Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 2
MARKAÐURINN 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 4% -19% Actavis -2% 31% Alfesca 4% 3% Atlantic Petroleum 32% 127% Atorka Group 1% 18% Bakkavör 2% 15% FL Group 1% 15% Glitnir 2% 18% Hf. Eimskipafélagið 7% 27% Kaupþing 1% 32% Landsbankinn 1% 41% Marel 1% 10% Mosaic Fashions -1% 10% Straumur 0% 22% Össur -1% -2% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Kaupfélag Suðurnesja á nú tæp- lega tíu prósenta hlut í öllu stofn- fé Sparisjóðsins í Keflavík eftir að félagið festi kaup á 0,8 pró- sentum stofnfjár. Allur hlutur Kaupfélagsins er metinn á 2,6 milljarða króna. Jafnframt hafa tveir stjórn- armenn í SpKef, þeir Guðjón P. Stefánsson og Kristinn Jónasson, fest kaup á stofnfjárbréfum í sjóðnum. Auk kaupfélagsins fer lífeyris- sjóðurinn Festa einnig með um tíu prósent stofnfjár í SpKef. - eþa Innherjar kaupa í SpKefAlexander K. Guðmundsson, forstöðumaður Glitnis í Noregi, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Fjármálasviðs Glitnis. Á sama tíma var Gísli Heim- isson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs bankans. Ráðning- ar þeirra taka gildi frá og með föstudegi. Þeir taka við af Tóm- asi Kristjánssyni og Finni Reyr Stefánssyni, sem hafa stofn- að fjárfestinga- og fasteignafé- lagið Siglu ehf í félagi við Þor- gils Óttar Mathiesen. Félagið til- kynnti í gær að það muni kaupa fasteignafélagið Klasa hf. af Þor- gils. Alexander þekkir flesta innviði bankans en hann hóf störf hjá Fjárfestinga- banka atvinnulífsins, for- vera Glitnis, árið 1998 og hefur verið næstráðandi í uppbyggingu bankans í Noregi frá árinu 2005. Alexander gerir er ekki ráð fyrir miklum breyt- ingum með nýjum manni á fjármálasviði Glitnis. „Ég tek við mjög góðu búi og held að við höfum skap- að okkur skemmtilegan og spennandi grunn, bæði hér heima og í Skandinavíu,“ segir hann og hnýtir við að bankinn muni halda áfram að nýta betur stöðu sína í þeim lönd- um þar sem hann hefur starfsemi. Alexander reiknar með að ljúka nokkrum verkum hjá Glitni í Nor- egi fram í ágúst áður en hann getur alfar- ið tekið við nýja starf- inu og gerir ráð fyrir því að flytja hingað til lands ásamt eiginkonu sinni og þremur börn- um þeirra á haustdögum. - jab Nýr framkvæmdastjóri hjá Glitni Frá áramótum hefur virði hlutabréfa fær- eyska olíuleitar- félagsins Atlantic Petroleum aukist um rúm 170 prósent. Fé- lagið er skráð bæði í kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn. Greiningardeildir banka hér hafa lítinn gaum gefið Atlantic Petroleum og hafa ekki á reiðum höndum skýring- ar á hækkuninni. Viðskipti með bréfin virðast mest í Færeyjum og Danmörku. Jákup Petur Bærentsen, sér- fræðingur greiningardeildar Kaupþings í Færeyjum, segir engar fréttir frá félaginu geta skýrt hækkun bréfanna, sem er næstum tvöföld á hálfum mán- uði. Í byrjun árs stóð gengi bréfanna í 570 og í 820 fyrir tveim- ur vikum. Í gær voru viðskipti með bréfin á genginu 1.500. „Í ársfjórðungsupp- gjörinu voru engar sérstakar fréttir. Í lok árs á félagið reyndar að fá sínar fyrstu tekj- ur af olíuvinnslu, en það skýrir ekki þessa miklu hækkun,“ segir Jákup, en bendir um leið á að megnið af viðskiptunum hafi átt sér stað í Danmörku þar sem félagið hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun í viðskiptaritinu Penge & Priva- tøkonomi. „Mestmegnis eru þetta fremur smáar færslur en nokk- uð margar og nægja til að toga gengi bréfanna í þessa átt.