Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 41
S irkus birtir í dag úttekt á 25 ríkustu Íslendingunum. Þar kemur í ljós að hreinar eignir þeirra eru um 1.390
milljarðar og enginn sem á minna en 20
milljarða skuldlaust á möguleika inn á
listann. Fimm konur eru á listanum, tvennir
feðgar, tvennir bræður. Elsti maðurinn á
listanum er Jóhannes Jónsson, sem er 66 ára,
en sá yngsti er sonur hans Jón Ásgeir sem varð
39 ára nú í janúar.
Árið 2001 gaf Pálmi Jónasson út bókina
Íslenskir milljarðamæringar. Þá voru þeir
fimmtíu talsins. Í dag skipta þeir að öllum
líkindum hundruðum, á öllum aldri, af báðum
kynjum. Á Íslandi í dag er fimmtán milljóna
króna Range Rover mokað út í tugatali. Það er
ekki flogið með Icelandair eða Iceland
Express því allir eru á einkaþotum og langi
menn að slappa af er ekki farið í sumarbústað
heldur á snekkjuna sem liggur í Karíbahafinu.
Þetta er Ísland þar sem Björgvin Halldórsson
hitar upp fyrir Elton John í afmælum. Þetta er
Ísland þar sem upp er kominn hópur fólks
sem endist aldrei ævin til að eyða þeim miklu
auðævum sem það hefur safnað á undanförn-
um árum.
Það þarf ekki að koma á óvart að Björgólfur
Thor Björgólfsson ber höfuð og herðar yfir
aðra Íslendinga. Þessi fertugi viðskiptajöfur
hefur efnast gífurlega á undanförnum átta
árum og meðal annars innleyst hagnað upp á
rúmlega 100 milljarða undanfarið ár. Væri
Forbes-listinn gefinn út í dag væri Björgólfur
Thor væntanlega á meðal 160 ríkustu manna
heims.
Og hlutirnir eru fljótir að gerast. Við
vinnslu þessarar úttektar hækkuðu hlutabréf
bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona í
Exista um rúma tíu milljarða. Sú hækkun er
gott dæmi um þá gífurlegu verðmætaaukn-
ingu sem orðið hefur á eignum ríkustu manna
landsins. Eign Björgólfsfeðga í Landsbankan-
um hefur hækkað úr 11 milljörðum í 170 millj-
arða á fimm árum. Baugsfjölskyldan byrjaði
með milljón árið 1989 en á núna rúmlega 200
milljarða og svona mætti lengi telja.
En þótt flestir á listanum séu úr hópi
útrásarvíkinganna eru inni á milli fulltrúar
gamla tímans. Sægreifarnir Þorsteinn Már
Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson í
Samherja og Guðmundur Kristjánsson í Brimi
eru á listanum og minna okkur á að hafið er
líka gjöfult þótt það hafi ekki gefið jafn mikið
og fjármálamarkaðurinn undanfarin ár.
Við gerð þessarar úttektar var haft
samband við fjölda fólks í viðskiptalífinu sem
gjörþekkir þau sem hér eru til umfjöllunar.
Flestir réttu hjálparhönd og eru þeim hér með
færðar þakkir fyrir.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
*HEIMILD: M5.IS
**HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
MILLJARÐAR
E I G N I R 2 5 R Í K U S T U
Í S L E N D I N G A N N A
MARKAÐSVIRÐI
KAUPÞINGS 22. MAÍ 2007*
EINKANEYSLA
HEIMILANNA 2006**
EIGNIR 5 RÍKUSTU
ÍSLENDINGANNA
TEKJUR RÍKIS
SJÓÐS 2006**
ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA 2006**
R Í K U S T U Í S L E N D I N G A R N I R
E I G A 1 3 9 0 M I L L J A R Ð A
EIGNIR
BJÖRGÓLFS
THORS
MILLJARÐAR