Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 24
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið bjartir dagar
Marín Hrafnsdóttir er menningar-
og ferðamálafulltrúi Hafnar-
fjarðar. Hún hefur tekið þátt í að
skapa Bjarta daga frá byrjun og
segir tilgang hátíðarinnar helst
vera að efla menningarlíf og
vekja athygli á þeirri miklu list-
sköpun sem á sér stað í bænum
og á hafnfirskum listamönnum.
„Hátíðin skilar blómlegu
menningarlífi í bænum enda
virkjum við ótrúlega marga til
þátttöku,“ segir Marín og nefnir
þar leikskólana, grunnskól-
ana, unglingana og eldri borg-
ara. „Fyrir unga fólkið erum við
með menningarhús en þar erum
við líka svolítið í uppeldisleg-
um stellingum því unga fólkið
skipuleggur sína dagskrá sjálft.
Það þarf að sjá til þess að hún
gangi upp, fjárhagslega og að
umfangi. Það er ekki nóg fyrir
þau að koma til okkar og segja
að þau langi að halda tónleika
heldur verða þau að láta dæmið
ganga upp,“ bætir Marín við og
segir hátíðina einnig til þess
fallna að vekja athygli á menn-
ingarstofnunum bæjarins.
Marín segir að þótt þorri lista-
manna hátíðarinnar séu heima-
menn þá dragi þau einnig til sín
list annars staðar frá til að bjóða
Hafnfirðingum upp á ýmislegt
af því besta sem er að gerast í
tónleikum, myndlist, danslist og
öðru. „Svo er ekki leiðinlegt að
segja frá því að Þjóðahátíð er
núna hluti af Björtum dögum og
þannig tökum við enn frekar utan
um það að vera fjölmenningar-
leg hátíð,“ segir Marín ánægð og
bætir því við að fyrstu skrefin
í þá átt hafi verið stigin í fyrra
þegar sérstakur fjölmenningar-
dagur var hluti af hátíðinni.
Spurð hvernig þátttakan hefur
verið á Björtum dögum undan-
farin ár, segir Marín: „Nú er há-
tíðin haldin í fimmta sinn og þátt-
takan hefur verið vaxandi. Þegar
svona margir taka þátt í að skapa
viðburðinn þá er þátttakan góð.
Síðan höfum vð verið með mjög
fjölbreytta dagskrá og haft það
að markmiði að það sé mikið af
viðburðum þar sem er ekki að-
gangseyrir. Það má því segja að
það sé ákveðið einkenni á Björt-
um dögum að við bjóðum upp á
ókeypis tónleika, danssýningar
og fleiri viðburði.“
Marín segist vona að sem
flestir taki þátt og að dagskráin
sé þannig að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. „Við reynum að
koma til móts við alla og það er
mikil jákvæðni gagnvart þess-
ari hátíð. Hún er á skemmtileg-
um tíma þegar fólk er að byrja
að kveikja á því að það sé komið
sumar en við erum samt ekki
búin að missa það út úr bænum,“
segir Marín og brosir. - sig
Hátíðin skilar blómlegu
menningarlífi
Marín Hrafnsdóttir er menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Hún segir dagskrá Bjartra daga setta upp með það í huga
að allir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Jaðarleikhúsið frumsýnir Super-
hero á Björtum dögum. Super-
hero er fimmta verk leikhússins
en um dramatískan og súrrealísk-
an gamaleik er að ræða.