“ - óká Virði bréfa Atlantic Petroleum margfaldast Skeljungur gekk í gær frá kaup- um á færeyska olíufélaginu P/ F Føroya Shell, sem verið hefur í eigu Shell International Pet- roleum Company Limited. Kaup- verð er trúnaðarmál. Hakun Djurhuss, forstjóri P/ F Føroya Shell, sagði starfi sínu lausu í síðustu viku og leitar Skeljungur nú eftirmanns hans. Í tilkynningu frá Skeljungi kemur fram að félagið muni taka yfir alla starfsemi P/F Før- oya Shell, sem samanstendur af 10 þjónustustöðvum, tveim- ur birgðastöðvum, 13 olíuflutn- ingabifreiðum og olíuflutninga- skipinu Hjá félaginu, sem fagn- ar 82 ára starfsafmæli á þessu ári, starfa um 100 manns. Hagn- aður félagsins á síðasta ári nam jafnvirði um 175 milljónum ís- lenskra króna. Til samanburðar rekur Skeljungur hér 60 útsölustaði og 15 birgðastöðvar um allt land. Hjá Skeljungi, sem er tveimur árum yngra en færeyska olíufé- lagið, starfa 300 manns. Starfsemi Skeljungs í Færeyj- um verður áfram rekin undir vörumerki Shell með sama hætti og hér á landi, að þvi er segir í til- kynningunni. - jab Skeljungur kaupir P/F Føroya Shell Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar William Fall hefur tekið við forstjórastöðu Straums- Burðaráss. Friðrik Jóhannsson yfirgefur forstjóra- stólinn eftir tæplega ársstarf hjá bankanum. Willi- am er fyrrum forstjóri Alþjóðasviðs Bank of Am- erica sem er næststærsti banki í heimi. Hann lét af störfum þar af persónulegum ástæðum fyrir um ári síðan. Hann var að hugsa sér til hreyfings á ný þegar sameiginlegur vinur kynnti hann þá Björgólf Thor Björgólfsson, stjórnarformann Straums-Burðaráss. William telur Straum-Burðarás hafa raunhæfan möguleika á að ná takmörkum sínum um að verða leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndunum. Það verði þó ekki auðvelt. „Við þurfum að vaxa hratt og ná fótfestu á mörkuðum þar sem bankinn er veik- ur fyrir í dag. Þá er vöruúrval okkar enn þá ekki nægilega gott.“ Meðal annars verði aukið vægi lagt í skuldsetta fjármögn, fjárfestingar í óskráðum fé- lögum og verðbréfamiðlun. William segir Straum- Burðarás hafa ýmsa yfirburði fram yfir aðra fjár- festingarbanka. „Enginn af okkar helstu samkeppn- isaðilum hefur eins góðan eiginfjárgrunn og við. Það gefur okkur sveigjanleika til að stökkva á þau tæki- færi sem upp kunna að koma.“ Björgólfur Thor Björgólfsson boðaði til blaða- mannafundar í gær þar sem tilkynnt var um for- stjóraskiptin. Við það tækifæri var hann spurður hvort höfuðstöðvar bankans verði áfram á Íslandi. „Við erum skráð í íslensku kauphöllina og upp- spretta fjármagns okkar er hér. Við viljum beita því fjármagni í auknum mæli utan Íslands. En höfuð- stöðvarnar verða hér áfram.“ Við það bætti William að ætlun bankans væri að byggja á íslenskum grunni bankans. Hann hyggst þó ekki flytja sjálfur til Ís- lands og verður áfram búsettur í London. Hann seg- ist þó muni eyða drjúgum tíma hér á landi. Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Straums- Burðaráss, mun starfa við hlið Williams á næstu mánuðum til að tryggja að forstjóraskiptin gangi greiðlega fyrir sig. Hann segist fara sáttur frá bank- anum. „Mitt verkefni var að koma hérna inn í fyrra og taka nokkur skref áfram með bankanum í áttina að aukinni alþjóðavæðingu. Við settum okkur mark- mið um síðustu áramót til þriggja ára. Við erum að fara langt með að ná þeim á þessu ári. Við höfum náð gríðarlega góðum árangri. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu.“ Þá bætti hann við að átta- tíu prósent af tekjum Straums-Burðaráss komi er- lendis frá og vöxtur félagsins sé allur í útlöndum. Ráðning Williams sé því eðlilegt og gott skref fyrir bankann. Óráðið er hvað tekur við hjá Friðriki þegar hann fer frá Straumi. „Það er fullt af skemmtilegum og áhugaverðum tækifærum framundan. Ég hlakka til að takast á við nýja hluti.“ Eðlilegt skref í átt að alþjóðavæðingu Fyrrum forstjóri Alþjóðasviðs Bank of America sest í for- stjórastól Straums-Burðaráss. Friðrik Jóhannsson hættir störfum eftir tæplega árs starf hjá bankanum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.