Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 40
BLS. 8 | sirkus | 25. MAÍ 2007 Þjófóttir apar, beljur á gangbraut, gamalmenni á g-streng og jakkafata- klætt fólk í vatnsrennibraut er meðal þess sem fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir upplifði sem skiptinemi á Indlandi. Sigrún Ósk reynir að sigta minningarnar í samtali við Sirkus. É g hef verið að reyna að gera það upp við mig hvernig ég eigi að lýsa þessari ferð. Gaman er að minnsta kosti ekki fyrsta orðið sem kemur upp. Það er til ofnotaður frasi sem segir að annaðhvort elskirðu Indland eða hatir það – ætli ferðin hjá mér hafi ekki verið blanda af hvoru tveggja,“ segir Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir, fjölmiðlakona með meiru, sem er nýkomin heim frá Indlandi eftir hálfs árs dvöl. Sigrún Ósk stundar nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og útskrifast þaðan í haust. Hún fór ásamt vinkonu sinni, Hlédísi Sveins- dóttur, sem skiptinemi til borgarinnar Bangalore á Indlandi og það er óhætt að segja að það hafi verið mikil lífsreynsla. „Við komum á gamlárskvöld og reiknuðum með því að þetta væri eins og í ekta Bollywood- mynd þar sem allir væru dansandi í búningum fram eftir nóttu. En þegar við mættum var nýbúið að taka Saddam Hussein af lífi og það voru talsverðar óeirðir í landinu. Okkur var því ekki óhætt úti. Það voru allir í fríi svo það kom í hlut húsvarðarins í skólanum að taka á móti okkur. Hann talaði óskiljanlega ensku en læsti okkur inni yfir nóttina. Sem betur fer höfðum við tekið haframjöl með okkur að heiman svo við eyddum gamlárskvöldi í að éta þurrt haframjöl úr lófanum. Þetta var eiginlega byrjunin á því sem koma skyldi,“ segir Sigrún Ósk þegar hún rifjar upp þessa eftirminnilegu dvöl. Ekki hægt að alhæfa um Indland „Indland er stórkostlegt land sem er eiginlega frekar eins og heimsálfa en land. Mér finnst erfitt að tala um landið sem heild, enda er nánast ómögulegt að alhæfa um land þar sem er meira en milljarður íbúa og hefur jafn margar hliðar og Indland. Landinu er skipt í mörg fylki sem hvert hefur sína menningu, ættbálka, tungumál, landslag og dýralíf. Okkar niðurstaða var sú að gjaldmiðillinn væri það eina sem héldi þessu saman,“ segir Sigrún Ósk. „Á Indlandi er endalaust margt að sjá og gera. Það þarf hæfileika til að láta sér leiðast. Stundum sveið mann hálfpartinn í skilningarvitin af litadýrð- inni, látunum, hitanum, menguninni og öllu hinu. Indverskur matur er líka guðdómlegur. Ég ætla samt ekki að þræta fyrir að þetta var erfitt á köflum.“ Sigrún Ósk og Hlédís lentu í ýmsum hremmingum, voru rændar, urðu fyrir stöðugu áreiti og gengu fram á lík á leið í skólann. Þeim var tjáð að slíkt væri ekki óalgengt. „Mikill fjöldi fólks bæði lifir og deyr á götum Indlands. Það er fjarstæðukennt að verða vitni að fólki deyja úr hungri í borg þar sem menn hafa ekki undan að byggja nýjar verslunarmiðstöðvar og stofna tölvufyrirtæki.“ Hvað áreitið varðar segir Sigrún það hafa vanist. „Það er í raun ótrúlegt hverju maður venst. Það var til dæmis orðið daglegt brauð að standa við hliðina á beljum til að komast yfir gangbraut eða sjá fíla á vappi eftir þjóðveginum. Þá brutust apar ítrekað inn til okkar en þeir þykja algjör plága á Indlandi. Garðyrkjumaðurinn og húsvörðurinn skildu ekkert í því hversu erfiðlega gekk að losna við þá. Það hefur kannski haft sitt að segja að við vorum alltaf með knippi af banönum til að gefa þeim,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. „Við vorum ákveðnar í að gera tilraun til að spekja að minnsta kosti einn.“ Gáfu peninga fyrir lýtaaðgerð Sigrún Ósk og Hlédís voru fyrstu skiptinemarnir í skólanum í Bangalore. Umgjörðin var því heldur losaraleg og framan af voru þær í hálfgerðu reiðileysi. „Það var búið að lofa okkur húsnæði en við enduðum á að leigja okkur íbúð í mjög flottu húsi með samnemendum okkar. Húsin í kring voru allt frá glæsivillum niður í hús sem búið var að hnoða saman úr fötum, spýtum og plastpokum. Þetta var allt saman í einum graut. Fyrsta daginn í íbúðinni okkar valt inn til okkar kona, með slæðu bundna um andlitið, og var dóttir hennar með. Við héldum að þetta væri nágranninn kominn til að fá sér kaffisopa – svona eins og tíðkast heima. Þá settist hún á sófann hjá okkur og tók af sér slæðuna. Maðurinn hennar hafði kveikt í henni og hún var vægast sagt afskræmd í framan. Hún grét á sófanum hjá okkur og bað okkur um peninga fyrir lýtaaðgerð. