Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 13
Afsláttarskilti við bensínstöðvar,
þar sem lofað er krónuafslætti af hverjum
lítra, eru villandi að mati Neytendastofu, og
hefur stofan sent bréf til allra íslenskra olíu-
félaga þar sem þeim tilmælum er beint til
fyrirtækjanna að fara að lögum.
„Undanfarnar vikur höfum við verið að fá
fjöldann allan af ábendingum um hinar og
þessar bensínstöðvar sem eru með svona
skilti,“ segir Anna Birna Halldórsdóttir,
sviðsstjóri hjá Neytendastofu.
Ný reglugerð um verðmerkingar á elds-
neyti tók gildi 4. maí síðastliðinn. Þar kemur
fram að á verðskiltum við bensínstöðvar eigi
að birta upplýsingar um lægsta mögulega
lítraverð sem viðskiptavinurinn getur fengið,
sem yfirleitt er sjálfsafgreiðsluverð.
Talsverð brögð hafa hins vegar verið að því
að fyrirtæki setji upp afsláttarskilti við hlið
verðskiltana þar sem lofað er nokkurra króna
afslætti af hverjum lítra. Það blekkir suma
neytendur þar sem þegar er búið að reikna
þennan afslátt inn í verðið á verðskiltinu, í
stað þess að hann komi þar til lækkunar eins
og skilja má.
Vegna þessa sendi Neytendastofa öllum
olíufélögunum bréf fyrir tveimur vikum, sem
Fréttablaðið hefur undir höndum, þar sem
þau eru hvött til þess að gæta þess að verð-
merkingar séu í samræmi við reglur. Notkun
á afsláttarskiltum sé villandi fyrir neytendur.
Fyrir mistök fór þó bréfið til N1 ekki út fyrr
en síðastliðinn miðvikudag.
Anna Birna segir að nú hafi olíufélögin
tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri, málið sé því í vinnslu.
Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkurra
olíufélaga við bréfi Neytendastofu. Hermann
Guðmundsson, forstjóri N1, sagði bréf Neyt-
endastofu ekki hafa borist. Hann sagði félagið
ekki hafa áttað sig á að hætta væri á misskiln-
ingi, en skiltum verði þá breytt til að gefa
með öðrum hætti til kynna tímabundin til-
boð.
Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri
neytendasviðs hjá Shell, sagði bréfið ekki
hafa borist fyrirtækinu, og vildi því ekki tjá
sig um efni þess.
Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri
Atlantsolíu, sagði að fyrirtækið hafi þegar
brugðist við bréfi Neytendastofu. Afsláttar-
skiltum verði breytt þannig að skýrt sé að um
afslátt af listaverði sé að ræða. Neytenda-
stofa hefur þegar fengið tillögu Atlantsolíu
að breytingum á skiltum félagsins.
Sigurjón Bjarnason, rekstrarstjóri þjón-
ustustöðva hjá Olís, sagði félagið ekki hafa
tekið afstöðu til bréfs Neytendastofu.
Villandi afsláttarskilti við
bensínstöðvar olíufélaganna
Neytendastofa telur afsláttarskilti við bensínstöðvar villandi í kjölfar reglubreytingar. Fjöldi neytenda hefur
haft samband við stofuna vegna þessa. Sum olíufélög boða breytingar en önnur hafa ekki tekið afstöðu.
Ungur maður hefur
verið sýknaður af ákæru fyrir
vítaverðan akstur með spóli, en
dæmdur til greiðslu sektar fyrir
að rjúka í fússi út úr lögreglubíl
áður en lögreglumönnum hafði
tekist að taka af honum skýrslu.
Manninum var gefið að sök að
hafa í tvígang reykspólað með
væli og hávaða í hringi á tveimur
bílastæðum á Selfossi í fyrra.
Vitnum bar ekki saman um hvar
þetta átti sér stað, og var hann því
sýknaður. Hann þarf þó að greiða
tuttugu þúsund krónur fyrir að
rjúka úr lögreglubílnum.
Dómurinn var kveðinn upp í
Héraðsdómi Suðurlands.
Rauk fúll út úr
lögreglubílnum
Um sjötíu póstmenn gengu
fyrir nokkru á topp Hvannadals-
hnúks, hæsta tinds landsins.
Gangan var þáttur í heilsuátaki
Íslandspósts til nokkurra ára.
Gengin var Sandfellsleið í
léttskýjuðu veðri og smá golu.
Það var svo 21. maí sem
Íslandspóstur gaf út frímerki með
mynd af Hvannadalshnúk, að
verðmæti 300 krónur, sem hluta af
frímerkjaröðinni Jöklar á Íslandi.
Grafíski hönnuðurinn Tryggvi T.
Tryggvason hannaði frímerkin í
röðinni, sem sýna myndir af fimm
íslenskum jöklum.
Sjötíu póstmenn
gengu á toppinn