Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 41
S irkus birtir í dag úttekt á 25 ríkustu Íslendingunum. Þar kemur í ljós að hreinar eignir þeirra eru um 1.390 milljarðar og enginn sem á minna en 20 milljarða skuldlaust á möguleika inn á listann. Fimm konur eru á listanum, tvennir feðgar, tvennir bræður. Elsti maðurinn á listanum er Jóhannes Jónsson, sem er 66 ára, en sá yngsti er sonur hans Jón Ásgeir sem varð 39 ára nú í janúar. Árið 2001 gaf Pálmi Jónasson út bókina Íslenskir milljarðamæringar. Þá voru þeir fimmtíu talsins. Í dag skipta þeir að öllum líkindum hundruðum, á öllum aldri, af báðum kynjum. Á Íslandi í dag er fimmtán milljóna króna Range Rover mokað út í tugatali. Það er ekki flogið með Icelandair eða Iceland Express því allir eru á einkaþotum og langi menn að slappa af er ekki farið í sumarbústað heldur á snekkjuna sem liggur í Karíbahafinu. Þetta er Ísland þar sem Björgvin Halldórsson hitar upp fyrir Elton John í afmælum. Þetta er Ísland þar sem upp er kominn hópur fólks sem endist aldrei ævin til að eyða þeim miklu auðævum sem það hefur safnað á undanförn- um árum. Það þarf ekki að koma á óvart að Björgólfur Thor Björgólfsson ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. Þessi fertugi viðskiptajöfur hefur efnast gífurlega á undanförnum átta árum og meðal annars innleyst hagnað upp á rúmlega 100 milljarða undanfarið ár. Væri Forbes-listinn gefinn út í dag væri Björgólfur Thor væntanlega á meðal 160 ríkustu manna heims. Og hlutirnir eru fljótir að gerast. Við vinnslu þessarar úttektar hækkuðu hlutabréf bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona í Exista um rúma tíu milljarða. Sú hækkun er gott dæmi um þá gífurlegu verðmætaaukn- ingu sem orðið hefur á eignum ríkustu manna landsins. Eign Björgólfsfeðga í Landsbankan- um hefur hækkað úr 11 milljörðum í 170 millj- arða á fimm árum. Baugsfjölskyldan byrjaði með milljón árið 1989 en á núna rúmlega 200 milljarða og svona mætti lengi telja. En þótt flestir á listanum séu úr hópi útrásarvíkinganna eru inni á milli fulltrúar gamla tímans. Sægreifarnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson í Samherja og Guðmundur Kristjánsson í Brimi eru á listanum og minna okkur á að hafið er líka gjöfult þótt það hafi ekki gefið jafn mikið og fjármálamarkaðurinn undanfarin ár. Við gerð þessarar úttektar var haft samband við fjölda fólks í viðskiptalífinu sem gjörþekkir þau sem hér eru til umfjöllunar. Flestir réttu hjálparhönd og eru þeim hér með færðar þakkir fyrir. Óskar Hrafn Þorvaldsson *HEIMILD: M5.IS **HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS MILLJARÐAR MILLJARÐAR MILLJARÐAR MILLJARÐAR MILLJARÐAR MILLJARÐAR E I G N I R 2 5 R Í K U S T U Í S L E N D I N G A N N A MARKAÐSVIRÐI KAUPÞINGS 22. MAÍ 2007* EINKANEYSLA HEIMILANNA 2006** EIGNIR 5 RÍKUSTU ÍSLENDINGANNA TEKJUR RÍKIS SJÓÐS 2006** ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA 2006** R Í K U S T U Í S L E N D I N G A R N I R E I G A 1 3 9 0 M I L L J A R Ð A EIGNIR BJÖRGÓLFS THORS MILLJARÐAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.