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera, gáfum henni tvöföld mánaðar- laun þernunnar okkar en sáum hana aldrei aftur þrátt fyrir að hafa tekið af henni loforð um heimsókn að aðgerð lokinni,“ segir Sigrún Ósk. MEÐ GAMALMENNUM Á G-STRENG Í rottuhofi. Sigrún Ósk heimsótti rottuhof í eyðimerkurfylkinu Rajasthan á Norður-Indlandi. Indverjar trúa því að rottur séu forfeður þeirra endurfæddir. Af þeim sökum er komið fram við þær eins og kóngafólk. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er nýkomin heim frá Indlandi þar sem hún dvaldi sem skiptinemi í borginni Bangalore. Þar kynntist hún ýmsum kynlegum kvistum. SIRKUSMYND/ANTON Í jakkafötum í sundi Sigrún Ósk ítrekar þó að Indland hafi óteljandi kosti sem geri gott betur en að vega upp á móti göllunum. „Mér finnst að það ætti að skylda fólk á Vesturlöndum til að heimsækja Indland og held að það sé margt öðruvísi við að vera ferðamaður þar en íbúi. Sem íbúi lendir þú til dæmis í þessu bilaða skrifræði sem þar ríkir. Það getur tekið tólf daga að fá einn stimpil og við eyddum tveimur til þremur tímum á dag í meira en mánuð í að fá símanúmer,“ segir Sigrún og rifjar svo upp heldur skrautlega sundferð þeirra vinkvenna. „Í Bangalore er mjög lítil stemning fyrir því að sýna of mikið hold. Við fórum í vatnsrennibrautagarð rétt utan við borgina og vorum farnar að hlakka til að geta verið á bikiníinu í kæfandi hitanum. Það var svo bara fyrir tilviljun, þegar við vorum byrjaðar að strippa í búningsklefanum, að við sáum fullklætt en rennandi blautt fólk. Þá áttuðum við okkur á því að fólk fer alklætt í vatnið og sáum meðal annars mann í jakkafötum í einni rennibrautinni,“ segir Sigrún hlæjandi en þær stöllur ferðuðust einnig til hippaparadísarinnar Goa sem er í átta tíma fjarlægð frá Bangalore. „Þar er allt annað uppi á teningnum, hippa- stemningin í algleymingi og ekki óalgengt að sjá áttræð gamalmenni í g-streng.“ Enn að gera ævintýrið upp við sig „Um leið og maður kemur heim hrúgar maður ósjálfrátt minningunum í sigti og loks sitja bara gullmolarnir eftir. Ég er enn að gera upp Indlandsævintýrið svona hægt og rólega. Ég hélt að ég væri ýmsu vön og var búin að lesa mér vel til áður en ég fór. En það er eitt að lesa og annað að upplifa,“ segir Sigrún Ósk. „Það er til dæmis alveg sama hvað maður les mikið um stéttaskiptingu, það er engin leið að átta sig á þeim djúpstæðu rótum sem þetta kerfi hefur skotið og þeim víðtæku áhrifum sem það hefur. Það er ótrúlegt að horfa upp á svona lagskipt samfélag sem allir virðast sætta sig við. Í bílakjallara hússins okkar bjó til dæmis fjögurra manna fjölskylda sem tilheyrði þjónustuliði leigusalans. Fjölskyldunni hafði verið úthlutað hálfu bílastæði til að búa á. Þetta er heppna fólkið, þeir sem fá vinnu og hafa þak yfir höfuðið. Það þykir hin mesta góðmennska af ríka fólkinu að taka að sér stéttleysingja með þessum hætti og leyfa þeim að þjónusta sig,“ segir Sigrún Ósk. Kosningaloforðaprump „Við vorum að grínast með að við hefðum þurft að fara sjóleiðina heim til að ná aðeins áttum. Það er svo ótrúlegt að fljúga í örfáa tíma, borða þrjár máltíðir, horfa á nokkrar bíómyndir og vera svo komnar til London þar sem allt er einhvern veginn öðruvísi. Á flugvellinum stóðum við starandi í lyftunni, hálf aumar í sálinni og með logandi samviskubit yfir að hafa unnið í þessu fáránlega ósanngjarna náttúru- lottói sem lífið er. Mitt í þessum djúpu hugleið- ingum kom inn kona sem fór að forvitnast um hvar við hefðum verið. Við svöruðum og fengum í andlitið spurningu sem við erum ítrekað búnar að fá síðan: „Vá, Indland! Grenntust þið?“ Við áttum ekki til orð. Þetta er það fyrsta sem fólk vill fá að vita; hvort við höfum ekki náð lit og getað horast eitthvað,“ segir Sigrún Ósk, sem kom heim rétt fyrir þingkosningar og brá við að lesa stefnuskrár flokkanna. „Ég fylltist náttúrlega heilagri reiði þegar ég sá loforðin. Fannst þau algjört prump,“ segir Sigrún og hlær. „Það eru varla neitt nema lúxusvandamál á Íslandi samanborið við Indland. Helst hefði ég viljað sjá einhvern flokkinn lofa því að gefa meira í þróunarmál. Íslendingar gefa einna minnst en eiga einna mest,“ segir Sigrún en bætir við: „Það versta er hvernig maður sogast aftur inn í hringiðuna og fer ósjálfrátt að froðufella af áreynslu í lífsgæðakapphlaupinu. Ég gleymdi mér í augnablik og stóð sjálfa mig að því, þegar ég var að lesa Hús og híbýli, að vera með grátstafinn í kverkunum yfir því að hafa ekki efni á að versla í Epal. Það er nú hálf sorglegt hvað samfélagið er gegnsýrt og við samdauna því.“ kristjan@frettaladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.