Fyrir um einu og hálfu ári stofn-
aði Eyrún Ósk Jónsdóttir Jaðar-
leikhúsið. Leikhúsið er í Miðvangi
í Hafnarfirði þar sem rekin er til-
rauna- og listasmiðja. „Við setj-
um upp lítil og ódýr leikverk þar
sem ungum listamönnum er gef-
inn kostur á að gera tilraunir,“
segir Eyrún. „Við höfum sett upp
um fjögur verk á þessu eina og
hálfa ári sem við höfum starfað
og nú munum við frumsýna það
fimmta. Ásamt því að sýna leik-
verk eru líka myndlistarsýning-
ar í rýminu og núna er til dæmis
sýning á pennateikningum Brynju
Árnadóttur.“
Stofnun sjálfstæðs leikhóps
var lengi draumur Eyrúnar en
hún starfaði með einum slíkum á
námsárum sínum í London. „Hann
heitir Dan Kai Teatro og þar fékk
ég tækifærið að gera það sem
mig langaði og prófa mig áfram,“
segir Eyrún. „Þegar ég kom hing-
að aftur fann ég að það vantaði
rými fyrir unga listamenn til að
gera nákvæmlega það án þess að
það kostaði margar milljónir og án
þess að sækja þyrfti um endalausa
styrki frá menntamálaráðuneyti.“
Í öllum leikverkum Jaðarleik-
hússins er kostnaði haldið í lág-
marki enda þurfa verkin að standa
undir sér. Reyndar er umgjörðin
ekki það eina ódýra í leikhúsinu
heldur er miðaverði haldið í lág-
marki. Á Superhero kostar til að
mynda aðeins 600 krónur.
Superhero er einleikur eftir
Eyrúnu og hefur hún fengið skóla-
bróður sinn Erik Håkansson til að
leika. Leikritið fjallar um ungan
mann sem stendur frammi fyrir
mjög erfiðum aðstæðum sem hann
getur ekki leyst. Þá leitar hann til
ofurhetjanna eftir hjálp, en þeim
kynntist hann gegnum hasarblöð-
in þegar hann var ungur. „Þetta
er svona dramatískur og súrreal-
ískur gamanleikur,“ segir Eyrún.
„Við frumsýnum 1. júní og sýnum
á Björtum dögum eða 2., 5, og 8.
júní.“
Af þeim fimm verkum sem
Jaðarleikhúsið hefur sett á svið
hafa þrjú verið á ensku, þar með
talið Superhero. Þetta er vegna
sterkra tengsla við Dan Kai Teatro
en þaðan hafa leikarar komið og
tekið þátt í sýningum Jaðarleik-
hússins. „Það er bæði vegna þess
að ég var partur af hópnum úti og
líka einfaldlega vegna þess að þá
fæ ég fjármagn hjá þeim og það
hjálpar okkur að til að setja upp
verkin,“ segir Eyrún og hlær.
Hægt er að panta miða á Super-
hero í síma 846-1351 eða á jadar-
leikhusid@hotmail.com.
tryggvi@frettabladid.is
Ofurhetjur í
Jaðarleikhúsinu
Erik í hlutverki sínu í Superhero. Hann leikur ráðvilltan ungan mann sem leitar til
ofurhetja barnæsku sinnar eftir leiðsögn og aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikskólabörn eiga stóran þátt
í Björtum dögum og skreyta
fyrirtæki og stofnanir í Hafn-
arfirði með verkum sínum. Þá
verða ljóð 6. bekkinga víða um
bæinn og 4. bekkingar taka þátt í
samsöng á Thorsplani undir heit-
inu Söngurinn ómar um bæinn.
Afrakstur litla listafólksins má
sjá á eftirtöldum stöðum:
ARNARBERG -
Bókasafn Hafnarfjarðar
ÁLFABERG - HB búðin
ÁLFASTEINN - Þjónustuverið
HJALLI - Heilsugæslan miðbæ
HLÍÐARBERG - Fjarðarkaup
HLÍÐARENDI -
Heilsugæslan Sólvangi
HVAMMUR - Suðurbæjarlaug
HRAUNVALLASKÓLI -
Hraunvallaskóli, leik- og grunnskóli
HÖRÐUVELLIR - Fjörður 1. hæð
KATÓ - St. Jósepsspítali
NORÐURBERG -
Bæjarskrifstofur
SMÁRALUNDUR - Kænan
STEKKJARÁS - Skólaskrifstofa
TJARNARÁS - Landsbankinn
VESTURKOT - Fjörður 2. hæð
VÍÐIVELLIR - Samkaup
Leikskólalist í hávegum höfð
Teikningar eftir leikskólabörn verða til sýnis á mörgum stöðum í bænum.