Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 37

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 19bjartir dagar fréttablaðið BRÚÐULEIKHÚS Á BJÖRTUM DÖGUM Brúðubíllinn er löngu búinn að sanna sig sem eitt vinsælasta leikhús landsins hjá yngstu kynslóðinni. Hin síunga Helga Steffensen heldur um stjórn- völinn og þegar hún mætir í Brúðubílnum er von á góðu. Bókasafnið býður íbúum Hafnarfjarðar, gestum og gangandi að sjá Brúðubílinn fimmtudaginn 31. maí kl 14.00 á plani bóksafnsins. Á leikskránni er Segðu mér söguna aftur og þar verða Lilli og Blárefurinn án efa í essinu sínu. Múkki art gallery stendur við höfnina í Hafnarfirði í gömlu fiskvinnsluhúsi. Múkki art gallery er vinnustofa og sýningarrými Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur. Galleríið stendur við höfnina og er gamalt fiskvinnsluhúsnæði. Múkki art gallery var upphaflega fiskvinnsluhúsnæði við Flensborgarhöfnina í Hafnarfirði. Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir gerði húsnæðið upp ásamt manni sínum Lárusi Jóni Guðmundssyni. „Þetta er frábær staður. Ég horfi af vinnustofunni yfir Hafnarfjörð og höfnina. Ná- grannar mínir eru smábátaeigendur og sé ég þá verka afla sinn,“ segir Aðalheiður. Á laugardag mun Aðalheiður opna vinnustofusýningu á nýjum verkum. Hún mun ekki láta sitt eftir liggja á Björtum dögum í Hafnarfirðinum og verður með opið frameftir á löngum fimmtudegi hinn 7. júní. Aðalheiður er útskrifuð frá MHÍ og Konstfack í Stokk- hólmi þar sem hún nam textílhönnun. Hún hefur tekið þátt í samsýningum um allan heim og haldið ellefu einka- sýningar. Myndlist við höfnina Netkaffi verður opnað í sumar í Blómum og kaffi að Reykja- víkurvegi 60 í Hafnarfirði. Stefnan er sett á að opna það á þjóðhátíðardaginn 17. júní, að sögn afgreiðslukonu þar. Ekki verður annað sagt en vel fari á því. Hátíð er til heilla best. Netkaffi í sumar Blóm og kaffi passa saman.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.