötunni Lab of Love. Hann segir að einungis hafi verið um karakter að ræða sem honum datt í hug að skapa fyrir þáttinn. „Þetta var einhentur blús-munnhörpuleikari. Stór hluti af karakternum var þegar stubburinn af hendinni fer á flug þegar munnhörpusól- óið fer af stað,“ segir Örvar um atriðið. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt því það er ekki oft sem maður kemur í sjónvarpið.“ Örvar segist ekki hafa fengið margar fyr- irspurnir út af handarmissinum eftir þátt- inn. „Ég held að einhverju fólki í Sjónvarp- inu hafi brugðið þegar það sá mig og ég held að Svav- ar [Pétur Eysteinsson úr Skakkamanage] hafi logið því að ég hafi lent í þreski- vél,“ segir hann og hlær. Býst hann ekki við því að endurtaka leikinn í bráð. „Kannski ef blúsinn kemur yfir mig, ef Vinir Dóra hringja í mig.“ Fram undan hjá Skakkamanage eru tónleikar á Primavera- hátíðinni í Barcelona 2. júní. Hlakkar Örvar mikið til og bíður einnig spenntur eftir því að sjá Sonic Youth sem mun á hátíðinni flytja plötuna Daydream Nation í heild sinni. Fjórða hljóðversplata múm er síðan vænt- anleg 24. september en hún var að hluta til tekin upp á Ísafirði. Einhentur blúsari SKRÁÐU ÞIG NÚNA! Þeir sem skrá sig fyrir 17. júní fá 10.000 Glitnispunkta strax! Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.