Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 46
hús&heimili Það er óhætt að fullyrða að naum- hyggjan hafi runnið sitt skeið á enda í bili. Þegar hafa línurnar að hausttískunni í innanstokks- munum verið lagðar og það sem koma skal næstu misserin er litir og mynstur, gull og glingur. Gyllt og silfruð veggfóður eru byrjuð að seljast upp og fleira má glóa. Þessir fallegu púðar og gardín- ur fást hjá The House of Fraser í Bretlandi. Speglaborð og húsgögn eru til í góðu úrvali hjá Lauru Ashley og greinar af gullregni er hægt að tína í görðum sem státa af slíkum trjám. - mhg Gyllt og fjólublátt haust Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Aug- lýsingar: Ámundi Ámundsson S.5175724 og Ásta Bjartmarsdóttir S. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Anton Brink TÖFF TÖSKUR Tote bag kallast þær á ensku þessar einföldu og ódýru töskur sem okkur þykja svo endalaust smart. Til hvers að rogast með ljótan plastpoka þegar hægt er að setja innkaupin, sunddótið, möppurnar eða hvað sem er í flotta tösku. Þær fást annað slagið í Tiger, alltaf á Amazon.com og inni á milli í hinum og þessum verslunum. - mhg „Safapressan er mikið þarfaþing. Það var alger snilld þegar við hjón- in keyptum hana í vetur,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona og útskýrir hvers vegna. „Okkur fannst báðum svo gott að fá okkur heilsusafa eftir ræktina. Það var orðið svolítið kostnaðarsamt og okkur fannst því skynsamlegra að fjárfesta í svona græju, sem er nú svosem ekki dýr,“ segir Hrefna og lýsir kostum Philips-safapress- unnar. „Hún er rosalega góð, það þarf ekki að afhýða neitt og allt fer beint ofan í, nema kannski app- elsínubörkurinn,“ segir Hrefna en sú safablanda sem vinsælust er á heimilinu er appelsínu-, epla-, gul- róta- og engifersafi. Uppskriftin er fengin að láni úr safabarnum í ræktinni, útskýrir Hrefna, sem hefur prófað sig áfram með ýmsar safablöndur. „Ég reyndi að troða jarðarberjum í hana en það var ekki að gera sig,“ segir Hrefna og hlær. Þó að uppáhaldshlutur Hrefnu komi úr eldhúsinu viður- kennir hún að hún kunni lítið að elda. „Ég er hins vegar mögnuð í uppvaskinu,“ segir hún hlæjandi. Hrefna og maður hennar Ingvi Jökull reyna að komast minnst þrisvar í viku í ræktina. „Ég reyni að byrja daginn á því að fara í ræktina, það er svo gott áður en maður fer að hoppa og hía allan daginn í Skoppu og Skrítlu,“ segir Hrefna glaðlega en hún og hinn hluti dúósins, Linda Ásgeirsdóttir, hafa gefið út geisladisk með lögum þeirra Skoppu og Skrítlu. „Þetta er búið að vera eitt stórt ævintýri og sífellt að vinda upp á sig,“ segir Hrefna en þær Linda hafa verið með verkefnið á prjónunum í þrjú ár. Hún er beðin að lýsa hugmynd- inni í nokkrum orðum. „Skoppa og Skrítla snúast um náungakærleik og svo langar þær að kæta hjörtu allra barna. Kynna fyrir þeim lífið á þessum fyrstu árum í sinni fallegustu mynd. Það kemur nóg af öllu hinu seinna.“ solveig@frettabladid.is Skrítla fær sér safa Hrefna Hallgrímsdóttir, annar helmingur dúósins Skoppu og Skrítlu, útbýr dýrindis safa í uppáhaldsheimilistæki sínu. Hrefna Hallgrímsdóttir með uppáhaldshlutinn á heimilinu, sem þessa dagana er forláta safapressa. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíf fylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is 25. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.