Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 57

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 57
Fatahönnuðurinn Tom Ford, sem þekktastur er fyrir að hafa starf- að sem yfirhönnuður Gucci um skeið, hefur nú látið framleiða eins konar ilmvatnalínu á sínu nafni. Ilmvötnin heita Private Blend og er um tólf mismunandi ilmi að ræða. Þar á meðal eru til dæmis vanillu- ilmur, tóbaksilmur og leðurilmur. Ilmvötn- in eru seld í flöskum í gamaldags apótekara- stíl og hægt er að blanda lyktunum saman eftir smekk. „Hugsunin er að miklu leyti sú sama og á bak við nýju herralín- una mína en ég er að leitast eftir að skapa mjög einstak- ar vörur, sem er ólíkt mínum fyrri verk- efnum,“ sagði Ford og átti þá við tímann hjá Gucci. Þar var aðalmarkmiðið að hanna einföld föt sem seldust vel. Spurður hvenær hann hygð- ist snúa sér aftur að hönnun kvenmanns- fatnaðar sagði hann: „Það er í vinnslu. Ég get ekki lofað hve- nær það gerist en ég get lofað því að ég er að hugsa um það.“ Ilmvatnslína frá Ford Myndbandinu við lag Silvíu Nætur, Thank You Baby, verður dreift til verslunarmiðstöðva og skemmtistaða víðs vegar um Bandaríkin. Þetta staðfest- ir Gaukur Úlfarsson, talsmaður Silvíu Nætur-hópsins. „Dreifingar- fyrirtækið Rock America rakst á myndbandið á aðdáendasíðu Kylie Minogue og hafði í kjölfar- ið samband við útgáfufyrirtæk- ið okkar, Reykjavík Records,“ út- skýrir Gaukur en reikna má með að myndbandið verði sýnt á yfir 130 skemmtistöðum um öll Banda- ríkin og opni þar af leiðandi dyr inn á einn stærsta tónlistarmark- að í heiminum. „Þetta er auðvit- að mjög gott fyrir okkur enda er þetta ókeypis en um leið mjög góð kynning,“ bætir Gaukur við. Meðal þeirra sem hefur verið dreift með þessum hætti eru Beyoncé, Nelly Furtado og Mel C auk annarra stórra nafna úr hinum harða heimi tónlistarinar. „En svo reyna þeir alltaf að finna einhverjar vonar- stjörnur og koma þeim á framfæri við almenning,“ segir Gaukur. Börkur Sigþórsson og Gaukur leikstýrðu myndbandinu í sam- einingu og segir Gaukur þetta ekki síst vera mikið gleðiefni fyrir þá félaga, enda hafi mynd- bandið verið gert „fyrir íslenska fjárhagsáætlun“, eins og Gauk- ur kemst sjálfur að orði. Mynd- bandið hefur vakið mikla athygli en það er gert í anda suðuramer- ískra sápuópera. Útrás Silvíu virðist því í góðum farvegi enda ekki langt síðan greint var frá miklum áhuga Svía á að sýna síðustu þáttaröð. Þá hefur tónlistarstöðin MTV sýnt ævintýrum Silvíu mikinn áhuga. Silvíu dreift frítt vestanhafs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.