Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 62
BLS. 14 | sirkus | 25. MAÍ 2007 Lýður Guðmundsson (39) 80 milljarðar Ágúst Guðmundsson (43) 80 milljarðar VISSIR ÞÚ AÐ....Lýður ekur eingöngu um á bílaleigubílum hér á Íslandi, frá bílaleigunni Geysi í Reykjanesbæ. VISSIR ÞÚ AÐ... Ágúst er með athvarf í fjölbýlishúsi við Lækjargötu þegar hann dvelur hér á landi og er ekki með færri en þrjú stæði í bílageymslunni. B akkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru samheldnir. Og þeir virðast vera afar klókir. Þeir byggðu upp veldi sitt í Bakkavör, pínulitlu fyrirtæki sem þeir stofnuðu fyrir rúmum tuttugu árum. Í dag er fyrirtækið leiðandi bæði í framleiðslu og sölu á ferskum tilbúnum fiskréttum í Bretlandi. Vöxturinn hefur verið gífurlegur og það skaðar þá bræður ekki að hafa verið með í Kaupþingsævintýrinu frá upphafi. Bankinn hefur stækkað hratt og virði hlutabréfa Bakkabræðra hækkað mikið. Í dag eru nær allar eigur þeirra bræðra í Bakkabraedur Holding sem á rúmlega 45% hlut í fjárfestingarfélaginu Exista. Sá hlutur hefur hækkað verulega undanfarna daga og er nú 174 milljarða króna virði. Þeir bræður skipta öllu jafnt í dag líkt og þeir hafa gert frá því að þeir hófu að stunda viðskipti. Það er líkt með þeim að þeir vilja láta lítið fyrir sér fara. Báðir eru þeir sagðir miklir fjölskyldumenn sem vilja frekar eyða frítíma sínum með eiginkonum og börnum en í skemmtireisum um heiminn. Þessir ágætu herramenn hoppuðu upp um 50 sæti á lista The Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands og eru varla hættir. Jón Ásgeir Jóhannesson (39) 100 milljarðar Jón Ásgeir er maðurinn á bak við Baugsveldið. Hann er ekki langskólagenginn en kláraði þó Verzlunarskólann áður en hann stofnaði Bónus með Jóhannesi föður sínum árið 1989. Síðan þá hefur uppgangur hans og fjölskyldu hans verið með hreinustu ólíkindum. Jón Ásgeir hefur fyrir löngu skipað sér í hóp með snjöllustu kaupsýslumönnum landsins og það er sagt um að hann og Sigurð Einarsson, starfandi stjórnarformann Kaupþings, að þeir séu þeir tveir menn sem hafi gert flesta Íslendinga að margföldum milljarðamæringum. Jón Ásgeir var valinn þriðji valdamesti maðurinn í smásöluheiminum í Bretlandi á dögunum og segir það til um styrk hans. Jón Ásgeir elskar hreinlega bíla og safnar þeim eins og margir aðrir safna DVD- diskum. Hann er sérstaklega hrifinn af Range Rover-bifreiðum og á í það minnsta þrjár hér á landi auk þess sem sést hefur til hans á slíkum bílum bæði í Bretlandi og í Danmörku. Nýjasta viðbótin í Range Rover-flotann er hvít, af dýrustu gerð. Og hann kann að njóta lífsins. Frægt er orðið þegar hann og Ingibjörg Pálmadóttir sambýliskona hans keyptu tvær rándýrar íbúðir á besta stað í New York fyrir milljarð. Björgólfur Guðmundsson (66) 105 milljarðar B jörgólfur eldri er dæmi um mann sem skrapaði botninn eftir Hafskipsmálið en reis síðan úr öskustónni. Og þvílík upprisa. Lítil gosdrykkjaframleiðsluvél varð að 40 milljörðum í Rússlandi og síðan hefur leiðin eingöngu legið upp á við. Allt sem hann og sonur hans hafa snert hefur orðið að gulli, í tilfelli föðurins þó sérstaklega Landsbankinn þar sem hlutur þeirra sem keyptur var á 10,7 milljarða hefur vaxið upp í 170 milljarða á tæpum fimm árum. Björgólfi hefur tekist það sem fáum öðrum hefur tekist. Hann er moldríkur, veit í rauninni ekki aura sinna tal, en er samt sem áður afar vinsæll. Hann hefur sennilega eytt meiri tíma á