Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Gengur bara betur næst Á Litla-Hrauni er rekin verslun fyrir fanga. Af- greiðslutími verslunarinn- ar fer eftir útivistartíma vistmanna. Vöruúrvalið þar er ágætt en kjötmeti er vin- sælasta varan. „Verslunin er oftast kölluð Rimla- kjör. Maður verður nú að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir Sölvi Helgason, verslunar- og rekstrarstjóri í Rimlakjöri, versl- un sem rekin er fyrir fanga á Litla- Hrauni. „Verslunin er búin að vera þarna lengi. Það var löngu búið að finna upp hjólið áður en ég kom til,“ segir Sölvi sem tók við rekstr- inum fyrir um sjö árum. Verslunin Rimlakjör er opin þrjá daga vikunnar, mánudaga, fimmtudaga og föstudaga, í um tvo tíma í senn. „Það fer eftir úti- vist fanganna hvenær er opið,“ útskýrir Sölvi. „Búðin er opnuð fyrst klukkan hálf tvö þegar úti- vist hefst fyrir fanga sem eru ekki í vinnu en svo loka ég í þrjú korter þegar það er innivera hjá öllum. Ég opna síðan aftur klukkan hálf fjögur þegar fangar sem hafa vinnu fara í útivist og hef opið til 4.25. Aukaopnanir eru þó af og til á sumrin, og þá til klukkan fimm. „Fangarnir fá aukaútivist á sumr- in og þá hef ég kannski opið leng- ur einn og einn dag. En það fer allt eftir veðri. Fangarnir nenna ekki að hlaupa úti í rigningu.“ Sölvi segir að starfið í Rimla- kjöri sé töluvert frábrugðnara öðrum vinnum en hann rekur einn- ig veisluþjónustuna Sælkera- vinnsluna á Suðurlandi. „Þetta er öðruvísi starf. Þarna sér maður margan persónuleikann en yfir höfuð eru þetta mjög góðir aðilar. Það er enginn slæmur,“ segir Sölvi sem fylgir einföldum reglum í samskiptum sínum við fangana. „Ég hef lagt upp með að koma fram við náungann eins og ég vil að hann komi fram við mig. Sýndu kurteisi og þú færð hana til baka.“ Á boðstólum í Rimlakjöri eru hefðbundnar vörur á borð við tóbak, gos, ávaxtasafa sem og ýmiss konar matvörur. „Ætli kjúklingabringur og nautahakk séu ekki vinsælustu vörurnar hjá mér,“ segir Sölvi en mörgum föng- um er frjálst að elda sinn eigin kvöldmat. „Þeir fá heitan mat í hádeginu en súpu eða léttan mat á kvöldin. Þeir vilja því stundum fá sér kjúkling, kjöt eða tortilla. Saddur fangi er ánægður fangi. Þá fæ ég stundum sérbeiðnir, til dæmis um jól, og hef meðal ann- ars reynt að útvega þeim nauta- lundir, héra, kengúrukjöt eða strút,“ segir Sölvi og bætir við að stundum gæti tískustrauma í vöru- vali fanganna. „Þetta kemur svona í bylgjum, nýjar maníur sem detta inn.“ Kjúklingabringur og nautahakk vinsælustu vörurnar í Rimlakjöri Margrét Bóasdóttir, formaður Þjóðhátíðarsjóðs, veitti í gær 46 verkefnum styrki úr Þjóðhátíðarsjóði og var þetta í þrítugasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Nú bárust 150 umsóknir um samtals 168,3 milljón- ir króna í sjóðinn. Ekki var hægt að styrkja öll verk- efnin, en verkefnin sem voru styrkt í þetta sinn fengu alls um tuttugu milljónir í misháum styrkj- um. Hæstu styrkirnir voru upp á eina milljón, og hlutu fimm verkefni slíka styrki. Þau verkefni voru; Sjó- mannasafnið á Hellissandi vegna bátahúss og við- gerðar áttæringa, Saga forlag fyrir útgáfu Íslend- ingasagna á Norðurlandamálum, Árnastofnun fyrir gagnagrunn um þjóðlög Bjarna Þorsteinssonar, Námsefnisvefurinn Katla fyrir námsefni til að auka orðaforða ungra innflytjenda og Háskólinn á Hólum vegna áframhaldandi fornleifarannsókna við Kolku- ós. Þjóðhátíðarsjóði er ætlað að veita styrki til stofn- ana og annarra aðila sem vinna að varðveislu íslensks lands og menningar. Styrkir úr Þjóðhátíðarsjóði eru auglýstir til umsóknar um áramót og er umsóknarfrestur venju- lega til loka febrúarmánaðar. Tuttugu milljónum úthlutað Ótrygg drulla Tengdafeðgar á þingi Nýir félagar falla inn í Bylturnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.