Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 4
MARKAÐURINN H U G T A K V I K U N N A R 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Í nýjustu samantekt viðskipta- blaðsins Dagens Industri yfir fjárfestingar Íslendinga í Sví- þjóð kemur fram að eignarhlut- ur íslenskra félaga í skráðum sænskum félögum hefur á einu ári aukist að verðmæti um 94 prósent. Á sama tíma hefur aðal- vísitala sænska hlutabréfamark- aðarins hækkað um 34 prósent. Straumur-Burðarás heldur utan um 1,9 milljarða króna eign- arhlut í bílaframleiðandanum Volvo. Eitthvað ætti Straumur að hafa grætt á fjárfestingunni því gengi hlutabréfa í Volvo hefur hækkað um tæp sextíu prósent frá ársbyrjun. Straumur er með tæpa fjór- tán milljarða í bréfum í sænsk- um félögum og virðist vera iðinn við að kaupa og selja sín hluta- bréf samkvæmt frétt blaðsins. Langstærsti eignarhlutur bank- ans liggur í fimm milljarða króna stöðu í Betsson og í bréfum í Net Entertainment sem metin eru á tæpa tvo milljarða. Landsbankinn heldur utan um hluti í sænskum félögum að verðmæti níu milljarðar króna. Eignarhlutur bankans í Intrum Justitia vegur þar langþyngst, enda er hluturinn metinn á átta milljarða króna. Kaupþing er einnig áberandi þótt bankinn sé ekki jafn stór- tækur og hinir bankarnir. Alls nemur hlutabréfasafn bankans í sænskum félögum um 5,7 millj- örðum króna. Stærsti eignarhlut- urinn er um 720 milljóna króna staða í Invik sem væntanlega verður seld Milestone á næst- unni. - eþa Íslendingar spreða í Svíaríki Straumur fjárfestir fyrir tvo milljarða króna í Volvo. Eik Bank Group, sem stefnir að tvíhliða skráningu í Reykjavík og Kaupmannahöfn á öðrum ársfjórð- ungi, hefur fest kaup á Skandia- Banken, stærsta netbanka Dan- merkur. Viðskiptavinir Skandia- Banken eru um 115 þúsund talsins eða sexfalt fleiri en hjá næsts- tærsta netbankanum. Þetta eru stærstu fyrirtækja- kaup í sögu Færeyja en kaup- verð er ekki gefið upp. Eignir Eik Group, sem áður kallaðist För- oya Sparikassi, vaxa um helming við þessi kaup og fara úr 12 millj- örðum danskra króna í 18 millj- arða sem jafngildir tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Eftir kaupin er Eik Banki kominn í hóp fimmtán stærstu banka Danmerk- ur með um fjögur hundruð starfs- menn í Færeyjum og Danmörku. Marner Jacobsen, forstjóri Eik Bank, segir í tilkynningu að kaup- in styrki viðamikla starfsemi samstæðunnar í Danmörku. „Við erum nú þegar áberandi á danska markaðnum og í þessu felst aukn- ing og frekari vöxtur starfsemi okkar.“ - eþa Eik banki stækkar um helming YFIRTAKA nefnist þegar eigenda- skipti verða á skráðum fyrirtækjum við það að fjárfestir, hópur fjárfesta, eða fyrirtæki kaupir út aðra eigendur. Yfirtökur geta svo verið af marg- víslegum toga. Vinsamleg yfirtaka er þegar kaupandinn leggur fram tilboð sem stjórn viðkom- andi félags leggur blessun sína yfir og ráðleggur öðrum eigendum að ganga að. Fjandsamleg yfirtaka er þegar kaupandinn safnar til sín eignarhlut án stuðnings og jafnvel í óþökk stjórnar eða stjórnenda fyrirtækisins sem verið er að kaupa. Neytendur eru afar bjartsýnir um þessar mundir ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Greiningardeild Glitnis telur aðdraganda kosninga og kosn- ingaloforð hafa samkvæmt henni farið vel í landsmenn. „Vísitalan í maí telur 154,9 stig og hefur ekki mælst hærri frá því farið var að mæla hana í mars árið 2001,“ segir greiningardeildin. Bjart- sýni hefur aukist hjá öllum þjóð- félagshópum og bendir bankinn á að fylgni hafi verið milli aukinna væntinga og neyslu. - óká Bjartsýni neytenda eykst Hagar hafa tekið yfir helmings- hlut Baugs Group í færeysku verslanakeðjunni SMS sem rekur matvöru- og sérvöruverslanir, meðal annars nokkrar verslanir undir merkjum Bónuss. Jóhannes Jónsson í Bónus, stjórnarfor- maður Haga, situr í stjórn SMS en Baugur Group á 95 prósenta hlutafjár í Högum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, bendir á að útrás Baugs hafi hafist í Færeyjum með opnum Bónusverslunar á sínum tíma. „Það er svo sem ekkert óeðlilegt að þessi starfsemi tengist okkur því í raun og veru erum við gamla félagið sem var á Íslandi.“ Aö sögn Finns eru tækifæri fyrir hendi í Færeyjum en hann tekur þó fram að markaðurinn sé lítill og landið strjálbýlt. Hagar greiða Baugi fyrir bréfin með útgáfu nýs hlutafjár að nafn- virði 56 milljónir króna. - eþa Hagar taka við hlut Baugs í SMS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.