undanförnum árum í að styrkja gott málefni heldur en að reka Landsbankann og nýtur mikilla vinsælda fyrir vikið. Hann er með ólæknandi fótboltadellu og eftir að hafa stutt við bakið á sínum mönnum í KR í nokkur ár lét hann það eftir sér að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham fyrir 14 milljarða seint á síðasta ári. Þótt lokatakmarkið sé auðvitað að græða á þessum kaupum er félagið fyrst og fremst áhugamál hjá Björgólfi. Að vísu kannski svolítið dýrt áhugamál en ef þú spilar ekki golf og átt 100 milljarða þá skipta nokkrir milljarðar til eða frá engu máli. Í það minnsta á meðan það er gaman. Björgólfur Thor Björgólfsson (40) 315 milljarðar B jörgólfur Thor er langríkasti Íslendingurinn. Þessi fertugi kaupsýslumaður, sem hélt upp á afmælið sitt á Jamaíka, á skútuna The Parsifal og einkaþotu upp á milljarð, hefur efnast hratt á undanförnum árum. Hann fór til að mynda upp um rúm hundrað sæti á milli ára á lista bandaríska fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims og situr þar í 249. sæti. Á sama tíma stökk hann upp um sjö sæti, úr 30. sæti í það 23., á lista The Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands. Á báðum listunum voru eignir hans metnar rétt yfir 250 milljarða. Í dag er hann hins vegar búinn að bæta verulega við sig. Eftir að hann seldi 85% hlut sinn í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC með 60 milljarða króna hagnaði nema hreinar eignir hans um 315 milljörðum. Björgólfur Thor lagði grunninn að ríkidæmi sínu í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. Gosdrykkja- og bjórframleiðsla undir merkjum Bravo í St. Pétursborg skilaði honum, Björgólfi föður hans og Magnúsi Þorsteinssyni um 40 milljörðum árið 2002 þegar Heineken keypi verksmiðjur þeirra og vörumerki. Þegar heim var komið keyptu feðgarnir rúmlega 45% hlut í Landsbankanum fyrir 11 milljarða, sem verða að teljast ansi góð kaup þegar haft er í huga að nú fimm árum seinna er hlutur þeirra metinn á rúmlega 160 milljarða. Feðgarnir eiga einnig stóran hlut í fjárfestingarbankanum Straumi- Burðarási en vegur hans hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Lyfjabransinn hefur líka reynst Björgólfi gjöfull. Hann keypti hlut í búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkan- pharma árið 1999 sem og hinu íslenska Pharmaco. Þessi tvö fyrirtæki ásamt Delta runnu síðan saman í Actavis, sem er eitt af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims. Björgólfur Thor á nú rétt tæplega 35% hlut í fyrirtækinu sem metinn er á 102 milljarða og hefur lýst yfir áhuga sínum á því að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Og hafi lyfjabransinn verið Björgólfi góður þá er það þó í fjarskiptaheimin- um sem hann hefur grætt mest af öllu. Hann eignaðist 85% hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC og seldi hann með 60 milljarða króna hagnaði ekki alls fyrir löngu. Í fyrra seldi hann hlut sinn í tékkneska símafyrirtækinu CRa með 50 milljarða króna hagnaði. Hann á auk þess hluti í fjarskiptafyrirtækjunum Elisa í Finnlandi, Netia og P4 í Póllandi og Forthnet í Grikklandi. Miðað við ganginn á Björgólfi Thor hingað til má búast við því að hann sé ekki hættur. Hvar sem hann stígur niður fæti breytist grjót í gull. Eina spurningin sem spurt er að nú er hversu lengi hann verður að eignast 500 milljarða? R Í K U S T U Í S L E N D I N G A R N I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.