Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 30

Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 30
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið bjartir dagar Þjóðahátíð verður haldin hátíðleg á Björtum dögum í Hafnarfirði. Kolfinna Baldvins- dóttir er verkefnastjóri hátíðar- innar. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á fjölmenningu á Björtum dögum. Þjóðahátíðin verður nú haldin í fjórða sinn í íþróttahúsinu í Hafnarfirði við Strandgötu frá kl. 12 til 18 laugardaginn 2. júní. Í fyrra var hátíðin haldin í gamla Blóma- vali en um fjörutíu þátttakendur frá ólíkum löndum kynntu lönd sín og þjóðir með ýmsum hætti. Höfuðskipuleggjandi hátíðar- innar er Alþjóðahúsið en verk- efnastjóri þetta árið er Kolfinna Baldvinsdóttir. „Þjóðahátíðin hefur sömu merkingu og venjuleg þjóðhátíð en lögð er áhersla á fjölbreyti- leika og sameiningu í senn. Þjóðahátíðin felur í sér að þar koma saman öll þau þjóðabrot sem búa á Íslandi og kynna sín lönd og gera sér glaðan dag. Á Íslandi býr fólk af um 132 þjóð- ernum en á hátíðinni verða um 40 lönd með bása til að kynna sig og sína. Sumir gera það með mat, aðrir gera það með dansi og tónlist og fleiru en síðan verður haldið uppi fjöri allan daginn. Þar á meðal eru ýmiss konar skemmtiatriði sem eru kannski ekki eins og við eigum að venjast þar sem skemmtikraftarnir eru alls staðar að úr heiminum. Þetta er fólk frá Afríku, Asíu, Suður- Asíu, Evrópu og víðar þannig að fjölbreytnin er mikil. Þarna geta því Íslendingar komið og kynnst „þessu fólki“ eins og okkur er oft tamt að kalla innflytjendur og fengið að upplifa í senn fjöl- breytnina en líka hvað við eigum margt sameiginlegt.“ Hátíðin verður opnuð form- lega og verða þar ráðherrar og bæjarstjóri en heiðursgestir þetta árið eru Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem flutti hingað til lands frá Japan, og Gérard Lemarquis, kennari og leikari, sem er franskur að upp- runa. Þeir hafa báðir búið á Ís- landi í fjölda ára og eru þekktir í þjóðlífinu. Við opnunina munu kórar syngja og má þar nefna Regnbogakonur sem er kór kvenna frá ýmsum heimshorn- um. Mikið verður um þjóð- dansa og þjóðlagatónlist og fram koma þekktir flytjend- ur eins Balkanbandið sem kom fram með Björk, Tríó Leone Tinganelli, Delizie Italiane og Sigurður Hall og Sigurlaug M. Jónasdóttir munu dæma þann mat sem verður á boðstólum. Það mun því kenna ýmissa grasa á Þjóðahátíð og hvetur Kolfinna sem flesta til að koma við og gera sér glaðan dag. „Því miður hefur innflytj- endaumræðan hallast svolítið á neikvæðu hliðina upp á síðkast- ið og því er mikilvægt að halda hátíð sem þessa til að fólk geti komið og upplifað hvað það er í raun mikil gleði að búa í svona fjölbreyttum heimi og á svona fjölbreyttri eyju.“ - hs Sameinuð en fjölbreytt „Lögð verður áhersla á fjölbreytileika og sameiningu í senn,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir, verkefnastjóri Þjóðahátíðarinnar. Mikil gleði ríkir á Þjóðahátíð og verður að öllum líkindum stiginn dans. Um fjörutíu lönd verða með kynningarbása á hátíðinni. Firði Hafnarfirði S: 555-4420 Text Full búð af nýjum vörum og ýmis spennandi tilboð Firðinum, Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.